Landsvirkjun biðlar enn "til að ráðast í nýjar virkjunarframkvæmdir". Hverjar?

Fyrirtækið vill fá enn eina heimildina til að taka milljarðalán. Alltaf þurfum við að bakka öll lánin þeirra með ríkisábyrgð en það stráir á móti "styrkjum" á önnur ríkisfyrirtæki, söfn og ýmsa menningarviðburði, býður ókeypis sumarkúrsa í háskólum og hvaðeina, sér til vinsældaauka. Hvað, er það svo skuldugt og fjárþurfi eftir allt saman?

Samkvæmt frumvarpi meirihluta efnahags- og skattanefndar er Landsvirkjun yfirlýsingaglatt um fjármagnsþörf sína: "65–70 milljarða kr. þurfi á yfirstandandi ári til að mæta endurfjármögnunarþörf fyrirtækisins og til að geta ráðist í nýjar virkjunarframkvæmdir". Hverjar? Enn eru framkvæmdir í biðstöðu, samkvæmt upplýsingafulltrúanum. Hvaða framkvæmdir er þar átt við? Og skyldu þær koma okkur við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband