Færsluflokkur: Umhverfismál

Er hugmyndaleysi viðvarandi í Norðurþingi ?

Hvað gerðu menn áður en álfyrirtækin fóru að slá um sig hér á landi? Stórkallalegar framkvæmdir sem veitast að heilsu manna. Að halda öðru fram væri blinda.

VIÐBÓT: Enn þrýstir sveitarstjórinn á samkvæmt frétt á visi.is.

Tvennt vekur athygli í máli hans, annað er ótrúlega algeng afstaða hjá talsmönnum stóriðjuframkvæmda, að umhverfismat TEFJI FYRIR ! 

Í þessu tilfelli tímamótaákvörðun umhverfisráðherra um sameiginlegt umhverfismat um áhrif allrar framkvæmdarinnar frá 31. júlí 2008: "Hin kærða ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 13. febrúar 2008 er felld úr gildi og skulu umhverfisáhrif álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur metin sameiginlega samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sbr. 5. gr. laga nr. 74/2005." 

En hver er tilgangur með mati á umhverfisáhrifum ?

"[1] Lögum um mat á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að umhverfisáhrif þeirra framkvæmda, sem kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér, hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim. [2] Matinu er einnig ætlað [að] draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. [3] Ennfremur að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir." Af vef Skipulagsstofnunar.

Við höfum öll hag af því að varlega sé stigið til jarðar og náttúra þessa lands virt að verðugleikum.

Hitt er síðan setningin: "Það er mjög mikilvægt sálfræðilegt atriði fyrir íbúa á sveitarfélaginu," segir Friðrik." Heilt sveitarfélag er spanað upp í eina átt og þetta er orðið sálfræðilegt atriði... 


mbl.is Krefst heiðarleika af hálfu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun skekkir myndina vísvitandi

... með því að kaupa skipulagið. Spurning hvort þetta hafi verið tilfellið annars staðar.

Hvar er réttlætið þegar hagsmunaaðili - framkvæmdaraðilinn - veður uppi?

Þeir sem hyggjast nýta sér þann möguleika að gera athugasemdir (ókeypis NB) fá framan í sig setninguna að hver og einn sé bara einhver sem "ekki verður séð að eigi lögvarinna hagsmuna að gæta". Honum komi þar af leiðandi náttúra Íslands hreint ekki við.

Í raun getur hvaða framkvæmdaraðili sem er áformað hvað sem er í rólegheitunum og almenningur má jú vita, samkvæmt lögum, en á hann er kerfisbundið skellt þegar hann leyfir sér að gera athugasemdir (almenningur er brotinn niður í einstaklinga sem "ekki verður séð að eigi lögvarinna hagsmuna að gæta").


mbl.is Óskar eftir frekari upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vergar blóðsugur

Álrisarnir ganga á lagið og færa skuldir yfir á dótturfélögin á Íslandi til að borga sem minnst: gesturinn sest upp, býður í partí og étur okkur út á gaddinn. Skuldir dótturfélaganna virðast beinlínis vera 40 % af vergri landsframleiðslu (VLF), samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins. Bitinn stendur í hálsi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og skapar okkur enn verra ástand. Hvernig væri að kenna þessum álrisum mannasiði og vísa þessum skuldum dótturfélaganna til föðurhúsanna? Fríðindin enn og aftur á kostnað okkar. Kunna íslenskir forstjórar þessara dótturfélaga ekki að skammast sín...
mbl.is Lítil arðsemi af orkuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Folavatni ógnað af náttúruspillinum Landsvirkjun

Þetta fyrirtæki kann sér ekki hófs. Hef ekkert álit á þessum gaurum, ekki frekar en á þeim stjórnmálamönnum í líki ráðamanna sem knúðu íslenska náttúru á hnén fyrir hvað, jú ALCOA. Fyrir mér er þetta ekkert annað en endalaust hryðjuverk í þágu græðginnar. Seint ætla Íslendingar að stíga af þeim fola alveg sama hversu eyðileggingin er mikil og lífskjörin dala.

Álfyrirtækin hafa það greinilega fínt á okkar kostnað, eins og alltaf, en Landsvirkjun er skuldum vafin og vill helst auðvitað velta því yfir á okkur án þess að hlusta á neinn nema sjálfa sig. Fyrirtækið valtar yfir allt og alla og hefur gert lengi. Við megum náðarsamlegast ábyrgjast lánin þeirra í gegnum ríkið en að öðru leyti kemur okkur þetta ekkert við. Mótmæla, hvaða vitleysa! Allt skal þeim leyfilegt en það erum við sem þurfum alltaf að borga, að ekki sé talað um náttúru lands vor !

Hápunkturinn var þegar forstjóri Rio Tinto Alcan borgaði allar skuldir fyrirtækisins rétt fyrir hrun og fékk verðlaun fyrir. Innherjamál? Hví gerði Landsvirkjun ekki slíkt hið sama? Offjárfestingar kannski í þágu álfyrirtækja...

Folavatn í kvöldfréttum sjónvarps í gær.


Bless

Ekki hefur mér fundist þessi tugur hans í starfi neitt sérstaklega skemmtilegur. Skuldir Landsvirkjunar skulu aldrei settar í neitt samhengi... bara regn í nös samborgaranna. Kannski er tími fyrrverandi ráðherra í forstjórastörfum hjá ríkinu, sendiherrastörfum, ritstjórastörfum o.s.frv. loksins liðinn.
mbl.is Hættir sem forstjóri Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álbræðslurnar ekki í ruslflokk

... heldur Landsvirkjun.
mbl.is Lánshæfiseinkunn lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ræna úr einum vasa

... og setja í hinn.
mbl.is Alcoa styrkir Norðursprota um tæpar 7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsvirkjun biðlar enn "til að ráðast í nýjar virkjunarframkvæmdir". Hverjar?

Fyrirtækið vill fá enn eina heimildina til að taka milljarðalán. Alltaf þurfum við að bakka öll lánin þeirra með ríkisábyrgð en það stráir á móti "styrkjum" á önnur ríkisfyrirtæki, söfn og ýmsa menningarviðburði, býður ókeypis sumarkúrsa í háskólum og hvaðeina, sér til vinsældaauka. Hvað, er það svo skuldugt og fjárþurfi eftir allt saman?

Samkvæmt frumvarpi meirihluta efnahags- og skattanefndar er Landsvirkjun yfirlýsingaglatt um fjármagnsþörf sína: "65–70 milljarða kr. þurfi á yfirstandandi ári til að mæta endurfjármögnunarþörf fyrirtækisins og til að geta ráðist í nýjar virkjunarframkvæmdir". Hverjar? Enn eru framkvæmdir í biðstöðu, samkvæmt upplýsingafulltrúanum. Hvaða framkvæmdir er þar átt við? Og skyldu þær koma okkur við?


Garðyrkjubændur og stóriðjurafmagn

Stöð 2 fjallaði um málið í kvöldfréttum í gær og þar er talað um fyrirspurn SIJ á Alþingi um málið í gær en ég get ekki séð að vakið hafi verið máls á þessu þar síðan 19. maí sl. og þá í óundirbúnum fyrirspurnatíma.... Kannski er þetta bara árátta fréttamanna að allar fréttir þurfi að flytja af því sem gerðist síðast í gær, eins og til að afsaka hvað seint umfjöllunin kemur í sjónvarpsfréttum... Hvað skiptir það máli ef umfjöllunin er vönduð?

Sjá annars þetta og þetta.

ps Og það er enginn flokkur á mbl.is sem heitir raforkumál eða auðlindamál eða neitt slíkt enda snertir allt er varðar raforku óhjákvæmilega umhverfið... 


Skussarnir...

...hafa þeir nokkurn tímann fengið náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs?


mbl.is Margar tilnefningar til norrænu umhverfisverðlaunanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband