Færsluflokkur: Umhverfismál
18.2.2009 | 13:10
Hagsmunatengsl þingmanna
Mæli eindregið með grein eftir Pál Baldvin á Vísi Kemur manninum mínum ekkert við.
11. febrúar 2009 var Ólöf Nordal meðflutningsmaður þingsályktunartillögunnar Rannsóknarboranir á Þeistareykjum og álver á Bakka. Sama dag beindi Ólöf fyrirspurn utan dagskrár til umhverfisráðherra um áform ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík.
Til viðbótar væri kannski einum of gróft að meðflytja tillögu að heilsársveg yfir hálendið að svæðinu...
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 17:10
Hann vill... skal honum leyfast?
Útflutningur hvalafurða (fyrirspurn til munnlegs svars þann 5. og umræður óvenjufljótt eða þann 11.). Eins og sést á alþingisvefnum tók Einar K. ekki til máls.
Getur verið að eftirfarandi setning reglugerðar Einars K. sé sérstaklega hönnuð fyrir kallinn : "Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013." Og að hrefnurnar séu fyrir hina?
"Samkvæmt samantekt [pdf-skjal á ensku] sem Þorsteinn Siglaugsson gerði árið 2007 fyrir IFAW og Náttúruverndarsamtök Íslands, hafa íslensk stjórnvöld lagt til hundruði milljóna króna af almannafé í það vonlausa verkefni að endurreisa hvalveiðar líkt og þær voru stundaðar hér á landi fyrir árið 1986. Þá er ótalin gríðarleg vinna sendifulltrúa Íslands á alþjóðavettvangi sem jafnan fara bónleiðir til búðar." Frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.
Hvalveiðiskoðun er atvinnugrein á Íslandi sjá t.d.
Sendiherrar mótmæla hvalveiðum
Segir tölur um flutningskostnað á frystum hvalaafurðum fráleitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2009 | 18:13
Bravó !
Sendiherrar mótmæla hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 16:12
Loksins loksins sjálfsögð mannréttindi
Biðin hefur verið ansi löng eftir fullgildingu Árósasamningsins og er fréttin sérstakt fagnaðarefni.
Til hamingju Ísland, segi ég nú bara líka.
Nokkuð er síðan Norðurlöndin staðfestu Árósasamninginn, þ.e. öll nema Ísland. Danir staðfestu Árósasamninginn 29. sept. 2000, Norðmenn 2. maí 2003, Finnar 1. sept. 2004, Evrópusambandið 17. febrúar 2005 og Svíar 20. maí 2005.
Hví er sá samningur svona mikilvægur?
í formála Árósasamningsins sem var undirritaður í Árósum 25. júní 1998:
- er sérstök áhersla lögð á tvö grundvallaratriði: umhverfisrétt sem mannréttindi annars vegar og mikilvægi aðgangs að upplýsingum [1], þátttöku almennings [2] og aðgangs að réttlátri málsmeðferð við sjálfbæra þróun hins vegar [3].
- er sú hugmynd að fullnægjandi umhverfisvernd sé undirstaða þess að menn geti notið grundvallarmannréttinda tengd þeirri hugmynd að hver einstaklingur eigi rétt á að lifa í heilbrigðu umhverfi og honum beri skylda til að vernda umhverfið.
- er síðan dregin sú ályktun að til þess að geta krafist þessa réttar og sinnt þessari skyldu verði borgarar að hafa aðgang að upplýsingum [1], hafa rétt til þátttöku í ákvarðanatöku [2] og njóta réttlátrar málsmeðferðar í umhverfismálum [3].
- er viðurkennt að sjálfbær og vistvæn þróun byggist á virkri ákvarðanatöku stjórnvalda sem grundvallist bæði á umhverfislegum sjónarmiðum og framlagi almennings. Þegar stjórnvöld veiti almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál og geri honum kleift að eiga aðild að ákvarðanatöku stuðli þau að markmiðum samfélagsins um sjálfbæra þróun.
3. apríl 2006 var aðeins fyrsti af þremur þáttum Árósasamningsins loks löggiltur á Íslandi: Lög um upplýsingarétt um umhverfismál (EES-reglur).
Sjá Náttúruvaktin : Samningar
Árósasamningurinn verður fullgiltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 15.2.2009 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 15:51
Táragas 1949 og 2009
Merkilegt hvað lögreglan er taugaveikluð. Beitir táragasi (samkvæmt visir.is og samkvæmt ruv.is) og piparúða og klæðir sig eins og um óeirðir sé að ræða...
Löggan birtist sem nauðvörn stjórnvalda sem neita að hlýða á fólkið í landinu. Síðasta hálmstráið er að kalla mótmælin ólögleg...
Krafan er sáraeinföld: kosningar!
Þingfundi haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2009 | 00:20
...skammtímalausnir endalaust
Ákvörðun um aukningu vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 23:16
Helgavíkurvitleysan, seðlabankahægindastóllinn og fjármál tveggja flokka
Fjölmiðlarnir eru farnir að vinna mun betur og fréttirnar eru áhugaverðari enda ekki eftir pöntun.
Fagmenn stýri Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum (ruv.is 10.1.09)
Helgavíkurvitleysan:
Að rasa um ráð fram (visir.is 10.1.09)
Alþingi krefjist svara (smugan.is 5.1.09)
Gjörnýtingarstefnan allt að drepa (visir.is 9.1.09)
Fjármál flokkanna:
9. grein laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra nr. 162/2006 sem tóku gildi 1. janúar 2007:
Upplýsingaskylda um reikninga stjórnmálasamtaka.
xD og xB draga lappirnar (visir.is 8.1.09)
Umhverfismál | Breytt 11.1.2009 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 10:54
Flokkarnir hræddir við kosningar?
Flokksveldið er óheyrilegt á Íslandi, m.a. á Alþingi, og framkvæmdarvaldið allsráðandi...
Krafa um að grundvöllur lýðræðis sem er þrískipting valds sé virtur.
Krafa um gagnsæi í fjármálum flokkanna: opið bókhald með lista yfir styrktaraðila (nákvæmlega sundurliðað - á skiljanlegu máli, takk - hvaðan styrktarféð kemur).
Krafa um óháða umfjöllun fjölmiðla.
Krafa um bann við kosingaauglýsingum (þar á meðal dulbúnar, s.s. skoðanakannanir) vikuna fyrir kosningar.
Krafa um að þingmenn muni eftir þjóðinni og taki oftar höndum saman, með öðrum orðum að þingmannamál fái afgreiðslu:
- sjá: "Þrátt fyrir ýmis ytri merki er íslenskt þingræði nafnið eitt. Í raun eru flest afgreidd lög frá Alþingi runnin undan rifjum ríkisstjórnar (stjórnarfrumvörp)." Útdráttur úr Portrait de l'Islande eftir Jacques Mer. París 2004.
- sjá: Ríkisstjórn 120, þingmenn 2 (10. september 2008)
Krafa um að allt aðhald verði styrkt.
Krafa um skýra stefnu og efndir eftir kosningar.
- Stjórnarsáttmálinn er reyndar mjög fyndin lesning.
o.s.frv.
UMHVERFISMÁL
Áherslur umhverfisráðherra (pdf-skjal frá október 2007).
Hver er stefnan í umhverfismálum á vefjum flokkanna í dag?
Í kosningunum 12. maí 2007 buðu sex flokkar fram í öllum kjördæmum:
xD Sjálfstæðisflokkurinn: Umhverfis- og auðlindamál Stefna
xS Samfylkingin: Lýðræði og umhverfisstefna Kosningastefna 2007
xV Vinstri grænir: Náttúra og umhverfi Stefna VG
xB Framsóknarflokkur: Sjá: "Náttúrugæði" Stefna
xF Frjálslyndir: Sjá: "Umhverfismál" Stefna
xI Íslandshreyfingin: Ábyrg umhverfisstefna Stefnuyfirlýsing
Allir fá þeir af þeim hálfa milljarði sem stjórnmálaflokkar fá úr ríkissjóði 2009 en hvaðan fá þeir annan fjárstyrk?
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 17:02
Dreifa kröftunum? "Með hvaða hætti?" Úrræðaleysi ráðherra
Lánsfjármögnun frá fimm bönkum til að ráðast í verkið (Helguvík). Allt gert fyrir lánsfé og aftur lánsfé. Skuldir og aftur skuldir. Þjóðin er ekki belja sem endalaust er hægt að blóðmjólka.
"Í Helguvík er blómlegt atvinnulíf þar er stórskipahöfn, loðnubræðsla, loðnuflokkunarstöð, sementssala, steypustöð og malbikunarstöð. Til stendur að fjölga enn stórum fyrirtækjum í Helguvík." segir á reykjanes.is
Kakan, starfsleyfið er frá 10. september 2008 (pdf-skjal), er hjá Íslenskum aðalverktökum ÍAV:
"Íslenskir aðalverktakar sf. voru upphaflega stofnaðir að frumkvæði íslenskra stjórnvalda til að uppfylla samningsskyldur Íslands gagnvart Bandaríkjum Norður-Ameríku samkvæmt samningi um íslenska verktöku fyrir varnarliðið frá 1954. Félagið verður því 50 ára á árinu 2004 og er eitt allra elsta starfandi verktakafyrirtæki á Íslandi."
"ÍAV sér um byggingu kerskála fyrir álver Norðuráls í Helguvík. Framkvæmdirnar fela í sér byggingu kerskála sem og aðstöðusköpun á vinnusvæðinu, jarðvinnu, uppsteypu, forsteyptar einingar, stálvirki, klæðningar og ýmsan frágang.
Heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins, sem tekinn verður í gagnið fyrir árslok árið 2010, nemur um 70 til 80 milljörðum íslenskra króna. Ef miðað er við álverð í dag er áætlað útflutningsverðmæti þegar fyrsti áfangi verður kominn í fullan rekstur um 35 milljarðar á ári. Starfsmannafjöldi verður um 400 manns og að auki skapast afleidd störf í samfélaginu fyrir um 600 manns til viðbótar. Álverið verður það fyrsta í heiminum sem eingöngu er knúið jarðvarmaorku."
Verkstopp ÍAV við Reykjavíkurhöfn:
"ÍAV hófu í mars 2006 undirbúningsframkvæmdir vegna byggingar tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn. Byggingin verður um 26.000 fermetrar að stærð og mun m.a. rúma tónleikasal sem tekur 1.800 manns í sæti, tvískiptanlegan ráðstefnusal með 750 sætum, kammermúsíksal með 450 sætum og minni sal/aðstöðu fyrir 180-200 áheyrendurmeginhluta á tveimur hæðum. Verklok eru áætluð haustið 2009." Þar er hvorki talað um störf eða afleidd störf. Er það séráróðursbragð álmessunnar?
Samkvæmt reikningum Samfylkingarinnar (pdf-skjal) voru "frjáls framlög og styrkir" óvenjuháir 2006 eða tæpar 45 milljónir. Hvaðan skyldu þeir peningar koma? Og hvar eru reikningar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins? Til samanburðar voru "framlög styrktarmanna" og "aðrar fjáraflatekjur" samkvæmt ársreikningi Vinstri grænna (pdf-skjal) um 5 milljónir 2006. "Framlög fyrirtækja og einstaklinga" tæpar 4 milljónir samkvæmt ársreikningi Frjálslynda flokksins 2006. Hvort sem reikningar eru opnir eða ekki kemur hvergi fram hvaða fyrirtæki styrkja flokkana og því breyta opnir reikningar litlu um gagnsæi. Flokksræðið í íslenskri pólitík er óheyrilegt og grunurinn um hagsmunatengsl sterkur.
Össur má fara mín vegna.
Ekki virkjað til álbræðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 12:17
Gefa stóriðju rafmagn en hækka rafmagn til allra annarra...
Rétt er að minna á skrif formanns Sjálfstæðisflokksins, Jóhanns Hafstein, í Morgunblaðinu 24. september 1971, bls. 17: "Það er rétt að minna á í upphafi, að það var stefna fyrrverandi ríkisstjórnar að leggja áherslu á stórvirkjanir í fallvötnum landsins, því að með þeim hætti væri almenningi tryggð ódýrust raforka."
Því þurfum við endalaust að borga álversbrölt stjórnvalda? Skyldi fyrirhuguð endurbygging og efling raforkuflutningakerfisins á Suðvesturlandi vera orsök hækkunarinnar... nei, það er Landsnet, eða hvað... er hvað?
RARIK ohf. hlutafélag í eigu ríkisins
"Með breytingum á raforkulögum hætti RARIK að sinna heildsölu rafmagns. Landsnet hf tók til starfa 1. janúar 2005 og er hlutverk þess að sinna meginflutningi rafmagns í landinu. Meirihluti stofnlínukerfis RARIK var seldur til Landsnets hf og eignaðist RARIK þá hlut í Landsneti, og á nú rúm 22% í félaginu."
Þó er það RARIK en ekki Landsnet sem hækkar verð fyrir dreifingu og flutning raforku um 15% um þessi áramót...
"Með tilkomu nýrra orkulaga árið 2003 og ákvæðum um aðskilnað samkeppnis- og einkaleyfisþátta var ákveðið að stofna sérstakt dótturfélag, Orkusöluna, um framleiðslu og sölu á vegum fyrirtækisins. Orkusalan, sem tók til starfa í ársbyrjun 2007 er 99.8% í eigu RARIK ohf."
ORKUSALAN ehf. dótturfyrirtæki RARIK
"Orkusalan ehf. var stofnuð 10. mars 2006 en formleg starfsemi hennar hófst 1. febrúar 2007. Orkusalan er dótturfyrirtæki RARIK og er tilgangur þess fyrst og fremst að sjá um kaup, sölu og framleiðslu raforku í smásölu. Með breytingum á raforkulögum í janúar 2005 var sala á raforku gefin frjáls. Samkeppni var innleidd í raforkuframleiðslu og raforkusölu en flutningur frá virkjun til neytenda er eftir sem áður háður einkaleyfi. Við stofnun Orkusölunnar hætti RARIK raforkusölu en sér eftir sem áður um dreifingu raforku á sínum svæðum."
LANDSNET hf.
"Eigendur Landsnets hf. eru Landsvirkjun (64,73%) , RARIK (22,51%), Orkuveita Reykjavíkur (6,78%) og Orkubú Vestfjarða (5,98%) en þessir aðilar hafa lagt flutningsvirki sín inn sem hlutafé í fyrirtækið. Allar dreifiveitur og stórnotendur eru tengdar við flutningskerfi Landsnets hf. Flutningskerfið innifelur öll flutningsvirki á spennu sem er 66 kV og hærri. Nokkur flutningsvirki á 33 kV spennu tilheyra einnig flutningskerfi Landsnets hf." Flutningskerfi
"Landsnet á og rekur allar megin flutningslínur rafmagns á Íslandi. Til stofnlínukerfisins teljast allar línur sem eru með 66 kV spennu og hærri auk nokkurra 33 kV lína. Hæsta spenna í rekstri hér á landi er 220 kV [749 km] en stór hluti kerfisins er 132 kV [1.167 km] en lítill hluti [!] er 66 kV og 33 kV [1000 km]. Þá hafa síðustu línur á SV-landi verið byggðar sem 420 kV línur þó svo að rekstrarspenna þeirra sé 220 kV."
220 kV: s.s. Járnblendilína (1978), Hamraneslínur (1969), Sultartangalínur (1982 og 1999), Búrfellslínur (1969, 1973, 1992, 1998), Hrauneyjafosslína (1982), Sogslína 3 (1969).
132 kV: s.s. Sogslína 2 (1953), Teigarhornslína (1981), Blöndulínur (1977, 1991), Korpulína (1974), Kröflulínur (1977, 1978), Mjólkárlína (1981), Glerárskógalína (1978), Sigöldulína 4 (1984).
Á verkefnavef Landsnets um Suðvesturlínur: Fyrirhuguð endurbygging og efling raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi.
Framkvæmdirnar í hnotskurn. Helguvíkurgildran..
LANDSVIRKJUN er sameignarfélag í eigu ríkisins síðan 1. janúar 2007
"Landsvirkjun selur rafmagn til stóriðjunotenda og sölufyrirtækja á almennum markaði. Meðal viðskiptavina okkar eru orkufyrirtæki landsins sem og stóriðjunotendur. Samningar við stóriðjunotendur eru að jafnaði langtímasamningar sem byggjast á löngu undirbúningsferli."
Skilur þetta einhver? Þeir eiga hvern annan... ríkið á RARIK og Landsvirkjun, RARIK á Orkusöluna og Landsvirkjun á meirihluta í Landsneti... en Landsvirkjun þarf að fjármagna suðuvesturlínurnar til að tryggja Helguvíkurvitleysunni stöðugt rafmagn af byggðalínunni... og svo hækkar RARIK rafmagn... en ekki til stóriðju neeeeeeeeeei... þó hafði RARIK hætt að sinna heildsölu rafmagns í ársbyrjun 2005...
Orkuverð RARIK hækkar um 7-14% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 7.1.2009 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)