Hver ber kostnaðinn?

Hversu hátt eru áhrifin metin á íslenskt umhverfi? Hver er kostnaður Landsvirkjunar við rannsóknaboranir? Hver er hlutur iðnaðarráðuneytis? Hver er hlutur Fjárfestingarstofu - orkusviðs? Með öðrum orðum hverjir borga hvað? Hversu margar milljónir ríkisfés fara í rándýrar rannsóknaboranir og almennan áróður fyrir álmessunni?


Skekkt samkeppnisumhverfi um fjölbreytta atvinnustarfsemi

Fyrir austan sá STAR um þetta.. og er það ekki brot á samkeppni um fjölbreytni í atvinnustarfsemi að ríkið og fyrirtæki þess, Landsvirkjun, dæli peningum í álmessu? Því tekur Samkeppnisráð málið ekki fyrir?

Gjástykki

"Gjástykki er það svæði, sem í dag er minnst raskað og best varðveitt af þeim svæðum sem áætlað er að hefja boranir á miðað við fyrirliggjandi tillögur. Það er algjörlega óásættanlegt að hafist verði handa með jarðrask á því viðkvæma svæði sem í framtíðinni getur átt eftir að verða mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna í Þingeyjarsýslum. Gjástykki er einstakt svæði til að nýta í tengslum við fræðslu og skilning á jarðfræði og landrekskenningunnni og þeim öflum sem í jörðinni búa." 9.11. 2006 : Úr bókun Ásbjarnar Þ. Björgvinssonar við 4. lið fundar byggðarráðs Norðurþings.

Jarðgufuvirkjanir til raforkuframleiðslu

"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt.

Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.

Nýting jarðhita til raforkuframleiðslu

"Þorsteinn  benti á að við raforkuframleiðslu með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands] ". Mbl. 18. okt. 2007.


mbl.is Umhverfisáhrif af rannsóknarborun metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Ef nú bara að allt land (og auðlindir þess) og fyrirtæki sem nýta það (og auðlindir þess) væri í einkaeigu og utan seilingar stjórnmálamanna. Þá væru ósvaranlegar spurningar eins og þínar óþarfar og svör við þeim augljós. Sem og spurningum um arðsemi ýmissa framkvæmda.

Geir Ágústsson, 24.12.2008 kl. 02:41

2 identicon

Það held ég ekki. Það koma eflaust tímar þegar stjórnmálamenn og þá sérlega kosnir fulltrúar starfa af fullri ábyrgð fyrir þjóð sína...  Ekki verður sagt að það selja úr ríkiseigu, s.s. banka, hafi tekist neitt sérlega vel.

Við eigum ágætisfólk með langa reynslu sem lætur ekki blindast af skammtímahagsmunum og sér aðeins lengra en nefið á sér:
"Neysluvatn og jarðhitavatn eru staðarverndaðar auðlindir. Hvorugt verður flutt mjög langar vegalengdir. Á Íslandi getur enginn orkugjafi keppt við jarðhitavatn fyrir upphitun húsa. Samkeppni verður því ekki við komið. Einkaaðili sem ræður yfir slíkri auðlind hefur einokunaraðstöðu (einokun þýðir að einn getur kúgað annan). Þegar um er að ræða þjónustufyrirtæki í lýðræðisþjóðfélagi eins og vatnsveitu og hitaveitu er einokunaraðstaða ekki fyrir hendi. Hún er aðeins fyrir hendi hjá einkaaðila í þessu sambandi. Opinberu þjónustufyrirtæki er veitt aðhald af kjósendum og opinberri umræðu um hið opinbera fyrirtæki. Nákvæmlega þetta á sér nú stað um hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur. Samkeppni er ekki eina leiðin til aðhalds. Af öllu þessu leiðir að hvorki má einkavæða vatnsveitur né hitaveitur sem þjóna sveitarfélögum eða þær auðlindir sem þær byggja á." Stefán Arnórsson, Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32 

græna loppan (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband