Færsluflokkur: Umhverfismál
24.9.2009 | 05:29
1. apríl
Fyrirsagnafyllerí á mbl.is og á visir.is þó er ekkert það í fréttunum sem réttlætir kóun þessara fyrirsagna við eitt ákveðið verkefni og einn ákveðinn aðila, sem vill öllu ráða hér á landi...
Bjartsýnn á framhaldið á Bakka
Jón Hákon skrifar : "Bergur [Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings] vildi ekki segja hvort hann hefði fengið skýr svör frá ráðherra um framhaldið en segir að verið sé að vinna að þessum málum og áfram verði unnið á næstu dögum. Ég er bara svona þokkalega bjartur á að ágætis lausn finnist í þessu öllu saman," segir Bergur í samtali við Vísi. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu."
Það er ruv.is sem kemur með kjarnann í fyrirsögn:
Neita að gefa upp hvað stendur til
Góður fundur um Bakkaálver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 16:53
Á fundi miðstjórnar fór einnig fram umræða um mögulegar úrlausnir vegna greiðsluvanda heimilanna...
Áhyggjur af óvissu um álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 14:51
Nú, áttum við að borgar skattana fyrir þá?
Skattarnir afar íþyngjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.9.2009 | 13:11
Fær fréttamaðurinn þá ekki áfall ?
Engin sérleyfi á Drekasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 6.9.2011 kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 17:05
Klær sérhagsmuna...
Það er undarlegt þetta nudd. Fyrrverandi ráðherrar sækjast í að stjórna fram í rauðan dauðann og nudda sér af frygð eins og fresskettir að fjölmiðlum. Vilja stjórna skoðunum fólks líka, ekki bara lífi þess. Þessir menn hafa ekki skilið hlutverk sitt. Þeir hafa blindast af valdinu og gleymt því að kjörnir fulltrúar þjónusta þjóðina, þeir eru þjónar.
Fjölmiðlamenn eru sumir hverjir heillaðir af valdbeitingunni og ráða sig umvörpum í störf umkringis ráðherra, auðhringa o.s.frv. Þeir huga að yfirborðinu, hvernig valdsmennirnir koma fyrir augu fólks, sjá um að kasta rykinu. Þeir fara í framboð og sitja á þingi í umboði þjóðarinnar en festast í flokkslínunum og fá sér í glas. Hagsmunaöfl sækjast eftir kröftum og sál fjölmiðlamanna því umfjöllun þeirra er skoðananmyndandi, sem er það eina sem vekur áhuga þeirra. Öflin vilja kaupa sér atkvæði, markaði, samninga o.s.frv. Þegar fjölmiðlamenn heillast af sviðsljósinu og selja sál sína fyrir sérhagsmuni er voðinn vís ; aðhaldið horfið út í veður og vind og upplýsingar ekki lengur heilar..
Það er þetta nudd milli hagsmunaaðila, pólitíkusa, auðhringa, og fjölmiðla sem rústar lýðræðinu.
Ritstjóramálum lokið á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2009 | 08:19
Að hugsa langt fram í tímann
Varmaorkan
"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt. Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.
12%
"Þorsteinn benti á að við raforkuframleiðsla með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands]". Mbl. 18. okt. 2007.
Að hugsa langt fram í tímann
"Jóhannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóri Hitaveitu Reykjavíkur, leit svo á starfsskyldur sínar að honum sem hitaveitustjóra bæri að hugsa langt fram í tímann og tryggja íbúum og fyrirtækjum borgarinnar, og síðar höfuðborgarsvæðinu öllu, heitt vatn til húshitunar um ókomna framtíð og á eins hagstæðu verði og mögulegt væri. Hann vildi varðveita Hengilssvæðið sem framtíðarjarðhitasvæði fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Síðasta verk hans í þessu lífi var að skrifa um þessi mál. Hugsjónir Jóhannesar og viðhorf eru til fyrirmyndar og eftirbreytni, sjálfstæðismönnum líka." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.
Vatnsveitur og hitaveitur landsmanna
"Neysluvatn og jarðhitavatn eru staðarverndaðar auðlindir. Hvorugt verður flutt mjög langar vegalengdir. Á Íslandi getur enginn orkugjafi keppt við jarðhitavatn fyrir upphitun húsa. Samkeppni verður því ekki við komið. Einkaaðili sem ræður yfir slíkri auðlind hefur einokunaraðstöðu (einokun þýðir að einn getur kúgað annan). Þegar um er að ræða þjónustufyrirtæki í lýðræðisþjóðfélagi eins og vatnsveitu og hitaveitu er einokunaraðstaða ekki fyrir hendi. Hún er aðeins fyrir hendi hjá einkaaðila í þessu sambandi. Opinberu þjónustufyrirtæki er veitt aðhald af kjósendum og opinberri umræðu um hið opinbera fyrirtæki. Nákvæmlega þetta á sér nú stað um hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur. Samkeppni er ekki eina leiðin til aðhalds. Af öllu þessu leiðir að hvorki má einkavæða vatnsveitur né hitaveitur sem þjóna sveitarfélögum eða þær auðlindir sem þær byggja á." Stefán Arnórsson, Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32
Herferðir auðhringa
Það kemur síðan í ljós næstu tíu daga hverjir hlaupa apríl fyrir stóriðjuna með tafar- og atvinnuþemunum. Munu fjölmiðlar dansa í takt við samfélags- og upplýsingateymi alcoa... eða hugsa til þegna þessa lands með notalega heit hús til framtíðar og ódýru rafmagni.25 milljarða stórvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 10:34
Loksins gleðiefni !
Skyldur fjölmiðla eru við þegna þessa lands.
Upplýsingaskylda fjölmiðla er rík, sem og almennt aðhald við valdið, hvort sem það er framkvæmdarvaldið, flokksveldin, peningavald, vald auðhringa o.s.frv.
Fagnaðarefni er þegar fjölmiðlar minna á það jákvæða í því sem gert er og möguleika þess, svo sem eins og hér er gert í þessari frétt.
Grænn farmiði inn í framtíðarlandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 07:33
Heilbrigð skynsemi : seinkun ?
Mikið er ég þreytt á asanum sem kemur beint úr vasa framkvæmdaraðilans... Það er bókstaflega ekkert sem réttlætir hann: heilsa okkar, budda og umhverfi skiptir máli, takk fyrir. Styrking suðvesturlínanna verður á okkar kostnað, virkjunarframkvæmdir sömuleiðis, sem og alls kyns ívilnanir vegna enn eins álvers. Er Ísland að verða eitt allsherjarálland á mála hjá öllum nema sjálfu sér?
"...sameiginlegt umhverfismat, sem gæti seinkað framkvæmdum um langa hríð." Jahá, en hver er tilgangur með mati á umhverfisáhrifum ?
"[1] Lögum um mat á umhverfisáhrifum er ætlað að tryggja að umhverfisáhrif þeirra framkvæmda, sem kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér, hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim.
[ 2 ] Matinu er einnig ætlað [að] draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða.
[ 3 ] Ennfremur að kynna umhverfisáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir." Af vef Skipulagsstofnunar.
Raflínur munu valda talsverðu raski
Verulega neikvæð áhrif vegna lagningar Suðvesturlína
Raflínur trufla fuglalíf
Athugasemdir Landverndar frá 1. des. 2008
Bergur Sigurðsson Laumuleikur Landsnets. Athyglisverð aðsend grein í Mogganum í gær (22/9), sem fjallar um það sem Landsnet kýs að fjalla ekki um í matsskýrslu: "Matsskýrslan fjallar ekki um þá þætti sem myndu valda mestu umhverfisraski en umhverfisráðherra getur gert Landsneti að segja satt og rétt frá."
Gengur hægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 23.9.2009 kl. 06:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 22:18
Búktal stóriðjunnar
Það vekur athygli hve orkugeirinn og stóriðjan tala auðveldlega í gegnum Starfsgreinasambandið, Samtök iðnaðarins, Alþýðusambandið og forseta sveitarstjórnar Norðurþings. Búktalið er sérstaklega áberandi þessa dagana...
Það sama gerðist 2001 (Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði): Starfsgreinasambandið og ASÍ.
Sumir hafa leyft sér ýmislegt: Milljónagreiðslur Landsvirkjunar.
Hvað gerðu þessir dólgar FYRIR stóriðjuæðið (með tilheyrandi gjörnýtingarstefnu í virkjunarmálum og þungavigtarlánum)? Þreytandi þetta hugmyndaleysi.
Skyldi galdurinn liggja í teyminu? "Hluti samfélags- og upplýsingateymis Alcoa Fjarðaáls mun eftir breytingarnar starfa fyrir Alcoa á Íslandi." 10. okt. 2008. Tengingin inn á Alþingi? Sérnefnd um stjórnarskrármál undir forystu Álgerðar gerði sér lítið fyrir og bað álfyrirtækin um umsögn um breytingar á Stjórnarskrá Íslands (!) í vor... (Century Aluminum var eitt um að svara). Þegar til kom vildi enginn í nefndinni gangast við þessum beiðnum...
Er ekki kominn tími til að kanna ítök álfyrirtækjanna á Íslandi?
Ráðherrar hafna gagnrýni ASÍ
Umhverfismál | Breytt 11.9.2009 kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 07:12
Hverjar eru hætturnar?
Það sem fyrst kemur upp í hugann: er gull framtíðarinnar, vatnsbólin, í hættu? Myndar binding koltvíoxíðs aðra hættu og þá hverja? Hver styrkir rannsóknirnar? Hverjir eru þessir þekktu erlendu sérfræðingar? Hverjir eru erlendu háskólarnir tveir? Hvert er mat blaðamannsins? Hefur hann kynnt sér málið frá annarri hlið en þeirri sem hér er sagt frá, þ.e. frá forseta samtaka evrópskra jarðefnafræðinga og þess jarðefnafræðings sem stýrir verkefninu? Það er ómögulegt að mynda sér skoðun á málinu með svo takmörkuðum upplýsingum...
Á visir.is er vitnað í fréttatilkynningu frá OR og talað um alþjóðlega vísindaráðstefnu um bindingu koltvísýrings í jarðlögum hér á landi þessa dagana og þar er talað um fjölþjóðlegt CarbFix verkefni...
Hefur endurheimt votlendis loks verið talin til mótvægisaðgerða af SÞ? Þórunn Sveinbjarnardóttir, þá umhverfisráðherra, vakti einmitt "athygli á tillögu Íslands um að endurheimt votlendis verði viðurkennd formlega sem leið til að binda kolefni úr andrúmslofti" á 14. aðildarríkjaþingi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í desember 2008.
Skýrsla umhverfisráðuneytis 2009: Möguleikar til að draga úr nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi (pdf-skjal).
Það sem skýrslan sú fjallar ekki um: "Auk þjóðhagfræðilegra áhrifa er ekki metin hin ýmsu jákvæðu ytri áhrif sem hljótast vegna mótvægisaðgerða, svo sem bætt heilsa og minni loftmengun vegna aðgerða í samgöngum." (bls. 220).
Íslendingar í forystu við bindingu koltvíoxíðs í berg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)