Landsvirkjun skekkir myndina vísvitandi

... með því að kaupa skipulagið. Spurning hvort þetta hafi verið tilfellið annars staðar.

Hvar er réttlætið þegar hagsmunaaðili - framkvæmdaraðilinn - veður uppi?

Þeir sem hyggjast nýta sér þann möguleika að gera athugasemdir (ókeypis NB) fá framan í sig setninguna að hver og einn sé bara einhver sem "ekki verður séð að eigi lögvarinna hagsmuna að gæta". Honum komi þar af leiðandi náttúra Íslands hreint ekki við.

Í raun getur hvaða framkvæmdaraðili sem er áformað hvað sem er í rólegheitunum og almenningur má jú vita, samkvæmt lögum, en á hann er kerfisbundið skellt þegar hann leyfir sér að gera athugasemdir (almenningur er brotinn niður í einstaklinga sem "ekki verður séð að eigi lögvarinna hagsmuna að gæta").


mbl.is Óskar eftir frekari upplýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki kafa of djúpt í málefni Landsvirkjunar. Það er ekki víst að geðheilsan þoli það sem þá kæmi í ljós. Hrunflokkarnir, Sjálfstæðis og Framsókn, mokuðu viljandi undir það fyrirtæki með það fyrir augum að einkavinavæða það.  Hver veit nema sá draumur þeirra rætist þótt óljóst sé hvers vinir nái þar yfirráðum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.9.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Skemmtilegt orð : hrunflokkarnir !

Hófst frekjutímabilið í sögu Landsvirkjunar ekki 1999... upp frá því þurfti forstjórinn ekki lengur að hafa áhyggjur af kjósendum...

GRÆNA LOPPAN, 4.9.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband