Hví óeirðalögregla á Íslandi?

Síðan hvenær hafa "óeirðir" verið á Íslandi? Hví óeirðalögga á Íslandi eða hvað þetta nú heitir, þetta brynjaða gengi?

Fyrir mótmælendur eru brynjuð lögga tákn fyrir ofbeldi enda er hrópað í kór beinlínis vegna hennar: "Réttlæti ekki ofbeldi" http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/21373/. Mótmælendur sjá sig þess utan neydda til að rétta upp hendur til að gera þeim brynjuðu ljóst að þeir séu óvopnaðir, sem þeir hinir sömu hefðu þó átt að vita. Mótmælendur skynja hættuna á því að þeim brynjuðu verði sigað á þau.

Mótmæli magnast þegar á þau er ekki hlustað. Og það þýðir ekkert að stanglast á "friðsamlegar" sýnkt og heilagt, sem hljómar líkt og veriði stillt krakkar (annars fáið þið ekki neitt). En þegar ekkert fæst hvort sem er sefast reiðin engan veginn og brynjuð lögga virkar sem nauðvörn stjórnvalda sem hlusta ekki.

Mótmæli eru tjáning ætluð þeim sem eru ábyrgir fyrir því sem mótmælt er. Hlustið og gefið eftir!

Fróðlegt að sjá fréttina: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/21316/

"Þrátt fyrir fyrirheit um annað fóru Bandaríkjamenn leynilega fram á það árið 1951 að fá að flytja herlið til Íslands. Ríkisstjórn Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna samdi við þá um hervernd og kallaði saman á laun þingmenn allra flokka nema Sósíalistaflokksins til þess að fá samþykki þeirra. Að sögn ríkisstjórnarinnar féllust þeir allir á herstöðvasamninginn." Íslandssaga í stuttu máli eftir Gunnar Karlsson, Mál og menning, 2000, bls. 62-3.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband