Færsluflokkur: Umhverfismál
11.5.2009 | 07:09
Áróðursmeistari Alcoa Íslandsvinur?
Íslandsvinur í stjórn Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.5.2009 | 09:35
Háskóli Íslands selur sig
Fréttin á Smugunni vekur ugg :
"Landsvirkjun kennir námskeið við Háskóla Íslands" !!
Áróðursmeistarar hagsmunaaðilans komnir á koppinn... og háskólinn missir gjörsamlega trúverðugleika sinn..
Hér eru sterk og vel orðuð mótmæli, sem ég skrifa fyllilega undir.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 07:53
Hvað er nú þetta?
Hvaða tvískinningur er þetta? Auðlindir áttu þær ekki að vera sameign íslensku þjóðarinnar? Áttu þau frómu orð ekki beint í stjórnarskrá? Það væri til lítils ef ALLT á að selja.
Hitaveita Suðurnesja (HS) var sú eina sem var seld einkaaðilum að hluta til (15%) FYRIR orkulögin sem sett voru til "að tryggja að öll mikilverðustu vatns- og jarðhitaréttindi sem nú eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, beint eða óbeint, haldist áfram í eigu þessara aðila". Enn fremur er hægt að lesa hér í greinum bæjarstjóranna að "þegar ríkið ákvað að selja 15% hlut sinn í HS var það skilyrt að hvorki sveitarfélögin eða aðrir opinberir aðilar gætu boðið í hlutinn"....
Eigendur HS (nú HS veitur og HS orka): Reykjanesbær (34,75%), Geysir Green Energy (32%), Orkuveita Reykjavíkur (16,58%), Hafnarfjarðarbær (15,42%) og aðrir (1,25%). Aðrir eru Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Garður og Vogar.
Núna eru fyrirtækjabörn HS í vandræðum og Íslandsbanki á handveð... fulltrúar iðnaðarráðuneytisins nefndir í fréttinni... Ríkið er aftur komið með súpuna heim í ríkisbanka... eða hvað? Er þetta upphafið á fjárfestingum Ameríkana í orkufyrirtækjum á Íslandi? Eða er bara verið að gera tilraunir með einkavæðingarafurðina í jarðvarmageiranum með það að afsökun að æ æ það eigi mest lítið eigið fé...
Eru orkufyrirtækin ef til vill öll þegar í höndum lánardrottna vegna offjárfestinga? Veiðiskipin kannski sömuleiðis? Hverjir eru lánardrottnar? Ríkisbankarnir? Stóri bróðir, er hann kannski sérstaklega í heimsókn vegna erlendra lánardrottna? Daginn eftir, 8. maí : Heimslögregla kapítalismans ;)
Hafa menn bókstaflega klúðrað öllu í gegnum tíðina?
Fréttin á rúv skýrir kannski eignarhaldið aðeins betur og ástæðuna fyrir fjárhagsstöðunni: offjárfestingar sem veðja á Helguvík samkvæmt formúlunni "Hamast fyrst og hugsa svo" eða kvarta sáran og þrengja síðan að fólkinu á svæðinu nema auðvitað þeim sem eru ábyrgir fyrir öllu saman. Þrýsta síðan á stjórnmálamenn um að Helguvík muni bjarga öllu...
15. maí : Er þetta eðlilegt? Undarlegt að meina sveitarfélögum á svæðinu eða ríkinu að fjárfesta í hitaveitu Suðurnesja en hleypa erlendum fjárfestum inn... Hitaveita Suðurnesja fellur ekki undir orkulögin en þarna er verið að selja auðlindir... Hvað er þetta annað? Er allt falt á Íslandi? Varúð ! Frétt á rúv : Mikill áhugi á Hitaveitu Suðurnesja. Mæli með skrifum Smala varðandi Reykjanesið.
Áhugi að utan á Geysi Green | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 15.5.2009 kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2009 | 16:59
Öldungar hafsins
Heili hvala er þroskaðri en flestra annarra spendýra.
Lífslíkur langreyðar eru um 90 ár. Langreyðar koma hingað á vorin og dvelja fram á haust. Þá er talið að langreyðar haldi sig djúpt vestur og suður af landinu yfir vetrartímann. Áætlaður fjöldi á hafsvæðinu við Ísland 16-19.000 dýr.
Lífslíkur sandreyðar eru 80 ár. Talið er að allt að 10.000 sandreyðar komi upp að ströndum landsins að sumarlagi.
Lífslíkur hrefnu eru um 50 ár. Áætlaður fjöldi við Ísland um 50-60.000 dýr.
Tannhvalir verða kynþroska um fimmtán til tuttugu ára gamlir og flestir skíðishvalir [m.a. langreyðar og hrefnur] við sex ára aldur að frátöldum hnúfubaknum [lífslíkur 95 ár] sem nær kynþroska um tvítugt og búrhval [lífslíkur um 70 ár].
Meðgöngutími hvala er mismunandi eftir tegundum, allt frá átta að átján mánuðum. Venjulega bera hvalkýr annaðhvert ár og ala af sér einn kálf í senn. Tvíburar eru sjaldgæfir.
Fengitíma flestra hvalategunda er á haustin eða vorin. Sjávarhiti og birtutími hefur áhrif á það hvenær æxlun fer fram.
Heimild:
Ásbjörn Björgvinsson & Helmut Lugmayr Hvalaskoðun við Ísland. JPV- útgáfa, 2002.
Fróðleikur um hvali hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Langreyður (kvk.), um langreyði, frá langreyði, til langreyðar; steypireyðar, um steypireyðar, frá sandreyðum, til langreyða.
Hvalamiðstöðin á Húsavík og Hvalaskoðun (2002).
HVALASKOÐUN
Hvalaskoðun eftir áætlun frá Húsavík: Norðursigling og Gentle Giants
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Húsavík: Norðursigling
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Hauganesi, Eyjafirði: Níels Jónsson
Hvalaskoðun eftir áætlun frá Dalvík: Sjóferðir
Hvalaskoðun, Hólmavík, frá landi í Steingrímsfirði: Wow!
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Drangsnesi við Steingrímsfjörð á Ströndum: Sundhani
Hvalskoðun eftir áætlun frá Reykjavík: Elding og Hvalalíf
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Grindavík/Sandgerði: Elding
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Ólafsvík: Sæferðir
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Vestmannaeyjum: Viking Tours
Að gera sér ferð til Íslands í hvalaskoðun: Whale Watching City Break
Afmörkun svæða fyrir hvalaskoðun, viðbrögðin við tillögunum hafa eflaust tafið reglugerðina um málið því hún er enn ókomin. 30. apríl 2009 : reglugerðin er tilbúin.
HVALVEIÐAR
Bannað er að veiða:
a) Hvalkálfa, hvali á spena og kvenhvali, sem kálfar eða hvalir á spena fylgja.
b) Grænlands-sléttbak [í útrýmingarhættu], Íslands-sléttbak [í útrýmingarhættu], hnúfubak, [lífslíkur um 95 ár]steypireyð [lífslíkur 90 ár] og búrhval [lífslíkur um 70 ár].
c) Langreyðar [lífslíkur 90 ár] innan við 55 fet eða 16,8 metra að lengd og sandreyðar [lífslíkur 80 ár] innan við 40 fet eða 12,2 metra að lengd og búrhvali [lífslíkur um 70 ár] innan við 35 fet eða 10,7 metra að lengd. (breyt. 304/1983)
Þó má veiða langreyðar yfir 50 fet (15,2 m) og sandreyðar yfir 35 fet (10,7 m) fyrir íslenzkar landstöðvar, enda sé hvalkjötið þá notað til manneldis eða skepnufóðurs á Íslandi.
Reglugerð um hvalveiðar 163/1973 en 1. gr. var breytt fyrir stuttu með 359/2009 Gömlu lögin frá 1949: Lög um hvalveiðar 26/1949
10. mars 2009 : Hrefnuveiðileyfi auglýst
7. apríl 2009 : Tillaga nefndar um ný lög um hvali
18. apríl 2009 : Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við Ísland
HVALIRNIR Á ALÞINGI
9. febrúar 2009 : Umræða utan dagskrár um hvalveiðar.
11. febrúar 2009 : Tillaga Einars K. o.fl. til þingsályktunar um veiðar á hrefnu og langreyði sem ráðherrann hafði þó tæklað með reglugerð 27. janúar 2009, þ.e. nokkrum dögum áður en hann hvarf úr ráðherrastól.
11. febrúar 2009 : Útflutningur hvalafurða (munnlegt svar (= umræður) við fyrirspurn á Alþingi)
17. febrúar 2009 : Um fundarstjórn vegna þingsályktunartillögunnar um hvalveiðar. Tilgangurinn? Eilítil sýndarmennska en eflaust sá sami og með tillögunni sjálfri að reyna að fella stjórnina á hvalnum...
Daginn eftir : Kvalræði sjávarútvegsráðherra. Sjá einnig : Varðandi hvalveiðar.
13. mars 2009 : Markaður fyrir hvalkjöt (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi).
16. apríl 2009 : Vinnsla hvalafurða (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi).
16. apríl 2009 : Fiskmarkaðir og hvalveiðar (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi).
Skora á sjávarútvegsráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 15.6.2009 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2009 | 07:51
Loksins tekið á loftmengun frá jarðgufuvirkjunum
Gífurlegt magn af brennisteinsvetni rýkur í loftið frá jarðgufuvirkjunum enda nýta þær auðlindina afar illa (12%). Mest af gufunni fer í loftið. Þegar þessar virkjanir eru auglýstar erlendum höfðingjum láist yfirleitt að tala um þessa mengun, sem og aðra er varðar grunnvatn og svoddan.
Það er verið að vinna góð verk í umhverfisráðuneytinu.
Losunarmörk á jarðvarmavirkjanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 09:46
Jarðgufuvirkjun...
Snarpur jarðskjálfti í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2009 | 11:02
Niðurdregin
Það er svo ákaflega leitt hvernig pólitíkin talar niður til íslenskrar náttúru... og okkar.
Nú er þing rofið og framtíðin óviss... en ósk um að þing endurspegli loks vonir þjóðar um betra þjóðfélag... Réttlæti ? Samhljóm milli þings og þjóðar ? Kannski er framtíðin einfaldlega í okkar höndum...
Mátturinn er atkvæðið sem ekki verður keypt með fagurgala eða annarri skrumskælingu...
Ég kíkti á vefsíður og nokkur blogg í leit að einhverri hughreystingu. Sá bréf til tíðarandans á Smugunni og hið óvænta hjá Þjóðarsálinni (kíkið á slóðina, sú skoska, Susan Boyle, er meiriháttar, algjör dúlla).
Fyrir tíu árum síðan söng Susan inn á plötu sem gefin var út í þúsund eintökum til styrktar góðgerðarstarfsemi : Cry me a river.
Susan hefur vakið mikla hrifningu um allan heim og talar Reuters 17. apríl sl. um 20 milljónir sem hafa hlustað á hana á netinu. Hreinasta upplifun. Konan er gull og gersemi.
Susan syngur aftur í þættinum 23. maí nk.
Umhverfismál | Breytt 22.4.2009 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 23:10
Sorglegur gjörningur
Mér er um megn að skilja svona vinnubrögð.
Hverjir sögðu já? 20 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 11 þingmenn Samfylkingarinnar, 4 þingmenn Framsóknarflokksins, 2 þingmenn Frjálslynda flokksins og 1 þingmaður utan flokka á þingi. Aðrir voru fjarstaddir (13) eða í leyfi (2).
Hverjir sögðu nei eða sátu hjá? 8 þingmenn Vinstri Grænna og 1 þingmaður Samfylkingarinnar sögðu nei. Til viðbótar sat einn þingmaður Samfylkingarinnar hjá (í mótmælaskyni).
Lög um Helguvíkurálver samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 20.4.2009 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 09:31
Hrossakaup
Það er lítil reisn yfir þingmönnum dagsins ef Helguvíkurvitleysan nær fram að ganga. Stóriðjufirra og náttúrleysi pólitíkusa er skammsýni öllum til skammar.
Stóriðjuleppar eru margir á þingi og virðast þeir almennt vera á mála hjá erlendum álfyrirtækjum, svo mjög að þeir geta ekki einu sinni fjallað um stjórnarskrá Íslands án þess að álherrar leggi til blessun sína.
Helguvíkurmeinlokan er uppfinning lélegra þingmanna og ráðherra, vissi-ekki-ráðherrans (Björgvin) og ha-ráðherrans (Árni). Hrein eymd að líffræðingur skuli flytja þennan gjörning. Við höfum lítið að gera með huglausa þingmenn. Það er ekki hlutverk þingsins að ganga erinda erlendra fyrirtækja.
Eru ekkert nema já-menn á Alþingi? Spornið við þessum gjörningi ! Hann stríðir gegn heilbrigðri skynsemi ! Heiður Alþingis er í veði.
Nefndarálit minnihluta iðnaðarnefndar.
Stjórnarskrá ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 18.4.2009 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2009 | 09:02
Þeir kalla ekki allt ömmu sína...
...stóriðjusinnarnir ... "sómi", "áhyggjur", "hlutleysi" ... hm ! Það er hægt að klæða þetta í ýmsan búning...
Umhverfisnefnd er álíka fyrir umhverfið og Siv um Folavatn... Taktu mengun í nös
Vill að Kolbrún víki sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)