Loksins loksins sjálfsögð mannréttindi

Biðin hefur verið ansi löng eftir fullgildingu Árósasamningsins og er fréttin sérstakt fagnaðarefni.

Til hamingju Ísland, segi ég nú bara líka.

Nokkuð er síðan Norðurlöndin staðfestu Árósasamninginn, þ.e. öll nema Ísland. Danir staðfestu Árósasamninginn 29. sept. 2000, Norðmenn 2. maí 2003, Finnar 1. sept. 2004, Evrópusambandið 17. febrúar 2005 og Svíar 20. maí 2005.

Hví er sá samningur svona mikilvægur?
í formála Árósasamningsins sem var undirritaður í Árósum 25. júní 1998:
- er sérstök áhersla lögð á tvö grundvallaratriði: umhverfisrétt sem mannréttindi annars vegar og mikilvægi aðgangs að upplýsingum [1], þátttöku almennings [2] og aðgangs að réttlátri málsmeðferð við sjálfbæra þróun hins vegar [3].
- er sú hugmynd að fullnægjandi umhverfisvernd sé undirstaða þess að menn geti notið grundvallarmannréttinda tengd þeirri hugmynd að hver einstaklingur eigi rétt á að lifa í heilbrigðu umhverfi og honum beri skylda til að vernda umhverfið.
- er síðan dregin sú ályktun að til þess að geta krafist þessa réttar og sinnt þessari skyldu verði borgarar að hafa aðgang að upplýsingum [1], hafa rétt til þátttöku í ákvarðanatöku [2] og njóta réttlátrar málsmeðferðar í umhverfismálum [3].
- er viðurkennt að sjálfbær og vistvæn þróun byggist á virkri ákvarðanatöku stjórnvalda sem grundvallist bæði á umhverfislegum sjónarmiðum og framlagi almennings. Þegar stjórnvöld veiti almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál og geri honum kleift að eiga aðild að ákvarðanatöku stuðli þau að markmiðum samfélagsins um sjálfbæra þróun.

3. apríl 2006 var aðeins fyrsti af þremur þáttum Árósasamningsins loks löggiltur á Íslandi: Lög um upplýsingarétt um umhverfismál (EES-reglur).

Sjá Náttúruvaktin : Samningar


mbl.is Árósasamningurinn verður fullgiltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband