Magnúsar þáttur ráðuneytisstjóra

Boranirnar þurfa eftir sem áður í umhverfismat en ákvörðun Skipulagsstofnunar um að þær sleppi undan sameiginlegu mati vegna Bakkabröltsins er hártogunarleið svipað og leyfið í Gjástykki tveimur dögum fyrir kosningar var pólitískur póker sjá frétt á ruv.is 4. sept. 2007. Áður hafði borunum í Gjástykki verið gert að sæta umhverfismati sjá frétt á ruv.is 18. júlí 2007.

"Magnús segir ennfremur að nú sé ljóst að ekkert standi í vegi fyrir því af hálfu stofnana hérlendis að boranirnar sem verða að fara fram á sumrin, geti hafist næsta sumar."

Hvers konar skilningur er þetta hjá Magnúsi á tilgangi mats á umhverfisáhrifum?

Hjá framkvæmdaraðilum kemur einatt fram sá skilningur að það að meta áhrif á íslenskt umhverfi sé "töf" og iðulega er það þeim "vonbrigði" ef þeir sleppa ekki undan því. En þegar ráðuneytisstjórar eru farnir að tjá sig á þann máta er eitthvað meiriháttar að. Kannski ættu ráðherrar í það minnsta og allra fyrst að skipta um ráðuneytisstjóra þegar þeir setjast í embætti...

Sjá: Rannsóknaborunum skotið undan í skjóli orðsins "samtímamat"


mbl.is Engin töf vegna borana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband