Færsluflokkur: Umhverfismál

Brask ALCOA og ALCAN RIO TINTO fjandsamlegt Íslendingum

Að nýta sér neyð krónunnar er siðlaust. Fyrirgreiðsla ríkisins og orkufyrirtækja við þessa álrisa nægir þeim greinilega ekki. Græðgin smýgur inn um allar smugur. Að hafa áhrif á gengi krónunnar með þessum hætti er bein árás á stofnanir landsins og lífsgæði landsmanna. Sjá frétt á visir.is. Álhringirnir hagnast á auðlindum landsins og spreða yfir okkur heilsuspillandi mengun. Andlitslyftingin gagnvart innfæddum felst í því að "styrkja" hér og þar með smáaurum, t.d. menningarstarfsemi innfæddra...  Þetta er þriðjaheimspólitík. Svo eru forstjórarnir íslenskir... hversu lágt geta menn lagst.

Spennandi tímamót og forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu

Ísland loksins að komast á blað í umhverfismálum !

Halldór Ásgrímsson, núverandi framkvæmdastjóri skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar, hlýtur að hafa grænkað í framan...


mbl.is Norræn stefna í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vita Íslendingar yfirleitt um hvali?

"Veiðar á stórhvölum voru stundaðar með hléum frá landstöðvum við Ísland í liðlega eina öld, eða til ársins 1989. Frá árinu 1948 takmörkuðust veiðarnar við starfsemi stöðvarinnar í Hvalfirði en þar voru lengst af fjögur skip að veiðum yfir vertíðarmánuðina júní-september. Á árunum 1948-1985 voru að meðaltali veiddar 234 langreyðar og 68 sandreyðar árlega og 82 búrhvalir árin 1948-1982 (alfriðaður í Norður-Atlantshafi frá árinu 1982). Árið 1986 gekk í gildi ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) um tímabundna stöðvun veiða í atvinnuskyni. Í samræmi við ákvæði hvalveiðisáttmálans var hins vegar veiddur takmarkaður fjöldi lang- og sandreyða í rannsóknarskyni árin 1986-1989. Frá árinu 1990 hafa engar hvalveiðar verið stundaðar frá Íslandi.

Hrefnuveiðar voru stundaðar á litlum vélbátum hér við land mestan hluta síðustu aldar. Veiðar þessar voru lengst af smáar í sniðum, nokkrir tugir dýra á ári. Á árunum 1977-1985 ákvað Alþjóðahvalveiðiráðið árlegan veiðikvóta fyrir svæðið Austur-Grænland/Ísland/Jan Mayen og komu flest árin um 200 hrefnur í hlut Íslendinga. Vegna banns við hvalveiðum í atvinnuskyni hafa hins vegar engar veiðar á hrefnu verið leyfðar hér við land frá lokum vertíðar árið 1985."

Útdráttur úr Nytjastofnar sjávar 2002/2003 - aflahorfur 2003/2004 (pdf-skjal)

"Veiðar á langreyði hófust í atvinnuskyni haustið 2006, en hafa legið niðri síðan vegna óvissu um sölu afurða. Nú hefur þeirri óvissu verið eytt. Veiðar á hrefnu í vísindaskyni hófust árið 2003 og lauk árið 2007. Alls voru veidd 200 dýr. Veiðar á hrefnu í atvinnuskyni hófust árið 2006 og hafa verið stundaðar síðan. Alls hafa 46 dýr verið veidd í atvinnuskyni og afurðirnar að langmestu leyti farið á innlendan markað. Á þessum tíma hafa því alls verið veiddar 246 hrefnur."
Útdráttur úr reglugerð Einars K. frá 29. janúar sl.

"Fjórar þessara tegunda eru taldar vera í útrýmingarhættu (e. endangered) og 20% líkur eru á því þær deyi út á næstu tuttugu árum. Sérfræðingar meta það svo að dýr í þessum flokki séu ekki í bráðri útrýmingarhættu en muni að öllum líkindum hverfa ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða í nánustu framtíð. Þessar tegundir eru steypireyður, sandreyður, langreyður og Íslandssléttbakur."
Útdráttur úr svari á Vísindavefnum við spurningunni: Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag? Svarið er frá 2003.

Hér vantar hvers vegna Íslandssléttbakur hvarf að mestu. Baskar veiddu hval hér við land fram á 18. öld. Fram á 19. öld voru einungis veiddar þær tegundir hvala sem hægsyndar teljast. Eftir ofveiði á sléttbak var röðin komin að reyðarhvölum en þeir sukku til botns ef þeir voru skutlaðir. Það var lengi vandamál. Svend Foyn frá Túnsbergi var upphafsmaður iðnvæðingar í hvalveiðum. Hann kom hingað sumarið 1866. Hann fékk einkaleyfi á uppgötvun sinni 1881. Norðmenn voru fyrst með landstöðvar í Norður Noregi og þá á Íslandi frá 1883 og víða um heim. Sléttbak, sem er spikfeitur, var útrýmt við Íslandsstrendur um aldamótin 1900. Hvalveiðar voru bannaðar í Noregi 1904 og á Íslandi 1913. Veiðarnar voru leyfðar aftur 1928 o.s.frv.
Heimild: Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland 1600-1939, 1987. 

Bannað er að veiða:
a) Hvalkálfa, hvali á spena og kvenhvali, sem kálfar eða hvalir á spena fylgja.

b) Grænlandssléttbak
, Íslandssléttbak, hnúfubak, steypireyð og búrhval (breyt. 304/1983).
c) Langreyðar innan við 55 fet eða 16,8 metra að lengd og sandreyðar innan við 40 fet eða 12,2 metra að lengd og búrhvali innan við 35 fet eða 10,7 metra að lengd.

Hið umdeilda leyfi hljóðar upp á hrefnuveiðar annars vegar og veiðar á langreyði hins vegar.

Sjá einnig: Öldungar hafsins


mbl.is Hugsa eins og hvalir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heil græðgisfrétt og ekkert um það sagt úr hverju á að framleiða metanólið...

Skyldi fyrirhuguð tilraun með erfðabreytt bygg tengd þessu? Það er nefnilega hægt að vinna metanól úr korni... eða viði... og hvorugt eigum við.

Á kannski að flytja hráefnið langar leiðir (svipað og með boxítið fyrir álverin) og flytja það síðan langar leiðir út í heim með tilheyrandi gróðurhúsaáhrifum? Hvernig væri að hugsa heilstætt og í samhengi. 

Helsti ókosturinn við metanólið á heimsvísu er að ræktunarjarðir fyrir manneldi eru teknar undir framleiðslu hráefnis til metanólframleiðslunnar. Því ekki virðist ætlunin að slaka á bílaæðinu. Komið hefur í ljós að þetta er leið sem gæti leitt til aukins hungurs í heiminum. Sjálfselska bílaþjóða.

Það sem þarf að þróa af alvöru eru almenningssamgöngur. Ef keyra á sem fyrr á þúsundum einkabíla án tillits til eyðslu er ekki verið að leysa neitt. Þá þarf alltaf meira metanól o.s.frv.

Rafmagnsbílar betri lausn?


mbl.is Metanól gæti skilað tugum milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta mál en...

... ég hef aldrei skilið af hverju hefur þurft að niðurgreiða raforkukostnað til garðyrkjubænda. Af hverju hafa þeir ekki einfaldlega fengið það sem erlend risafyrirtæki hafa fengið svo auðveldlega í gegnum tíðina varðandi allsherjarfyrirgreiðslu, skattaafslætti, tollfrjálsan innflutning og óhemjulágt raforkuverð.
mbl.is Íslenskt hugvit virkjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkunin bara til almenningsveitna...

...en ekki til stórnotenda (80% raforkunnar fer til stóriðjunnar)?
mbl.is Orkuverð hækkar hjá Landsvirkjun og OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert saklaust við útiræktun erfðabreyttra plantna (GMO)

Erfðabreyttar plöntur og svo margt fleira gruggugt hjá Monsanto. Heimildarmynd Marie-Monique Robin Heimurinn að uppskrift Monsanto The world according to Monsanto (á ensku). Arte/France 2007.

Sérstaka athygli vekur andvaraleysi stjórnmálamanna og eftirlitsaðila. Mútuþægni, falsaðar vísindaskýrslur og þöggun vísindamanna. Að ekki sé talað um svik og pretti ameríska fyrirtækisins sem teygir anga sína um allan heim. Heimildarmyndin Le monde selon Monsanto (á frönsku). Bókin og heimildarmyndin.

Það er mikilvægt að kynna sér allar hliðar málsins. Það er ekkert saklaust við útiræktun erfðabreyttra plantna (GMO : Genetically modified organism ; OGM á frönsku).

Það er alltaf heilög afsökun fyrir tilraunastarfseminni með erfðabreyttar plöntur, græðgissjónarmið gægjast inn hér og þar og á endanum étum við m.a. eitrið sem plönturnar drekka í sig, að ekki sé talað um áhrifin út í náttúrunni, sem enginn nennir að sjá fyrir...

20. maí : Útiræktun á erfðabreyttu byggi

25. maí : Ræktun mannapróteina í íslenskri náttúru

26. maí : Opið bréf til Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra


mbl.is Þrýstingur á Umhverfisstofnun vegna erfðabreytts byggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...þar sem margir þingmenn njóti myndarlegs fjárstuðnings orkufyrirtækja og stóriðju

... þessi setning er í frétt á rúv.is Mengunarfrumvarp úr þingnefnd. Grunar leikur á þeir hinir sömu reyni að smjúga inn hér á landi, t.d. með (styrkja)ryki í augu fólks (styrktir menningarviðburðir, menningarstofnanir, háskólanámskeið o.s.frv) þar sem beinn stuðningur við þingmennina sjálfa er væntanlega ógerlegur hér á landi...

Þó eru álfyrirtækin sumum þingmönnum ofarlega í huga þegar litið er á baráttu þeirra á þingi fyrir hönd álfyrirtækja, að ekki sé talað um umsagnarbeiðnir sem sendar voru til álfyrirtækjanna varðandi auðlindaákvæði stjórnarskrár...


Að skræla Ísland...

... og "styrkja" það svo með ölmusu. Hvaða skrípaleikur er þetta?

Væri ekki fremur við hæfi að álrisinn afþakkaði ýmsar skatta- og gjaldaívilnanir og borgaði eðlilega fyrir sig...

...svo Íslendingum auðnist sjálfum að standa undir stoðum síns eigin samfélags, s.s. heilbrigðiskerfinu, félagsþjónustu og mennta- og fræðslukerfinu.


mbl.is Alcoa styrkir Starfsendurhæfingu Austurlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúar hreppanna fá lögformlega kynningu

Hvað er eðlilegra?


mbl.is Neitar að staðfesta breytingar á skipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband