Flokkarnir hræddir við kosningar?

Flokksveldið er óheyrilegt á Íslandi, m.a. á Alþingi, og framkvæmdarvaldið allsráðandi...

Krafa um að grundvöllur lýðræðis sem er þrískipting valds sé virtur.

Krafa um gagnsæi í fjármálum flokkanna: opið bókhald með lista yfir styrktaraðila (nákvæmlega sundurliðað - á skiljanlegu máli, takk - hvaðan styrktarféð kemur). 

Krafa um óháða umfjöllun fjölmiðla.

Krafa um bann við kosingaauglýsingum (þar á meðal dulbúnar, s.s. skoðanakannanir) vikuna fyrir kosningar.

Krafa um að þingmenn muni eftir þjóðinni og taki oftar höndum saman, með öðrum orðum að þingmannamál fái afgreiðslu:
- sjá: "Þrátt fyrir ýmis ytri merki er íslenskt þingræði nafnið eitt. Í raun eru flest afgreidd lög frá Alþingi runnin undan rifjum ríkisstjórnar (stjórnarfrumvörp)." Útdráttur úr Portrait de l'Islande eftir Jacques Mer. París 2004.
- sjá: Ríkisstjórn 120, þingmenn 2 (10. september 2008)

Krafa um að allt aðhald verði styrkt.

Krafa um skýra stefnu og efndir eftir kosningar.
- Stjórnarsáttmálinn er reyndar mjög fyndin lesning.

 o.s.frv.

UMHVERFISMÁL

Áherslur umhverfisráðherra (pdf-skjal frá október 2007).

Hver er stefnan í umhverfismálum á vefjum flokkanna í dag?

Í kosningunum 12. maí 2007 buðu sex flokkar fram í öllum kjördæmum: 

xD Sjálfstæðisflokkurinn: Umhverfis- og auðlindamál      Stefna

xS Samfylkingin: Lýðræði og umhverfisstefna                 Kosningastefna 2007

xV Vinstri grænir: Náttúra og umhverfi                           Stefna VG

xB Framsóknarflokkur: Sjá: "Náttúrugæði"                     Stefna

xF Frjálslyndir: Sjá: "Umhverfismál"                               Stefna

xI Íslandshreyfingin: Ábyrg umhverfisstefna                  Stefnuyfirlýsing

Allir fá þeir af þeim hálfa milljarði sem stjórnmálaflokkar fá úr ríkissjóði 2009 en hvaðan fá þeir annan fjárstyrk?


Vorkosningar

Hvernig skal vinna kosningar? Með því að hlusta? Á þjóðina til dæmis? Tvennt hefur skipt miklu að ógleymdri stefnunni, sem hefur hvort sem er verið nokkuð svipuð hjá öllum flokkum og þýðir að þeir geta allir meira og minna lagst í eina sæng... : fjármagn flokks (m.a. til auglýsinga) og fjölmiðlaumfjöllun.

Til þess að stjórnmálaflokkarnir verði trúverðugir þarf gagnsætt bókhald um fjárstuðning: svipað og Obama fór með stofnun Clintons (skilyrði Obama fyrir tilnefningu Hillary að allir styrktaraðilar stofnunarinnar væru gefnir upp) ætti að gera þá sjálfsögðu kröfu að stjórnmálaflokkar gefi upp lista yfir öll þau fyrirtæki og fjársterka einstaklinga sem styðja þá fjárhagslega. Íslensk pólitík hefur þörf fyrir slíkt gagnsæi.

Flokkarnir fá framlög frá Alþingi, frá þingflokki, félagsgjöld og önnur framlög. 2007 voru tekjur Samfylkingar um 130 milljónir, Frjálslynda flokksins um 63 milljónir, Vinstri grænna um 80 milljónir. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur gefa ekkert upp... ! Hvað eru þeir að fela? Það ætti að vera sjálfsögð krafa að ársreikningur 2008 allra flokka verði opnaður fyrir kosingar og listi gefinn yfir alla styrktaraðila. Það sama á við um 2009 o.s.frv. Það væri til lítils að kjósa fulltrúa á þing ef stjórnmálaflokkarnir ganga erinda einhverra fyrirtækja eða fjársterkra einstaklinga.

Ekki er um auðugan garð að gresja varðandi fjölmiðla, þeir eru fáir og berjast í bökkunum. Fjölbreytnin er lítil og alltaf spurning hvort eignarhald hafi áhrif á umfjöllun. Hagsmunagæsla flokkanna innan fjölmiðlanna er sterk og flokksguttar út um þá alla.

Það er í það fyrsta reginhneyksli að fyrrverandi ráðherra og samráðherra þeirra í stjórn skuli ritstýra fjölmiðli. Það verður að leiðrétta fyrir kosningar.

Aðstoðarmenn núverandi ráðherra og talsmenn álfyrirtækja og annarra stórfyrirtækja eru gjarnan úr fjölmiðlaheiminum. Eru þeir trúverðugir á fjölmiðlavellinum í framhaldi af því?

Það væri blessun ef fjölmiðlamenn, blaðamenn, fréttamenn og aðrir fréttaskýrendur sinntu einfaldlega starfi sínu og væru ekki að nudda sér upp við stjórnvöld, flokkana og önnur stórfyrirtæki. Við þurfum óháða fjölmiðla. Skyldur þeirra eru gagnvart okkur. Í lýðræði þarf öflugt aðhald fjölmiðla og ófeimna upplýsingaveitu. Við þurfum að vita hvað kraumar.

 


Pólitískt val : klára kerskála í ofboði frekar en tónlistarhús

Sömu verktakar - ÍAV - vinna að þessum tveimur verkefnum. 5. janúar bárust ótíðindin um frestun byggingu tónlistarhúss... en ekki á kerskála í Helguvík, nei þar skyldi rasa um ráð fram: "Á verkstað [tónlistarhúsi] hafa unnið á þriðja hundrað starfsmenn ÍAV og undirverktaka auk þess sem fjöldi undirverkaka hefur unnið að verkinu víðar.  Starfsmenn ÍAV munu tímabundið flytjast í önnur verkefni félagsins." Flytjast starfsmennirnir í gæluverkefni marflatrar stjórnar gagnvart álrisum?
mbl.is Undirbúnir samningar um yfirtöku á tónlistarhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dreifa kröftunum? "Með hvaða hætti?" Úrræðaleysi ráðherra

Lánsfjármögnun frá fimm bönkum til að ráðast í verkið (Helguvík). Allt gert fyrir lánsfé og aftur lánsfé. Skuldir og aftur skuldir. Þjóðin er ekki belja sem endalaust er hægt að blóðmjólka.

"Í Helguvík er blómlegt atvinnulíf þar er stórskipahöfn, loðnubræðsla, loðnuflokkunarstöð, sementssala, steypustöð og malbikunarstöð.  Til stendur að fjölga enn stórum fyrirtækjum í Helguvík." segir á reykjanes.is

Kakan, starfsleyfið er frá 10. september 2008 (pdf-skjal), er hjá Íslenskum aðalverktökum ÍAV:

"Íslenskir aðalverktakar sf. voru upphaflega stofnaðir að frumkvæði íslenskra stjórnvalda til að uppfylla samningsskyldur Íslands gagnvart Bandaríkjum Norður-Ameríku samkvæmt samningi um íslenska verktöku fyrir varnarliðið frá 1954. Félagið verður því 50 ára á árinu 2004 og er eitt allra elsta starfandi verktakafyrirtæki á Íslandi."

"ÍAV sér um byggingu kerskála fyrir álver Norðuráls í Helguvík.  Framkvæmdirnar fela í sér byggingu kerskála sem og aðstöðusköpun á vinnusvæðinu, jarðvinnu, uppsteypu, forsteyptar einingar, stálvirki, klæðningar og ýmsan frágang.

Heildarkostnaður við fyrsta áfanga álversins, sem tekinn verður í gagnið fyrir árslok árið 2010, nemur um 70 til 80 milljörðum íslenskra króna. Ef miðað er við álverð í dag er áætlað útflutningsverðmæti þegar fyrsti áfangi verður kominn í fullan rekstur um 35 milljarðar á ári. Starfsmannafjöldi verður um 400 manns og að auki skapast afleidd störf í samfélaginu fyrir um 600 manns til viðbótar. Álverið verður það fyrsta í heiminum sem eingöngu er knúið jarðvarmaorku."

Verkstopp ÍAV við Reykjavíkurhöfn:

"ÍAV hófu í mars 2006 undirbúningsframkvæmdir vegna byggingar tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn. Byggingin verður um 26.000 fermetrar að stærð og mun m.a. rúma tónleikasal sem tekur 1.800 manns í sæti, tvískiptanlegan ráðstefnusal með 750 sætum, kammermúsíksal með 450 sætum og minni sal/aðstöðu fyrir 180-200 áheyrendurmeginhluta á tveimur hæðum. Verklok eru áætluð haustið 2009." Þar er hvorki talað um störf eða afleidd störf. Er það séráróðursbragð álmessunnar?

Samkvæmt reikningum Samfylkingarinnar (pdf-skjal) voru "frjáls framlög og styrkir" óvenjuháir 2006 eða tæpar 45 milljónir. Hvaðan skyldu þeir peningar koma? Og hvar eru reikningar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins? Til samanburðar voru "framlög styrktarmanna" og "aðrar fjáraflatekjur" samkvæmt ársreikningi Vinstri grænna (pdf-skjal) um 5 milljónir 2006. "Framlög fyrirtækja og einstaklinga" tæpar 4 milljónir samkvæmt ársreikningi Frjálslynda flokksins 2006. Hvort sem reikningar eru opnir eða ekki kemur hvergi fram hvaða fyrirtæki styrkja flokkana og því breyta opnir reikningar litlu um gagnsæi. Flokksræðið í íslenskri pólitík er óheyrilegt og grunurinn um hagsmunatengsl sterkur.

Össur má fara mín vegna.


mbl.is Ekki virkjað til álbræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefa stóriðju rafmagn en hækka rafmagn til allra annarra...

Rétt er að minna á skrif formanns Sjálfstæðisflokksins, Jóhanns Hafstein, í Morgunblaðinu 24. september 1971, bls. 17: "Það er rétt að minna á í upphafi, að það var stefna fyrrverandi ríkisstjórnar að leggja áherslu á stórvirkjanir í fallvötnum landsins, því að með þeim hætti væri almenningi tryggð ódýrust raforka."

Því þurfum við endalaust að borga álversbrölt stjórnvalda? Skyldi fyrirhuguð endurbygging og efling raforkuflutningakerfisins á Suðvesturlandi vera orsök hækkunarinnar... nei, það er Landsnet, eða hvað... er hvað?

RARIK ohf. hlutafélag í eigu ríkisins

"Með breytingum á raforkulögum hætti RARIK að sinna heildsölu rafmagns. Landsnet hf tók til starfa 1. janúar 2005 og er hlutverk þess að sinna meginflutningi rafmagns í landinu. Meirihluti stofnlínukerfis RARIK var seldur til Landsnets hf og eignaðist RARIK þá hlut í Landsneti, og á nú rúm 22% í félaginu."

Þó er það RARIK en ekki Landsnet sem hækkar verð fyrir dreifingu og flutning raforku um 15% um þessi áramót...

"Með tilkomu nýrra orkulaga árið 2003 og ákvæðum um aðskilnað samkeppnis- og einkaleyfisþátta var ákveðið að stofna sérstakt dótturfélag, Orkusöluna, um framleiðslu og sölu á vegum fyrirtækisins. Orkusalan, sem tók til starfa í ársbyrjun 2007 er 99.8% í eigu RARIK ohf."

ORKUSALAN ehf. dótturfyrirtæki RARIK

"Orkusalan ehf. var stofnuð 10. mars 2006 en formleg starfsemi hennar hófst 1. febrúar 2007. Orkusalan er dótturfyrirtæki RARIK og er tilgangur þess fyrst og fremst að sjá um kaup, sölu og framleiðslu raforku í smásölu.  Með breytingum á raforkulögum í janúar 2005 var sala á raforku gefin frjáls.  Samkeppni var innleidd í raforkuframleiðslu og raforkusölu en flutningur frá virkjun til neytenda er eftir sem áður háður einkaleyfi.  Við stofnun Orkusölunnar hætti RARIK raforkusölu en sér eftir sem áður um dreifingu raforku á sínum svæðum."

LANDSNET hf.

"Eigendur Landsnets hf. eru Landsvirkjun (64,73%) , RARIK (22,51%), Orkuveita Reykjavíkur (6,78%) og Orkubú Vestfjarða (5,98%) en þessir aðilar hafa lagt flutningsvirki sín inn sem hlutafé í fyrirtækið. Allar dreifiveitur og stórnotendur eru tengdar við flutningskerfi Landsnets hf. Flutningskerfið innifelur öll flutningsvirki á spennu sem er 66 kV og hærri. Nokkur flutningsvirki á 33 kV spennu tilheyra einnig flutningskerfi Landsnets hf." Flutningskerfi

"Landsnet á og rekur allar megin flutningslínur rafmagns á Íslandi. Til stofnlínukerfisins teljast allar línur sem eru með 66 kV spennu og hærri auk nokkurra 33 kV lína. Hæsta spenna í rekstri hér á landi er 220 kV [749 km] en stór hluti kerfisins er 132 kV [1.167 km] en lítill hluti [!] er 66 kV og 33 kV [1000 km]. Þá hafa síðustu línur á SV-landi verið byggðar sem 420 kV línur þó svo að rekstrarspenna þeirra sé 220 kV."

220 kV: s.s. Járnblendilína (1978), Hamraneslínur (1969), Sultartangalínur (1982 og 1999), Búrfellslínur (1969, 1973, 1992, 1998), Hrauneyjafosslína (1982), Sogslína 3 (1969).

132 kV: s.s. Sogslína 2 (1953), Teigarhornslína (1981), Blöndulínur (1977, 1991), Korpulína (1974), Kröflulínur (1977, 1978), Mjólkárlína (1981), Glerárskógalína (1978), Sigöldulína 4 (1984).

Á verkefnavef Landsnets um Suðvesturlínur: Fyrirhuguð endurbygging og efling raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi.
Framkvæmdirnar í hnotskurn.
Helguvíkurgildran..

LANDSVIRKJUN er sameignarfélag í eigu ríkisins síðan 1. janúar 2007

"Landsvirkjun selur rafmagn til stóriðjunotenda og sölufyrirtækja á almennum markaði. Meðal viðskiptavina okkar eru orkufyrirtæki landsins sem og stóriðjunotendur. Samningar við stóriðjunotendur eru að jafnaði langtímasamningar sem byggjast á löngu undirbúningsferli."

Skilur þetta einhver? Þeir eiga hvern annan... ríkið á RARIK og Landsvirkjun, RARIK á Orkusöluna og Landsvirkjun á meirihluta í Landsneti... en Landsvirkjun þarf að fjármagna suðuvesturlínurnar til að tryggja Helguvíkurvitleysunni stöðugt rafmagn af byggðalínunni... og svo hækkar RARIK rafmagn... en ekki til stóriðju neeeeeeeeeei... þó hafði RARIK hætt að sinna heildsölu rafmagns í ársbyrjun 2005...


mbl.is Orkuverð RARIK hækkar um 7-14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárfestingastofa aðstoðar erlenda fjárfesta án greiðslu og í trúnaði

Á Íslandi starfa "fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem sérhæfa sig í þjónustu við orkuiðnaðinn. Fjárfestar sem vilja nýta sér endurnýjanlega orku á Íslandi geta sótt í öflugan þekkingar- og reynslubrunn slíkra aðila við uppbyggingu orkufrekra fyrirtækja á Íslandi."

"Opinber þjónusta er til fyrirmyndar og margvísleg aðstoð stendur fjárfestum til boða. Ber þar að nefna starfsemi Fjárfestingastofu sem aðstoðar erlenda fjárfesta án greiðslu og í trúnaði."

Úr kynningarbæklingi Þjórsársveita. 12. nóvember 2008.

Fréttir berast annars héðan á erlenda álvefi. 

Það væri athyglisvert að sjá fjármál íslenskra stjórnmálaflokka síðastliðinn 40 ár. Skyldu þessi - fjölmörgu fyrirtæki og stofnanir sem sérhæfa sig í þjónustu við orkuiðnaðinn - styðja stjórnmálaflokka? Grunurinn styrkist þegar stjórnmálaflokkar sinna ekki kröfum um að opinbera fjárstuðning til þeirra.

Alltaf hefur það verið undrunarefni að opinbert fyrirtæki, Landsvirkjun, skuli vera styrktaraðili annarra opinberra fyrirtækja. Því ekki að veita meira fé í opinber fyrirtæki beint - án milligöngu Landsvirkjunar? 

Það vekur ugg hvað áltengd fyrirtæki eru æst að auglýsa sig í gegnum íslenska menningarstarfsemi...

Hvað er næst? Fréttaflutningur styrktur af Rio Tinto Alcan eða HRV Engineering, nú eða Landsvirkjun


Hver ber kostnaðinn?

Hversu hátt eru áhrifin metin á íslenskt umhverfi? Hver er kostnaður Landsvirkjunar við rannsóknaboranir? Hver er hlutur iðnaðarráðuneytis? Hver er hlutur Fjárfestingarstofu - orkusviðs? Með öðrum orðum hverjir borga hvað? Hversu margar milljónir ríkisfés fara í rándýrar rannsóknaboranir og almennan áróður fyrir álmessunni?


Skekkt samkeppnisumhverfi um fjölbreytta atvinnustarfsemi

Fyrir austan sá STAR um þetta.. og er það ekki brot á samkeppni um fjölbreytni í atvinnustarfsemi að ríkið og fyrirtæki þess, Landsvirkjun, dæli peningum í álmessu? Því tekur Samkeppnisráð málið ekki fyrir?

Gjástykki

"Gjástykki er það svæði, sem í dag er minnst raskað og best varðveitt af þeim svæðum sem áætlað er að hefja boranir á miðað við fyrirliggjandi tillögur. Það er algjörlega óásættanlegt að hafist verði handa með jarðrask á því viðkvæma svæði sem í framtíðinni getur átt eftir að verða mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna í Þingeyjarsýslum. Gjástykki er einstakt svæði til að nýta í tengslum við fræðslu og skilning á jarðfræði og landrekskenningunnni og þeim öflum sem í jörðinni búa." 9.11. 2006 : Úr bókun Ásbjarnar Þ. Björgvinssonar við 4. lið fundar byggðarráðs Norðurþings.

Jarðgufuvirkjanir til raforkuframleiðslu

"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt.

Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.

Nýting jarðhita til raforkuframleiðslu

"Þorsteinn  benti á að við raforkuframleiðslu með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands] ". Mbl. 18. okt. 2007.


mbl.is Umhverfisáhrif af rannsóknarborun metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnúsar þáttur ráðuneytisstjóra

Boranirnar þurfa eftir sem áður í umhverfismat en ákvörðun Skipulagsstofnunar um að þær sleppi undan sameiginlegu mati vegna Bakkabröltsins er hártogunarleið svipað og leyfið í Gjástykki tveimur dögum fyrir kosningar var pólitískur póker sjá frétt á ruv.is 4. sept. 2007. Áður hafði borunum í Gjástykki verið gert að sæta umhverfismati sjá frétt á ruv.is 18. júlí 2007.

"Magnús segir ennfremur að nú sé ljóst að ekkert standi í vegi fyrir því af hálfu stofnana hérlendis að boranirnar sem verða að fara fram á sumrin, geti hafist næsta sumar."

Hvers konar skilningur er þetta hjá Magnúsi á tilgangi mats á umhverfisáhrifum?

Hjá framkvæmdaraðilum kemur einatt fram sá skilningur að það að meta áhrif á íslenskt umhverfi sé "töf" og iðulega er það þeim "vonbrigði" ef þeir sleppa ekki undan því. En þegar ráðuneytisstjórar eru farnir að tjá sig á þann máta er eitthvað meiriháttar að. Kannski ættu ráðherrar í það minnsta og allra fyrst að skipta um ráðuneytisstjóra þegar þeir setjast í embætti...

Sjá: Rannsóknaborunum skotið undan í skjóli orðsins "samtímamat"


mbl.is Engin töf vegna borana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknaborunum skotið undan í skjóli orðsins "samtímamat"

Í Mogganum laugardaginn 20. des. birtist frétt á bls. 5 með fyrirsögninni "Gegn úrskurði Þórunnar" og er fréttin fremur takmörkuð.

Skipulagsstofnun hefur ekki ÚRSKURÐAÐ í nokkur ár því breytingar á umhverfismatslögunum 106/2000 tóku gildi 1. október 2005 og stofnunin hefur ÁKVARÐAÐ síðan.

Fréttin er sögð unnin upp úr "tilkynningu" frá Skipulagsstofnun og ekki leitast við að upplýsa LESENDUR blaðsins frekar um hvar ákvörðunina er að finna. Það skal upplýst að hún er á vef Skipulagsstofnunar og að kærufrestur er til 14. janúar 2009.

- 4 holur við Kröflu

- 3 holur í Gjástykki

- 4 holur á Þeistareykjum

 Þegar ákvarðanirnar eru lesnar kemur í ljós að umhverfisáhrifum vegna borunar rannsóknahola er skotið undan SAMEIGINLEGU mati á umhverfisumróti vegna álbakka (tímamótaúrskurður umhverfisráðherra frá 31. júlí 2008) að því er virðist í skjóli orðsins "samtímamat". Boranirnar eru álitnar forleikur. Nokkuð umfangsmikill forleikur því hér er um allt að 11 holur að ræða. Rannsóknaholur og boranir gerast ekki ókeypis og spurning hver borgi bröltið. Lánadrottnar?


Blái grauturinn mallar

Athyglisverður flokkurinn sem Bjarni nefnir ekki. Skyldu "allir" ritstjórar (nema hver?) og fréttastofustjórar (nema hver?) og aðrir fjölmiðlaguttar vera tryggilega þaðan? Ekki nóg með það fréttablaðsritstjórinn er fyrrverandi samráðherra úr þeim flokki, seðlabankastjóri líka, landsvirkjunarstjórinn líka, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrrverandi þingmaður þaðan o.s.frv. Voru flokksblöðin betri eftir allt saman? Alla vega ekki þessi þykistuleikur um fjölbreytni.

Á hinn bóginn virðast aðstoðarmenn ráðherra fremur vera úr fjölmiðlaheiminum en sérfræðingar í málum sem ráðherrann fer með.

Þarft innlegg í umræðu og uppstokkun, takk.


mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband