Flennimyndir

Hvað er þetta með flennistórar andlitsmyndir í fjölmiðlum?

Er það út af því að ljósmyndarar eru ekki á lausu til að myndskreyta greinar? Skortir þá ímyndunarafl? Auga? Er þetta út af því að innihaldið skiptir minna máli en útlit höfundarins? Fegurðarsamkeppni? Vilja höfundarnir verða stjörnur? Fjölmiðlastjörnur. Prímadonnur? Hví þurfum við að vita hvernig fjölmiðlamenn líta út, nú eða höfundar yfirleitt? Eitt dæmi um þessa undarlegu tísku er smugan.is

Og HÍ, hvað er hlaupið í skólann? Þar eru líka flennistórar andlitsmyndir af kennurum (nærmynd) og fyrrverandi nemendum... hi.is

Og á útvarpinu, hvað er þetta með andlitsmyndir, þurfum við þær? ruv.is Nægja raddirnar ekki?

Þurfum við allt þetta andlitafans?

Þegar hundar sýna tennurnar er ástæða til að óttast, hví er mannskepnan svona óð í að sýna í sér tennurnar? Skælbrosandi endalaust. Á þetta að vera jákvætt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband