Færsluflokkur: Kvikmyndir

Skemmtilegt og fjölbreytnin að aukast með góðu fólki

... en hvernig væri að breyta íslenskum bíóum í kvikmyndahátíð árið um kring? Ekki bara frumsýningar með boðsgestum og kvikmyndahátíðir stundum heldur alvörubíó árið um kring með góðu úrvali, ekki bara verðlaunamyndir. Sleppa sælgætis(græðgis)hléum en selja  eingöngu FYRIR sýningu. Eða þá að bjóða upp á hlébíó með kók og sælgæti og amerískri mynd annars vegar og skemmtilega hlélaus bíó með kvikmyndum annars staðar frá hins vegar. Auglýsa öðruvísi og lækka verðið. Breyta bíómenningunni almennilega. Alvörubíó. Róttæka breytingu takk.


mbl.is Vesturport í bíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert alþjóðlegt við bíóin, nú eða sjónvarpsdagskrána

Það er hálffyndið að vera að þenjast með Alþjóðlega kvikmyndahátíð þegar amerískar bíómyndir tröllríða bíóum borgarinnar og sjónvörpum og hafa gert í áratugi: allt meira og minna úr dreifingarkerfi Kanans. Valið í bíóum mætti vera alþjóðlegra árið um kring sem og í sjónvarpi, þannig yrði kvikmyndahátiðin eðlilega hápunkturinn.

Amerískt bíó. Bíóauglýsingar eru undarleg myndskreyting með upplýsingum í algjöru lágmarki. Hvers lenskar eru myndir, hverjir eru aðalleikarar, leikstjóri, hver klippir, hvenær var myndin gerð o.s.frv. Jú, "fór beint á toppinn í USA" og allar hinar væntanlega ekki. Hvar eru evrópskar myndir??? Indverskar myndir? Japanskar myndir? o.s.frv. arg... Allar praktískar upplýsingar vantar, s.s. hvar bíóin eru og hvaða strætó stoppar þar (jafnvel þótt strætóleiðum hafi illu heilli verið fækkað um helming við breytinguna stóru). Eftir langa dvöl erlendis leitaði ég t.d. dauðaleit að Borgarbíói í bænum, bjóst síst við að það væri á Akureyri...

Amerískt sjónvarp. Sjónvarpsdagskrá í dagblöðum er mjög ábótavant enda mikið um endurtekið efni en það er engin afsökun; það er ekki nokkur sjens að lesa út úr dagskrám hvort eitthvað sé varið í neitt þar. Sjálfstætt mat blaðamanna varla til. Má eflaust þakka fyrir að dagskráin passi við daginn...

Svo fyllir Morgunstund KK á Rás 1 mælinn með amerískri kántrítónlist í morgunsárið... æ, andskotinn.

ps Annars hefur KK þægilega rödd og er hógvær og fínn í kynningum. 


mbl.is Milos Forman heiðursgestur á kvikmyndahátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanabíó

Ameríski kvikmyndaiðnaðurinn gengur út á aðsóknar- og tekjumet umfram annað. Eins og kunnugt er ganga íslensk bíó fyrir Kanann og þekkja mest lítið annað. Hasar, gotteríshlé og grátur. 

Hvenær komumst við út úr þessum kanahring?


mbl.is Transformers fékk mesta aðsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roy Rogers á Alþingi

Ekki eru framsögurnar skemmtilegar á þingi og ansi djúpt á hugsun. Gleyma þingmenn að þeir eru í beinni útsendingu?

Umræður utan dagskrár um verðbætur á lán.... Sjá: Furðulegt að ræða um verðbætur nú.

Síðan er líffærafrumvarpið rætt í eitthvað um þrjá tíma en samt greiðir enginn atkvæði gegn því... (34 segja já og hinir eru fjarstaddir), lyfjalög fá sömu atkvæði.

Þegar endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar fer í 3. umræðu kl. 19, sem sjálfstæðismenn eru greinilega ekki ósammála, gengur vaðallinn aftur endalaust...

Merkilegt þó að heyra sjálfstæðismenn mæra náttúruna, sem þeir annars gefa lítið fyrir. Skýringin er að þeir vilja sjá hana í erlendum kvikmyndum...

Fyrst sjálfstæðismenn eru einu sinni að reyna að fitja upp á einhverju að segja, hvernig væri að tala um það undarlega litla val sem íslenskir bíógestir hafa í kvikmyndahúsum landsins... Hví nær evrópskt dreifikerfi t.d. ekki til Íslands? Nú eða japanskar myndir. Ný mynd eftir Hayao Miyazaki er að koma út en mun líklega aldrei rata í bíó heima... Hvers vegna? Það kemur enda fram í löngu máli að það eru bara hasarmyndir til í hugum þingmanna flokksins... Roy Rogers eða James Bond...

Jamm, og hvernig fóru atkvæði eftir rúmlega þriggja klukkustunda afar undarlegar "umræður"? Jú, enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu (41 sagði já en hinir voru fjarstaddir)...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband