Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.1.2009 | 10:06
Pólitískt val : klára kerskála í ofboði frekar en tónlistarhús
![]() |
Undirbúnir samningar um yfirtöku á tónlistarhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.12.2008 | 08:17
Blái grauturinn mallar
Athyglisverður flokkurinn sem Bjarni nefnir ekki. Skyldu "allir" ritstjórar (nema hver?) og fréttastofustjórar (nema hver?) og aðrir fjölmiðlaguttar vera tryggilega þaðan? Ekki nóg með það fréttablaðsritstjórinn er fyrrverandi samráðherra úr þeim flokki, seðlabankastjóri líka, landsvirkjunarstjórinn líka, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fyrrverandi þingmaður þaðan o.s.frv. Voru flokksblöðin betri eftir allt saman? Alla vega ekki þessi þykistuleikur um fjölbreytni.
Á hinn bóginn virðast aðstoðarmenn ráðherra fremur vera úr fjölmiðlaheiminum en sérfræðingar í málum sem ráðherrann fer með.
Þarft innlegg í umræðu og uppstokkun, takk.
![]() |
Stjórna í gegnum fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 16:21
Gat nú ekki verið: þingið rekið áfram með afbrigðum
Dagskrá þingsins er rekin þessa stundina með afbrigðum, sem þýðir að þingmönnum er ekki gefinn tími til að kynna sér málin, þeir hafa ekki tíma til að leita til umsagnaraðila fyrir utan að þeir frétta með stuttum fyrirvara af þingfundi ef ekki af tilviljun...
9.12.2008 | 12:49
Ómetanleg fréttaskot
Það er bókstaflega ekkert á fjölmiðlunum sem jafnast á við þessi fréttaskot. Reynslubolti í brú og myndataka og klipping með ágætum.
Smáupprifjun.
Þrískipting valdsins í framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald er grundvöllur lýðræðis.
Framkvæmdarvaldið á Íslandi:
- hefur ítök í löggjafarvaldinu : er einrátt á Alþingi með stjórnarfrumvarpaflóði og með formennsku og varaformennsku þings og allra fastanefnda. Formaður allsherjarnefndar viðurkennir (mars 2008) að stjórnarfrumvörp hafi forgang í öllum þingnefndum sem gerir Alþingi beinlínis að afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins.
Það virðist ekki duga því þess utan neytir það sterks þingmeirihluta (2/3) til að ná málum fram með afbrigðum (79. gr. þingskapalaganna), þ.e. í trássi við reglur þingsins og 28. gr. stjórnarskrárinnar kveður á um hægt sé að gefa út bráðabirgðalög í þinghléi EN AÐEINS þegar "brýna nauðsyn ber til".
= Glöggt er gests auga: "Þrátt fyrir ýmis ytri merki er íslenskt þingræði nafnið eitt. Í raun eru flest afgreidd lög frá Alþingi runnin undan rifjum ríkisstjórnar (stjórnarfrumvörp)." Þýðing á útdrætti úr Portrait de l'Islande eftir Jacques Mer. La documentation française 2004, bls. 35.
- hefur ítök í dómsvaldinu : skipun dómara.
- hefur ítök í fjölmiðlum : stjórnargírinn hefur lengi verið áberandi í fréttamiðlum og þeir hafa sjaldnast gegnt hlutverki sínu sem mótvægi við valdið, nú eða upplýsingahlutverki sínu.
= gagnrýnislaust framkvæmdarvald á lítið skylt við lýðræði, er hættulegt sjálfu sér (slæmar ákvarðanir endurtekið) og um leið öllu þjóðfélaginu.
![]() |
Vilja ríkisstjórnina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2008 | 11:23
Samþykkt skal það í heyranda hljóði
Tillagan um ÚTVARP ALÞINGI hefur stuðning þingmanna allra flokka en situr þó enn föst í allsherjarnefnd síðan í mars... hví þá?
Fyrri umræðan var stutt í febrúar enda auðvitað sjálfsagt mál að útvarpa þingfundum beint um allt land á sérstakri útvarpsrás, "beinar útvarpssendingar frá Alþingi ættu að vera sjálfsagður hlutur í nútímalýðræðisþjóðfélagi, á öld upplýsinga og fjölmiðlunar. Þær væru og í anda fyrri málsliðar 57. gr. stjórnarskrárinnar um að fundir Alþingis skuli haldnir í heyranda hljóði." Útdráttur úr greinargerð með tillögunni.
Alltof margt í þessu þjóðfélagi er miðað við tölvusitjandi og sjónvarpssitjandi fólk þar sem augað og athyglin eru tekin frá. Útvarpið nær hins vegar til allra.
Að útvarpa fundum Alþingis væri þjónusta við það atkvæði sem hver og einn greiðir í kosningum til þings. Kjósandinn þarf að vita hvað gert er í hans umboði og hvernig.
![]() |
Enn reynt við útvarp frá Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 13:43
Fjölmiðlablús
Getur verið að ítök stjórnvalda í fjölmiðlum hefjist við forsætisráðherratíð Davíðs nokkurs Oddssonar 1991? Eða hefjast þau við lok Þjóðviljans 1992? Mótmæli hafa lengi verið erfið á Íslandi en stór hluti þeirra hefur einfaldlega verið barátta fyrir því að koma upplýsingum til fólks.
Það er erfitt að mynda sér skoðun þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir, þegar upplýsingum er beinlínis haldið frá fólki. Þegar fjölmiðlar breytast smám saman í framlengdan arm valdhafa í þjóðfélaginu er landinn varnarlaus.
Þá vaknar spurningin um það hvort fjölmiðlar séu færir um að gagnrýna hlut sinn. Að hafa ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni eða hlutverki sínu sem mótvægi við valdið.
Sár reynsla okkar sem höfum reynt að koma náttúru Íslands til bjargar er sú að við höfum oftar en ekki verið svert eða þögguð í hel. Það er engin tilviljun að mótmælaspjöld voru máluð báðum megin fyrir Hálendisgönguna 27. febrúar 2003, fjölmiðlar áttu það nefnilega til að mynda bakhlið spjaldanna, líklega til þess að skilaboð mótmælanna kæmust alveg örugglega ekki til skila.
Heilbrigt lýðræði þolir illa fjölmiðla sem syngja í stjórnarkór. Fjölmiðlar eiga að hafa hemil á valdhöfum, benda á það sem betur mætti fara, vera óragir við að gagnrýna og tilbúnir að upplýsa hvað sem tautar eða raular í hæstu hæðum. Það er ekkert lýðræði án gagnrýnna fjölmiðla. Svo einfalt er það.
Það er núna sem við fylgjumst náið með fjölmiðlunum sem slíkum, hverjum þeirra sé treystandi. Nokkuð augljóst að flokksrakkar um allar fréttastofur gera þjóðinni lítið gagn.
Ein merkilegasta nýjung undanfarið eru fréttaskot Þóru Kristínar á Sjónvarp mbl.is þar tekur hún þjóðarpúlsinn á einstaklega vandaðan hátt mbl.is Það er nefnilega til fólk í þessu landi og því líður ekkert sérstaklega vel.
5.12.2008 | 18:39
Flennimyndir
Hvað er þetta með flennistórar andlitsmyndir í fjölmiðlum?
Er það út af því að ljósmyndarar eru ekki á lausu til að myndskreyta greinar? Skortir þá ímyndunarafl? Auga? Er þetta út af því að innihaldið skiptir minna máli en útlit höfundarins? Fegurðarsamkeppni? Vilja höfundarnir verða stjörnur? Fjölmiðlastjörnur. Prímadonnur? Hví þurfum við að vita hvernig fjölmiðlamenn líta út, nú eða höfundar yfirleitt? Eitt dæmi um þessa undarlegu tísku er smugan.is
Og HÍ, hvað er hlaupið í skólann? Þar eru líka flennistórar andlitsmyndir af kennurum (nærmynd) og fyrrverandi nemendum... hi.is
Og á útvarpinu, hvað er þetta með andlitsmyndir, þurfum við þær? ruv.is Nægja raddirnar ekki?
Þurfum við allt þetta andlitafans?
Þegar hundar sýna tennurnar er ástæða til að óttast, hví er mannskepnan svona óð í að sýna í sér tennurnar? Skælbrosandi endalaust. Á þetta að vera jákvætt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 09:16
Að æra óstöðuga
Greinin Ráðamenn verða að viðurkenna ábyrgð með viðtali við Elsu Báru Traustadóttir sálfræðing á visir.is sem skráð er á Fréttablaðið segir margt sem við skynjum þegar. Sú tilfinning liggur í loftinu að reynt sé að skella skuldinni á fólkið í landinu. Galli er hins vegar að greinar á vefjum fjölmiðla eru án undirskriftar. Hver tók viðtalið við Elsu Báru?
Kaupmannahafnarbúar aðskilja yfirbygginguna (kerfið), bankamenn (svigrúm) og aðra útrásarvíkinga frá fólkinu í landinu í þeim viðtölum sem Héðinn Halldórsson tók og birtust í kvöldfréttum í gærkvöld.
2.12.2008 | 19:36
Hví óeirðalögregla á Íslandi?
Síðan hvenær hafa "óeirðir" verið á Íslandi? Hví óeirðalögga á Íslandi eða hvað þetta nú heitir, þetta brynjaða gengi?
Fyrir mótmælendur eru brynjuð lögga tákn fyrir ofbeldi enda er hrópað í kór beinlínis vegna hennar: "Réttlæti ekki ofbeldi" http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/21373/. Mótmælendur sjá sig þess utan neydda til að rétta upp hendur til að gera þeim brynjuðu ljóst að þeir séu óvopnaðir, sem þeir hinir sömu hefðu þó átt að vita. Mótmælendur skynja hættuna á því að þeim brynjuðu verði sigað á þau.
Mótmæli magnast þegar á þau er ekki hlustað. Og það þýðir ekkert að stanglast á "friðsamlegar" sýnkt og heilagt, sem hljómar líkt og veriði stillt krakkar (annars fáið þið ekki neitt). En þegar ekkert fæst hvort sem er sefast reiðin engan veginn og brynjuð lögga virkar sem nauðvörn stjórnvalda sem hlusta ekki.
Mótmæli eru tjáning ætluð þeim sem eru ábyrgir fyrir því sem mótmælt er. Hlustið og gefið eftir!
Fróðlegt að sjá fréttina: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/21316/
"Þrátt fyrir fyrirheit um annað fóru Bandaríkjamenn leynilega fram á það árið 1951 að fá að flytja herlið til Íslands. Ríkisstjórn Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna samdi við þá um hervernd og kallaði saman á laun þingmenn allra flokka nema Sósíalistaflokksins til þess að fá samþykki þeirra. Að sögn ríkisstjórnarinnar féllust þeir allir á herstöðvasamninginn." Íslandssaga í stuttu máli eftir Gunnar Karlsson, Mál og menning, 2000, bls. 62-3.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 14:47
Þúsundir Íslendinga mótmæla óstjórn
Er það fréttnæmt á Íslandi að mótmæli séu "friðsamleg"?
Á vef ruv.is 29.11 er fyrirsögnin "Mótmælin fóru friðsamlega fram". Og hvað, er það aðalatriðið? Þar stendur einnig "Talið er að um fjögur þúsund manns hafi mætt á mótmælafundinn." Hverjir telja það? Hvaðan kemur ágiskunin? Vitnað er í frummælendur, sem er hið besta mál, og tekið fram að fundurinn sé sá 8. í röðinni. Myndin sem fylgir er ein um að lesa á mótmælaspjöldin.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239579/
Á vef visir.is er fyrirsögnin 30.11 "Þúsundir kölluðu eftir ábyrgð" en þar er einnig tekið fram "Fundurinn var sá áttundi í röð sams konar funda og fór hann friðsamlega fram." Þar er ágiskunin að "á fimmta þúsund manns" hafi mætt á fundinn og ekki tekið fram hver uppruni hennar er.
http://www.visir.is/article/20081130/FRETTIR01/513843209/-1
Á vef visir.is er fyrirsögnin 29.11 "Um fjögur þúsund á mótmælafundi" en þegar horft er á myndskeið "Hátt í fimm þúsund manns mættu..." Mótmælin fóru friðsamlega fram en...
http://www.visir.is/article/20081129/FRETTIR01/979011315
Fyrirsögn á frétt á vef mbl.is er "Katrín: Vill hvetja til hugarfarsbyltingar" og fylgir mynd af Agli Helgasyni??? Af hverju er mynd af honum? Þar er vitnað í hana "sagði í þættinu". Hvaða þætti? Hroðvirknislega unnið.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/30/katrin_vill_hvetja_til_hugarfarsbyltingar/
[Skipt hefur verið um mynd (án þess að það sjáist) og "m" er komið í "þættinuM" en enn er ekki tekið fram í hvaða þætti Katrín tjáði sig...]
Venja í útlöndum er að vitna í tvær heimildir varðandi fjölda mótmælenda, tölu lögreglu og tölu skipuleggjenda, af augljósum ástæðum. Er ekki kominn tími til að íslenskir fjölmiðlar læri þá iðju?
Það vekur athygli að engin tilraun virðist gerð til að kanna viðbrögð ráðamanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2008 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)