Bráðabirgðamat á aðildarhæfni...

Hvað sem hver og einn hugsar sér í aðildarmálum, uppfyllir Ísland ekkert skilyrði eins og er varðandi þátttöku í efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU)...

Fyrsta skrefið gæti þó einfaldlega orðið bráðabirgðamat á aðildarhæfni Íslands sem framkvæmdastjórn ESB myndi gera.

Annað skrefið væri lítið vandamál því með EES-samstarfinu [1. janúar 1994] hefur Ísland þegar tekið upp allt að 80% af allri löggjöf ESB. Þó ber þess að geta að EES-samningurinn tekur ekki til sjávarútvegsmála að öðru leyti en því sem kveðið er á með sjávarafurðir... í samningnum er því ekki hróflað við óskoruðum yfirráðum Íslendinga yfir fiskimiðum við landið. Það sama á við um Norðmenn og fiskimið þeirra. Landbúnaði og sjávarútvegi var, að ósk Íslands og Noregs, haldið utan við samninginn.

Það væri ekki fyrr en í framhaldinu sem eiginlegar aðildarviðræður ættu sér stað...

Við ættum væntanlega samleið með hinum Norðurlöndunum... Danir gengu í Evrópusambandið (ESB) árið 1973 en SvíÞjóð og Finnland árið 1995. Aðeins eitt Norðurlandanna, Finnland, er í efnahags- og myntbandalaginu (EMU), þ.e. aðeins þeir eru með evruna, enn sem komið er.

Norðmenn eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Íslendingar en þeir sögðu nei við aðild að ESB um árið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Án þeirra væri þó afar erfitt að ímynda sér aðild að ESB vegna sameiginlegra hagsmuna Íslands og Noregs, m.a. i sjávarútvegsmálum.

Meirihluta þingmanna Evrópuþingsins (EÞ) þarf til að samþykkja nýjan aðildarsamning.

Hvert aðildarríki fer með forsæti í ráðherraráðinu í sex mánuði í senn en það er valdamesta stofnun ESB og er sá vettvangur þar sem aðildarríkin gæta hagsmuna sinna. Ráðherraráðið fer með löggjafarvald í ESB ásamt Evrópuþinginu. Hvert aðildarríkjanna á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda. Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig sitja umhverfisráðherrar fundi ráðsins um umhverfismál o.s.frv.

Leiðtogaráð ESB er æðsti vettvangur ákvarðanatöku og samninga í ESB, jafnvel þótt það sé ekki stofnun ESB í lagalegum skilningi. Það er skipað þjóð- og ríkisstjórnarleiðtogum aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnarinnar. Mikilvægustu ákvarðanir um framþróun, innihald og skipulag ESB-samstarfsins hafa átt sér stað í leiðtogaráðinu, þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, settar í löggjöf og framkvæmdar á vegum stofnana ESB (ráðherraráðs, framkvæmdastjórnar, Evrópuþings og Evrópudómstólsins). Við atkvæðagreiðslur í ráðinu hefur hvert aðildarríki atkvæðavægi sem í stórum dráttum endurspeglar íbúafjölda þess, en hefð er fyrir því að smærri ríkin hafi hlutfallslega meira atkvæðavægi miðað við íbúafjölda en hin fjölmennustu.

Framkvæmdastjórnin er skipuð af fulltrúum frá öllum aðildarríkjum. Hún er stundum sögð ígildi stjórnar ESB. Starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar skipta þúsundum og fagdeildir voru 24 árið 2003.

Framundan (4. til 7. júní eftir löndum) eru kosningar til Evrópuþingsins (EÞ). Þingmennirnir verða nú 736. Kosið er á fimm ára fresti. Áhuginn á Evrópukosningunum er afar misjafn.

Frambjóðendur geta verið af mismunandi þjóðernum á sama lista en það er þó ekki algengt. Daniel Cohn-Bendit ku hafa hikað milli Þýskalands og Frakklands en hann og Eva Joly bjóða sig nú fram á Parísarsvæðinu til Evrópuþingsins en það er eitt átta kjördæma kosninganna í Frakklandi. Bæði eru þau vel þekkt. Kosningabaráttan er hafin í ESB-löndunum 27. Þess ber að geta að mynstrið á Evrópuþinginu er álíka pólitískt og á þjóðarþingum.

Svíar kjósa 18 þingmenn á Evrópuþingið en Finnar og Danir 13. Samtals eru þingmennirnir 44 frá Norðurlöndunum. Þeir yrðu því rúmlega 60 ef Norðmenn og Íslendingar bættust við.

Þingmennirnir frá Þýskalandi eru flestir eða 99, frá Frakklandi, Ítalíu og Bretlandi eru þeir 72, frá Spáni og Póllandi 50, frá Rúmeníu 33, frá Hollandi 25, frá Belgíu, Grikklandi, Ungverjalandi og Portúgal 22 o.s.frv. Fæsta þingmenn hefur Malta eða 5 en næst koma Kýpur, Eistland og Lúxemborg með 6.

Næst verður kosið 2014. Það er því tími til stefnu og bráðabirgðamat á aðildarhæfni til að byrja með gæti því virkað róandi...

Heimild m.a. :
Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide, Dag Harald Cales, Hanne Ulrichsen og Asle Toje : Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða "svissnesk lausn"? Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands / Norsk Utenrikspolitisk Institutt, 2003.


mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Þú skrifar að þingmennirnir verði 736.  Þeim fækkar þá því í þessari skýrslu segir að þeir séu 785 og myndu íslenskir verða 5.  Er sjálfgefið að Norðurlöndin séu saman í hóp innan ESB ?
 Hvaða þjónustutilskipun er um að ræða hér á forsíðu Moggans á kjördag,  þessa kennda við Bolkenstein ?

Pétur Þorleifsson , 3.5.2009 kl. 15:54

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Já, þingmönnunum á EÞ fækkar um 49 úr 785 í 736 í ár. Fækkar um einn hjá Norðurlöndunum en mest hjá Frakklandi, Ítalíu og Bretlandi eða 6.

Norðurlöndin voru samstíga varðandi Schengen... "Framtíð norræna vegabréfasambandsins var leyst með aukaaðild Íslands og Noregs að Schengen-sáttmálanum. Þannig gátu öll Norðurlöndin fimm undirritað sáttmálann samtímis, 1996. Aðild Íslands að Schengen-samstarfinu gekk að fullu í gildi 25. júní 2001."

Annars geta ýmsir rottað sig saman á EÞ, s.s. eftir málaflokkum eða hugsjónum, til hægri vinstri miðju grænir... Flokkar og hreyfingar bjóða fram til EÞ.

Þjónustutilskipunin gefur alla þjónustu frjálsa nema almannaþjónustu en það er miðað við upprunalandið. Þannig eiga lög í því landi sem þjónustan er boðin ekki við heldur lög upprunalandsins ef viðkomandi vinnur styttra en átta daga. Áhyggjurnar eru vegna kaupsins sem er ekki það sama í Evrópulöndum. Ríkari löndin óttast flóðöldu, t.d. iðnaðarmanna, sem væru á mun lægri töxtum og í framhaldinu atvinnuleysi innlendra...

Það eru fleiri en vinstri grænir sem hafa áhyggjur af þessu og hefur mótmælaalda farið um alla Evrópu... því var skellt á fundi í ráðherraráðinu 22. mars sl. og því lofað að Bolkenstein-textinn færi í rækilega endurskoðun.

Þetta hefði mátt fylgja með í fréttinni !

GRÆNA LOPPAN, 3.5.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Nei, úbs, ég las gamla grein... fundurinn var 22. mars 2005... upphafleg gerð tilskipunarinnar var almennt uppnefnd pólski píparinn.

Textanum var breytt í Evrópuþinginu 4. apríl 2006. Þetta með upprunalandið var tekið út og eitt af fjórfrelsinu sett í staðinn (frjálst flæði vöru, þjónustu, (launa)fólks og fjármagns) en þó er grátt svæði sem enginn veit almennilega hvað þýðir...

Því er þetta kosningamál í kosningunum til EÞ sjá mynd.

GRÆNA LOPPAN, 3.5.2009 kl. 17:31

4 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

 Það voru Frakkar og Hollendingar sem þverneituðu að samþykkja tilskipunina á sínum tíma og er uppnefnið síðan þá.

Það kemur síðan í ljós hvað ESB-ríkin segja við tilskipuninni þegar kemur að því að staðfesta hana, líklega eftir Evrópukosningarnar. EES-löndin eru í sama bolla án þess þó að geta haft áhrif...

GRÆNA LOPPAN, 3.5.2009 kl. 19:10

5 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Annars held ég að sumir gleymi því að á Evrópuþinginu (EÞ) : "skipa þingmenn frá mismunandi aðildarríkjum sér í flokka eða hópa eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðerni" (bls. 23 í skýrslunni sem þú vísar til). Svipað og á þjóðþingum...

GRÆNA LOPPAN, 3.5.2009 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband