Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Þögnin langa...

Eftir ár á Moggablogginu (2008-2009) - löng þögn - rofin í Bloggheimum fyrst (2010-2011), á Smugublogginu svo (2011-2013) ; Sjá t.d. vefsafn.is.


Sérhagsmunablað Davíðs, oj bara...

Pólitíkusar hafa ekkert að gera sem seðlabankastjórar, hvað þá ritstjórar dagblaðs !

Ég tek undir með Þóru Kristínu, sem ég sé mikið eftir:

Það er virkilega orðin spurning hvort blaðamennska á Íslandi sé mönnum bjóðandi".

Skari sýndi fullkomlega vanþekkingu sína á hlutverki fjölmiðla í lýðræðisríki í Kastljósi. Hann kann bara á það hvernig fjölmiðlar verða (mis)notaðir í þágu einhvers eða einhverra. Blaðið hefur skoðun...

Blaðamennska

Blaðamennska er göfugt fag sem er lýðræðinu sérlega mikilvægt. Fjölmiðlum er hvorki ætlað að drottna né að þjóna sérhagsmunum. Skyldur blaðamanna eru ríkar : þeirra er að upplýsa og að veita aðhald. Fagmennskan er faginu mikilvæg. Óhætt er að fullyrða að hvergi í lýðræðisríkjum tíðkist það sem nú hefur gerst í íslenskum blaðaheimi. Fáheyrð firra.

Hver sjálfum sér næstur?

Einkennilegt að aðrir blaðamenn á Mogga skuli ekki segja upp til varnar faginu, til stuðnings brottrekinna félaga, í mótmælaskyni við hreinsunina á blaðinu og ráðningu Davíðs. Við höfðum þörf fyrir annað, þörf fyrir fjölmiðla sem er treystandi. Það hafði rofað til og fjölmiðlar loks vaknað upp til hlutverks síns á erfiðum tímum. Með ráðningu Davíðs er ástandið í fjölmiðlamálum horfið 30 ár aftur í tímann, skurðgrafahernað. Á fjölmiðlum á ekki að vera neitt kverkatak, hvorki pólitískt né annað. Blaðamennska snýst um annað og meira. 

Þrengt að frjálsri og faglegri blaðamennsku".

 

Örlög Moggans

"Ritstjórinn á Morgunblaðinu, Ólafur Stephensen, hefur látið af störfum sökum þess að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er nýjum eigendum blaðsins ekki að skapi."

Mogginn hafði reynt um nokkurt skeið að verða alvörudagblað en nú er trúverðugleikinn horfinn. Tvær spurningar vakna : Þurftu þeir að reka 40 manns til að borga ritstjórunum kaup? Og fyrst þeir voru svo vitlausir að reka m.a. þá bestu, vaknar hin spurningin :

Hvert fer Þóra Kristín ? 

 

Kveðja.

Um 35 þúsund flettingar á árinu og hér læt ég staðar nema.

Þakka samfylgdina!


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...neeeeeeeeeeeeeeei...

... það væri dauðadómur...
mbl.is Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sundlar sumum við órólega myndavél

eins og hún er þegar ráðherrarnir eru myndaðir ... klipping er enn með ágætum og myndirnar skemmtilegar að öðru leyti. Betur má ef duga skal ;)
mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sátt við myndatökuna

Hún er ágeng. Undarlegar nærmyndir. Vantar virðingu fyrir myndefninu.
mbl.is Ekki ríkisábyrgð á leynisamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að taka mér blogghlé

Ef ég mætti koma með þrjár tillögur fyrir hlé: að fjölmiðlar vísi beint í mál á alþingisvefnum í lok þingfrétta í vefútgáfum blaðanna, að til verði Útvarp Alþingi og að fjölmiðlar leiti á jákvæð mið eftir bestu getu, þó ekki væri nema í bland...

Það er þreytandi til lengdar að vera í vandræðum og heyra til viðbótar um vandræði og frekari spár um vandræði... blogggjammið bætir yfirleitt gráu ofan á svart og virkar stundum eins og hver sletti sínum blautu tuskum af sérstakri áfergju. Mæli með kermit til að bæta bragðið. Honum tekst oft vel til. Lengir hláturinn ekki lífið?

Óska vinstristjórninni velfarnaðar. Sé eftir Kolbrúnu en fegin að utanþingsráðherrarnir verða áfram o.s.frv. Vona að fjölmiðlar standi sig í stykkinu og að stjórnarandstaðan verði uppbyggileg. Við syndum jú öll í súpunni og þurfum öll sem eitt í skjól upp á brún...

Gaman annars að hlusta á klára konu :)


Meiri dellan

Þeir hafa jú haft frelsi til að bulla út í eitt árum saman... það er ekki fyrr en allt hrynur að þeir vakna...
mbl.is Íslenskir fjölmiðlar njóta mest frelsis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasetningin

Í fréttatilkynningu FME sem hér er birt er setningin "Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að fylgjast með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti." Málið er að það eru nokkrar efasemdir um að FME hafi fyllilega sinnt því hlutverki í gegnum árin...

Nokkru áður en nýr forstjóri FME er skipaður fer eftirlitið í aðgerðir... gegn blaðamönnum sem birtu greinar ýmist 23. nóvember 2008, 7. eða 14. mars 2009. Þetta vekur eðlilega athygli og nokkra hneykslan. Leitað er til ráðherra um skýringar : Viðskiptaráðherra vill skera blaðamenn úr snörunni.

Sama dag berast fréttir frá rannsóknarnefnd Alþingis, sjá ruv.is og á visir.is. Samkvæmt vef nefndarinnar er þó tekið fram (til hvers?) að aðeins tveir fjölmiðlar hafi mætt á blaðamannafund hjá þeim, Morgunblaðið og Stöð 2. Aðrir fjölmiðlar hljóta þá að hafa látið sér minnisblaðið á vefnum duga en var það ekki sett þar fyrir fjölmiðla sem alla aðra?

Fréttir hjá ríkisstjórninni.

Fréttir hjá FME.

Fréttir hjá sérstökum saksóknara.

En hvað er að frétta af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ?


mbl.is FME telur umræðu ómálefnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingalög í þágu almennings

- Lög um prentrétt 57/1956 (lögunum hefur verið breytt sjö sinnum alls: 1990, þrisvar 1991, 1993, 1998 og 2008)
- Útvarpslög 53/2000
- Bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka 62/1978
- Upplýsingalög 50/1996, sem taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, tóku gildi 1. janúar 1997
- Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga 77/2000
- Lög um upplýsingarétt um umhverfismál 23/2006
- Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007
- Stjórnsýslulög 37/1993
- Lög um umboðsmann Alþingis 85/1997

- Opinn fundur allsherjarnefndar með umboðsmanni Alþingis 24. nóvember 2009

Upplýsingalög í þágu almennings pdf-skjal (vandaður bæklingur frá forsætisráðuneytinu, 2007).


Til hamingju Þóra Kristín !

Frábært og fullkomlega verðskuldað. Ég á mér mörg uppáhaldsfréttaskot og eru þau ekki endilega þau sömu og valin eru (af blaðinu?) en það er synd að hafa ekki aðgang að þeim öllum. Tilvalið kennsluefni í íslensku og menningu á umrótatímum.

Fréttaskotin eru kærkomin nýjung sem hefur bætt umfjöllun á fjölmiðlum almennt og fært hana út meðal fólks og um leið einokar þekkt fólk ekki lengur allar fréttir. Fréttaskotin tilheyra þó netheimum og ná þar með ekki til þeirra sem eru utan þeirra, því miður.

Greinarnar um hitamál síðustu tíma, virkjanir, eftir Önund Pál og RAX eru meiriháttar og vel til fundið að gefa aðgang að fegurðinni á netinu.

Ég hef því miður ekki séð eða heyrt umfjallanir SME en til hamingju!


mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband