Gefa stóriðju rafmagn en hækka rafmagn til allra annarra...

Rétt er að minna á skrif formanns Sjálfstæðisflokksins, Jóhanns Hafstein, í Morgunblaðinu 24. september 1971, bls. 17: "Það er rétt að minna á í upphafi, að það var stefna fyrrverandi ríkisstjórnar að leggja áherslu á stórvirkjanir í fallvötnum landsins, því að með þeim hætti væri almenningi tryggð ódýrust raforka."

Því þurfum við endalaust að borga álversbrölt stjórnvalda? Skyldi fyrirhuguð endurbygging og efling raforkuflutningakerfisins á Suðvesturlandi vera orsök hækkunarinnar... nei, það er Landsnet, eða hvað... er hvað?

RARIK ohf. hlutafélag í eigu ríkisins

"Með breytingum á raforkulögum hætti RARIK að sinna heildsölu rafmagns. Landsnet hf tók til starfa 1. janúar 2005 og er hlutverk þess að sinna meginflutningi rafmagns í landinu. Meirihluti stofnlínukerfis RARIK var seldur til Landsnets hf og eignaðist RARIK þá hlut í Landsneti, og á nú rúm 22% í félaginu."

Þó er það RARIK en ekki Landsnet sem hækkar verð fyrir dreifingu og flutning raforku um 15% um þessi áramót...

"Með tilkomu nýrra orkulaga árið 2003 og ákvæðum um aðskilnað samkeppnis- og einkaleyfisþátta var ákveðið að stofna sérstakt dótturfélag, Orkusöluna, um framleiðslu og sölu á vegum fyrirtækisins. Orkusalan, sem tók til starfa í ársbyrjun 2007 er 99.8% í eigu RARIK ohf."

ORKUSALAN ehf. dótturfyrirtæki RARIK

"Orkusalan ehf. var stofnuð 10. mars 2006 en formleg starfsemi hennar hófst 1. febrúar 2007. Orkusalan er dótturfyrirtæki RARIK og er tilgangur þess fyrst og fremst að sjá um kaup, sölu og framleiðslu raforku í smásölu.  Með breytingum á raforkulögum í janúar 2005 var sala á raforku gefin frjáls.  Samkeppni var innleidd í raforkuframleiðslu og raforkusölu en flutningur frá virkjun til neytenda er eftir sem áður háður einkaleyfi.  Við stofnun Orkusölunnar hætti RARIK raforkusölu en sér eftir sem áður um dreifingu raforku á sínum svæðum."

LANDSNET hf.

"Eigendur Landsnets hf. eru Landsvirkjun (64,73%) , RARIK (22,51%), Orkuveita Reykjavíkur (6,78%) og Orkubú Vestfjarða (5,98%) en þessir aðilar hafa lagt flutningsvirki sín inn sem hlutafé í fyrirtækið. Allar dreifiveitur og stórnotendur eru tengdar við flutningskerfi Landsnets hf. Flutningskerfið innifelur öll flutningsvirki á spennu sem er 66 kV og hærri. Nokkur flutningsvirki á 33 kV spennu tilheyra einnig flutningskerfi Landsnets hf." Flutningskerfi

"Landsnet á og rekur allar megin flutningslínur rafmagns á Íslandi. Til stofnlínukerfisins teljast allar línur sem eru með 66 kV spennu og hærri auk nokkurra 33 kV lína. Hæsta spenna í rekstri hér á landi er 220 kV [749 km] en stór hluti kerfisins er 132 kV [1.167 km] en lítill hluti [!] er 66 kV og 33 kV [1000 km]. Þá hafa síðustu línur á SV-landi verið byggðar sem 420 kV línur þó svo að rekstrarspenna þeirra sé 220 kV."

220 kV: s.s. Járnblendilína (1978), Hamraneslínur (1969), Sultartangalínur (1982 og 1999), Búrfellslínur (1969, 1973, 1992, 1998), Hrauneyjafosslína (1982), Sogslína 3 (1969).

132 kV: s.s. Sogslína 2 (1953), Teigarhornslína (1981), Blöndulínur (1977, 1991), Korpulína (1974), Kröflulínur (1977, 1978), Mjólkárlína (1981), Glerárskógalína (1978), Sigöldulína 4 (1984).

Á verkefnavef Landsnets um Suðvesturlínur: Fyrirhuguð endurbygging og efling raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi.
Framkvæmdirnar í hnotskurn.
Helguvíkurgildran..

LANDSVIRKJUN er sameignarfélag í eigu ríkisins síðan 1. janúar 2007

"Landsvirkjun selur rafmagn til stóriðjunotenda og sölufyrirtækja á almennum markaði. Meðal viðskiptavina okkar eru orkufyrirtæki landsins sem og stóriðjunotendur. Samningar við stóriðjunotendur eru að jafnaði langtímasamningar sem byggjast á löngu undirbúningsferli."

Skilur þetta einhver? Þeir eiga hvern annan... ríkið á RARIK og Landsvirkjun, RARIK á Orkusöluna og Landsvirkjun á meirihluta í Landsneti... en Landsvirkjun þarf að fjármagna suðuvesturlínurnar til að tryggja Helguvíkurvitleysunni stöðugt rafmagn af byggðalínunni... og svo hækkar RARIK rafmagn... en ekki til stóriðju neeeeeeeeeei... þó hafði RARIK hætt að sinna heildsölu rafmagns í ársbyrjun 2005...


mbl.is Orkuverð RARIK hækkar um 7-14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband