Dreifa kröftunum? "Með hvaða hætti?" Úrræðaleysi ráðherra

Lánsfjármögnun frá fimm bönkum til að ráðast í verkið (Helguvík). Allt gert fyrir lánsfé og aftur lánsfé. Skuldir og aftur skuldir. Þjóðin er ekki belja sem endalaust er hægt að blóðmjólka.

"Í Helguvík er blómlegt atvinnulíf þar er stórskipahöfn, loðnubræðsla, loðnuflokkunarstöð, sementssala, steypustöð og malbikunarstöð.  Til stendur að fjölga enn stórum fyrirtækjum í Helguvík." segir á reykjanes.is

Kakan, starfsleyfið er frá 10. september 2008 (pdf-skjal), er hjá Íslenskum aðalverktökum ÍAV:

"Íslenskir aðalverktakar sf. voru upphaflega stofnaðir að frumkvæði íslenskra stjórnvalda til að uppfylla samningsskyldur Íslands gagnvart Bandaríkjum Norður-Ameríku samkvæmt samningi um íslenska verktöku fyrir varnarliðið frá 1954. Félagið verður því 50 ára á árinu 2004 og er eitt allra elsta starfandi verktakafyrirtæki á Íslandi."

"ÍAV sér um byggingu kerskála fyrir álver Norðuráls í Helguvík.  Framkvæmdirnar fela í sér byggingu kerskála sem og aðstöðusköpun á vinnusvæðinu, jarðvinnu, uppsteypu, forsteyptar einingar, stálvirki, klæðningar og ýmsan frágang.

Heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins, sem tekinn verður í gagnið fyrir árslok árið 2010, nemur um 70 til 80 milljörðum íslenskra króna. Ef miðað er við álverð í dag er áætlað útflutningsverðmæti þegar fyrsti áfangi verður kominn í fullan rekstur um 35 milljarðar á ári. Starfsmannafjöldi verður um 400 manns og að auki skapast afleidd störf í samfélaginu fyrir um 600 manns til viðbótar. Álverið verður það fyrsta í heiminum sem eingöngu er knúið jarðvarmaorku."

Verkstopp ÍAV við Reykjavíkurhöfn:

"ÍAV hófu í mars 2006 undirbúningsframkvæmdir vegna byggingar tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn. Byggingin verður um 26.000 fermetrar að stærð og mun m.a. rúma tónleikasal sem tekur 1.800 manns í sæti, tvískiptanlegan ráðstefnusal með 750 sætum, kammermúsíksal með 450 sætum og minni sal/aðstöðu fyrir 180-200 áheyrendurmeginhluta á tveimur hæðum. Verklok eru áætluð haustið 2009." Þar er hvorki talað um störf eða afleidd störf. Er það séráróðursbragð álmessunnar?

Samkvæmt reikningum Samfylkingarinnar (pdf-skjal) voru "frjáls framlög og styrkir" óvenjuháir 2006 eða tæpar 45 milljónir. Hvaðan skyldu þeir peningar koma? Og hvar eru reikningar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins? Til samanburðar voru "framlög styrktarmanna" og "aðrar fjáraflatekjur" samkvæmt ársreikningi Vinstri grænna (pdf-skjal) um 5 milljónir 2006. "Framlög fyrirtækja og einstaklinga" tæpar 4 milljónir samkvæmt ársreikningi Frjálslynda flokksins 2006. Hvort sem reikningar eru opnir eða ekki kemur hvergi fram hvaða fyrirtæki styrkja flokkana og því breyta opnir reikningar litlu um gagnsæi. Flokksræðið í íslenskri pólitík er óheyrilegt og grunurinn um hagsmunatengsl sterkur.

Össur má fara mín vegna.


mbl.is Ekki virkjað til álbræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkja mannauðinn?

græna loppan (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband