Fjölmiðlablús

Getur verið að ítök stjórnvalda í fjölmiðlum hefjist við forsætisráðherratíð Davíðs nokkurs Oddssonar 1991? Eða hefjast þau við lok Þjóðviljans 1992? Mótmæli hafa lengi verið erfið á Íslandi en stór hluti þeirra hefur einfaldlega verið barátta fyrir því að koma upplýsingum til fólks.

Það er erfitt að mynda sér skoðun þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir, þegar upplýsingum er beinlínis haldið frá fólki. Þegar fjölmiðlar breytast smám saman í framlengdan arm valdhafa í þjóðfélaginu er landinn varnarlaus.

Þá vaknar spurningin um það hvort fjölmiðlar séu færir um að gagnrýna hlut sinn. Að hafa ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni eða hlutverki sínu sem mótvægi við valdið.

Sár reynsla okkar sem höfum reynt að koma náttúru Íslands til bjargar er sú að við höfum oftar en ekki verið svert eða þögguð í hel. Það er engin tilviljun að mótmælaspjöld voru máluð báðum megin fyrir Hálendisgönguna 27. febrúar 2003, fjölmiðlar áttu það nefnilega til að mynda bakhlið spjaldanna, líklega til þess að skilaboð mótmælanna kæmust alveg örugglega ekki til skila.  

Heilbrigt lýðræði þolir illa fjölmiðla sem syngja í stjórnarkór. Fjölmiðlar eiga að hafa hemil á valdhöfum, benda á það sem betur mætti fara, vera óragir við að gagnrýna og tilbúnir að upplýsa hvað sem tautar eða raular í hæstu hæðum. Það er ekkert lýðræði án gagnrýnna fjölmiðla. Svo einfalt er það.

Það er núna sem við fylgjumst náið með fjölmiðlunum sem slíkum, hverjum þeirra sé treystandi. Nokkuð augljóst að flokksrakkar um allar fréttastofur gera þjóðinni lítið gagn.

Ein merkilegasta nýjung undanfarið eru fréttaskot Þóru Kristínar á Sjónvarp mbl.is þar tekur hún þjóðarpúlsinn á einstaklega vandaðan hátt mbl.is Það er nefnilega til fólk í þessu landi og því líður ekkert sérstaklega vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband