Hvað er nú þetta?

Hvaða tvískinningur er þetta? Auðlindir áttu þær ekki að vera sameign íslensku þjóðarinnar? Áttu þau frómu orð ekki beint í stjórnarskrá? Það væri til lítils ef ALLT á að selja.

Hitaveita Suðurnesja (HS) var sú eina sem var seld einkaaðilum að hluta til (15%) FYRIR orkulögin sem sett voru til "að tryggja að öll mikilverðustu vatns- og jarðhitaréttindi sem nú eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, beint eða óbeint, haldist áfram í eigu þessara aðila". Enn fremur er hægt að lesa hér í greinum bæjarstjóranna að "þegar ríkið ákvað að selja 15% hlut sinn í HS var það skilyrt að hvorki sveitarfélögin eða aðrir opinberir aðilar gætu boðið í hlutinn"....

Eigendur HS (nú HS veitur og HS orka): Reykjanesbær (34,75%), Geysir Green Energy (32%), Orkuveita Reykjavíkur (16,58%), Hafnarfjarðarbær (15,42%) og aðrir (1,25%). Aðrir eru Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Garður og Vogar. 

Núna eru fyrirtækjabörn HS í vandræðum og Íslandsbanki á handveð... fulltrúar iðnaðarráðuneytisins nefndir í fréttinni... Ríkið er aftur komið með súpuna heim í ríkisbanka... eða hvað? Er þetta upphafið á fjárfestingum Ameríkana í orkufyrirtækjum á Íslandi? Eða er bara verið að gera tilraunir með einkavæðingarafurðina í jarðvarmageiranum með það að afsökun að æ æ það eigi mest lítið eigið fé...

Eru orkufyrirtækin ef til vill öll þegar í höndum lánardrottna vegna offjárfestinga? Veiðiskipin kannski sömuleiðis? Hverjir eru lánardrottnar? Ríkisbankarnir? Stóri bróðir, er hann kannski sérstaklega í heimsókn vegna erlendra lánardrottna? Daginn eftir, 8. maí : Heimslögregla kapítalismans ;)

Hafa menn bókstaflega klúðrað öllu í gegnum tíðina?

Fréttin á rúv skýrir kannski eignarhaldið aðeins betur og ástæðuna fyrir fjárhagsstöðunni: offjárfestingar sem veðja á Helguvík samkvæmt formúlunni "Hamast fyrst og hugsa svo" eða kvarta sáran og þrengja síðan að fólkinu á svæðinu nema auðvitað þeim sem eru ábyrgir fyrir öllu saman. Þrýsta síðan á stjórnmálamenn um að Helguvík muni bjarga öllu...

15. maí : Er þetta eðlilegt? Undarlegt að meina sveitarfélögum á svæðinu eða ríkinu að fjárfesta í hitaveitu Suðurnesja en hleypa erlendum fjárfestum inn... Hitaveita Suðurnesja fellur ekki undir orkulögin en þarna er verið að selja auðlindir... Hvað er þetta annað? Er allt falt á Íslandi? Varúð ! Frétt á rúv : Mikill áhugi á Hitaveitu Suðurnesja. Mæli með skrifum Smala varðandi Reykjanesið.


mbl.is Áhugi að utan á Geysi Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Samfylkingin er í stjórn núna og þá er allt falt.

Arinbjörn Kúld, 7.5.2009 kl. 22:53

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Þú segir nokkuð...

GRÆNA LOPPAN, 7.5.2009 kl. 23:25

3 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

... en orkulögin voru að tillögu Össurs...

GRÆNA LOPPAN, 15.5.2009 kl. 05:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband