Færsluflokkur: Umhverfismál
27.2.2009 | 22:00
Umhverfisráðherrar vinsælustu ráðherrarnir?
Alveg merkilegt hvað Íslendingar eru ónæmir fyrir íslenskri náttúru, þeir vilja jú hafa hana stórfenglega þegar þeir ferðast um landið en fórna henni án þess að hika ef einhverjum kallastörfum er lofað... Verktakafyrirtæki og orkufyrirtæki skreyta sig með fallegum náttúrumyndum, ferðaiðnaðurinn einnig og þjóðsöngurinn í ríkissjónvarpinu líka...
Þórunn er önnur af tveimur þingkonum Samfylkingar sem greiddu atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun og álverinu í Reyðarfirði á eldfimum tímum, hin var Rannveig Guðmundsdóttir. Kann vel við þær.
Þórunn stefnir að forystusæti í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 21:42
Til hamingju með...
... að lífríki Ísafjarðardjúps skuli rannsakað og það án þess að rannsóknirnar séu borgaðar af hagsmunaaðilum, sem ætla sér eitthvað ákveðið, samkvæmt formúlunni: rannsaka fyrst og eyðileggja svo. Mætti vera meira um óháða vísindastyrki, en hvaðan annars kemur hann?
Lífríki Ísafjarðardjúps kannað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 28.2.2009 kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 18:42
Sameiginlegt mat - álver, jarðgufuvirkjanir og háspennulínur
Alcoa, Þeistareykir ehf., Landsvirkjun og Landsnet hf., kynna sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi.
Samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra frá 31. júlí 2008 eru framkvæmdirnar háðar sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum, í samræmi við 2. mgr. 5. greinar í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Matsvinnan er hafin og frá 20. febrúar má nálgast drög að tillögu að matsáætlun á heimasíðum Alcoa, Þeistareykja ehf., Landsvirkjunar, Landsnets hf. og Mannvits hf.
Frestur til að gera athugasemdir er til föstudagsins 6. mars 2009.
Sömuleiðis Drög að tillögu að matsáætlun vegna Kröfluvirkjunar II
"Landsvirkjun hafði áður lagt fram tillögu að matsáætlun Kröfluvirkjunar II, sem var dregin til baka þann 6. nóvember 2008."
Frestur til að gera athugasemdir er til föstudagsins 6. mars 2009.
Umhverfismál | Breytt 28.2.2009 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 17:48
Jarðvarmaorkuver og jarðgufuvirkjanir
"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt. Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.
"Þorsteinn benti á að við raforkuframleiðslu með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands] ". Mbl. 18. okt. 2007.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 14:00
Mótmæli Helguvíkurálveri
... og tilheyrandi virkjunum, sem liggja óljóst í loftinu...
Sex frumvörp afgreidd á ríkisstjórnarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 28.2.2009 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 21:16
Hinn sólríki maídagur Björgvins G.
Mikið erum við heppin að þingmaður þessi er ekki lengur við völd...
Ráðherrarnir voru tveir, fyrrverandi viðskiptaráðherra (Samfylkingar) og fyrrverandi fjármálaráðherra (Sjálfstæðisflokks) sem tóku fyrstu skóflustunguna í Helguvík 6. júní 2008 að enn einni álbræðslunni þótt hún hefði hvorki fengið starfsleyfi né losunarheimildir... og sætti þess utan stjórnsýslukæru vegna útgáfu byggingarleyfis, að ekki sé talað um orkuna...
21.2.2009 | 13:02
Ný lög, takk
Gott að lesa fræðandi fréttir.
Greiðfært að semja ný lög um hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2009 | 09:58
Minnisvarði Einars K.
Á alþingi í dag er meirihluti FYRIR hvalveiðum og því erfitt um vik að lagakrókafræðum slepptum, sjá: Kvalræði sjávarútvegsráðherra.
Þingskjal 528 frá 11. febrúar 2009 um Veiðar á hrefnu og langreyði sem Einar K. nokkur er fyrsti flutningsmaður að og hefur legið sem hótun í loftinu:
Flutningsmennirnir 33 eru þessir:
Einar K. Guðfinnsson, Jón Gunnarsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Árni Johnsen, Árni M. Mathiesen, Ásta Möller, Birgir Ármannsson, Birkir J. Jónsson, Bjarni Benediktsson, Björk Guðjónsdóttir, Björn Bjarnason, Eygló Harðardóttir, Geir H. Haarde, Grétar Mar Jónsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Helga Sigrún Harðardóttir, Herdís Þórðardóttir, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Magnússon, Kjartan Ólafsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Magnús Stefánsson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir, Sturla Böðvarsson, Valgerður Sverrisdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.
Segir fjölda starfa tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2009 | 16:23
Þeim var nær að frekjast
Það hefur verið sorglegt að fylgjast með Helgavíkurvitleysunni. Allir vissu að álið var á niðurleið og að nóg væri komið af þeim ósköpum. Orkan er ekki óendanleg og hálf ömurlegt að selja hana lægstbjóðandi. Því skyldu erlendir álhringir eignast Ísland á okkar kostnað?
9. febrúar 2009: Fyrirspurn til munnlegs svars á alþingi (umræður) og svar óvenjufljótt eða þann 11.: Uppbygging álvers í Helguvík
28. okt. 2008: Fyrirspurn til skriflegs svars (engar umræður); svar 5. des.: Hlutur áliðju og ferðaþjónustu í þjóðarframleiðslu
Sjá: Helgavíkurvitleysan
Sömu verktakar ÍAV eru í Helguvík og í Austurhöfn við byggingu Tónlistarhúss. Sjá: Pólitískt val.
Álver í Helguvík í óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 22:49
Kreppan umhverfisvæn í ofanálag
Tap Century 898,3 milljónir dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |