Öldungar hafsins

Heili hvala er þroskaðri en flestra annarra spendýra. 

Lífslíkur langreyðar eru um 90 ár. Langreyðar koma hingað á vorin og dvelja fram á haust. Þá er talið að langreyðar haldi sig djúpt vestur og suður af landinu yfir vetrartímann. Áætlaður fjöldi á hafsvæðinu við Ísland 16-19.000 dýr.

Lífslíkur sandreyðar eru 80 ár. Talið er að allt að 10.000 sandreyðar komi upp að ströndum landsins að sumarlagi.

Lífslíkur hrefnu eru um 50 ár. Áætlaður fjöldi við Ísland um 50-60.000 dýr.

Tannhvalir verða kynþroska um fimmtán til tuttugu ára gamlir og flestir skíðishvalir [m.a. langreyðar og hrefnur] við sex ára aldur að frátöldum hnúfubaknum [lífslíkur 95 ár] sem nær kynþroska um tvítugt og búrhval [lífslíkur um 70 ár].

Meðgöngutími hvala er mismunandi eftir tegundum, allt frá átta að átján mánuðum. Venjulega bera hvalkýr annaðhvert ár og ala af sér einn kálf í senn. Tvíburar eru sjaldgæfir.

Fengitíma flestra hvalategunda er á haustin eða vorin. Sjávarhiti og birtutími hefur áhrif á það hvenær æxlun fer fram.

Heimild:
Ásbjörn Björgvinsson & Helmut Lugmayr Hvalaskoðun við Ísland. JPV- útgáfa, 2002.

Fróðleikur um hvali hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Langreyður (kvk.), um langreyði, frá langreyði, til langreyðar; steypireyðar, um steypireyðar, frá sandreyðum, til langreyða.

Hvalamiðstöðin á Húsavík og Hvalaskoðun (2002).

HVALASKOÐUN

Hvalaskoðun eftir áætlun frá Húsavík: Norðursigling og Gentle Giants
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Húsavík: Norðursigling
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Hauganesi, Eyjafirði: Níels Jónsson
Hvalaskoðun eftir áætlun frá Dalvík: Sjóferðir
Hvalaskoðun, Hólmavík, frá landi í Steingrímsfirði: Wow!
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Drangsnesi við Steingrímsfjörð á Ströndum: Sundhani
Hvalskoðun eftir áætlun frá Reykjavík: Elding og Hvalalíf
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Grindavík/Sandgerði: Elding
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Ólafsvík: Sæferðir
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Vestmannaeyjum: Viking Tours
Að gera sér ferð til Íslands í hvalaskoðun: Whale Watching City Break

Afmörkun svæða fyrir hvalaskoðun, viðbrögðin við tillögunum hafa eflaust tafið reglugerðina um málið því hún er enn ókomin. 30. apríl 2009 : reglugerðin er tilbúin.

HVALVEIÐAR

Bannað er að veiða:
a) Hvalkálfa, hvali á spena og kvenhvali, sem kálfar eða hvalir á spena fylgja.

b) Grænlands-sléttbak
[í útrýmingarhættu], Íslands-sléttbak [í útrýmingarhættu], hnúfubak,  [lífslíkur um 95 ár]steypireyð [lífslíkur 90 ár] og búrhval [lífslíkur um 70 ár].
c) Langreyðar [lífslíkur 90 ár] innan við 55 fet eða 16,8 metra að lengd og sandreyðar [lífslíkur 80 ár] innan við 40 fet eða 12,2 metra að lengd og búrhvali [lífslíkur um 70 ár] innan við 35 fet eða 10,7 metra að lengd.
(breyt. 304/1983)
Þó má veiða langreyðar yfir 50 fet (15,2 m) og sandreyðar yfir 35 fet (10,7 m) fyrir íslenzkar landstöðvar, enda sé hvalkjötið þá notað til manneldis eða skepnufóðurs á Íslandi.

Reglugerð um hvalveiðar 163/1973 en 1. gr. var breytt fyrir stuttu með 359/2009  Gömlu lögin frá 1949: Lög um hvalveiðar 26/1949 

10. mars 2009 : Hrefnuveiðileyfi auglýst

7. apríl 2009 : Tillaga nefndar um ný lög um hvali

18. apríl 2009 : Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við Ísland

HVALIRNIR Á ALÞINGI

9. febrúar 2009 : Umræða utan dagskrár um hvalveiðar.

11. febrúar 2009 : Tillaga Einars K. o.fl. til þingsályktunar um veiðar á hrefnu og langreyði sem ráðherrann hafði þó tæklað með reglugerð 27. janúar 2009, þ.e. nokkrum dögum áður en hann hvarf úr ráðherrastól.

11. febrúar 2009 : Útflutningur hvalafurða (munnlegt svar (= umræður) við fyrirspurn á Alþingi)

17. febrúar 2009 : Um fundarstjórn vegna þingsályktunartillögunnar um hvalveiðar. Tilgangurinn? Eilítil sýndarmennska en eflaust sá sami og með tillögunni sjálfri að reyna að fella stjórnina á hvalnum...

Daginn eftir :  Kvalræði sjávarútvegsráðherra. Sjá einnig : Varðandi hvalveiðar.

13. mars 2009 :  Markaður fyrir hvalkjöt (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi). 

16. apríl 2009 :  Vinnsla hvalafurða (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi).

16. apríl 2009 :  Fiskmarkaðir og hvalveiðar (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi).


mbl.is Skora á sjávarútvegsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú vísar þarna í einhverja grein sem segir að heili hvala sé mjög þroskaður miðað við önnur spendýr en þó hef ég sjaldan vitað um vitlausari dýr á minni ævi.

Sönnun, (man ekki nákvæmlega hvar þetta var og nákvæmlega á hvaða árum). En svo vill til að það var maður frá noregi sem rak hér hvalveiðistöð í einhverjum firði og á hverju einasta sumri kom hnúfubakur inní fjörðin með kálf með sér, og þarna sá norðmaðurinn sér góðan leik og skaut kálfin. Næsta ár gerðist nákvæmlega það sama og þetta gerðist mörg ár í röð að hnúfubakur kom inní fjörðin með kálf og sem var svo veiddur. Síðasta árið sem norðmaðurinn rak hvalveiðistöðina ákvað hann að ná kálfinum og hinum hvalnum í leiðinni. Næstu ár kom enginn hvalur í fjörðin. Þarna sjáum við að þetta voru alltaf sami hvalurinn sem kom með kálfin sinn. 

Þetta segir okkur að hvalir læra ekki af reynslunni og þótt þeir séu skotnir ætti það ekki að hafa áhrif á hegðun þeirra.

Þannig núna sjáum við að til eru engin gild rök sem eru á móti hvalveiðum, allavegana hef ég ekki heyrt þau hingað til.

Daði (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Hvalkýr bera ekki á hverju ári..

GRÆNA LOPPAN, 2.5.2009 kl. 19:00

3 identicon

Ertu að grínast, þegar ég kem með nógu góð rök þá hendiru þeim af síðunni! (nema ég hafi ekki samþykt þau sjálfur).

En meðgöngutími hvalkúa er 11 mánuðir og í venjulegu árferði geta þær borið á tveggja ára fresti, en eins og ég sagði þá mundi ég þetta ekki alve... En allavegana hefur ekki sést hvalur þarna síðan hvalkýrin var skotin.

Daði (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:24

4 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Norðmenn gengu hart fram og rústuðu gjörsamlega sléttbak... Það er einmitt, samkvæmt þér, norsari, sem gerði út á hval frá einhverjum firði (hjá okkur væntanlega), sem segir söguna...

Hvaða rök ertu að tala um Daði?

GRÆNA LOPPAN, 3.5.2009 kl. 16:21

5 identicon

Öll sem ég hef heyrt, hefur þú einhver góð rök gegn hvalveiðum?

Daði (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:50

6 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Hvaða rök hefur þú heyrt sem þér huggnast?

GRÆNA LOPPAN, 6.5.2009 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband