Þúsundir Íslendinga mótmæla óstjórn

Er það fréttnæmt á Íslandi að mótmæli séu "friðsamleg"?

Á vef ruv.is 29.11 er fyrirsögnin "Mótmælin fóru friðsamlega fram". Og hvað, er það aðalatriðið? Þar stendur einnig "Talið er að um fjögur þúsund manns hafi mætt á mótmælafundinn." Hverjir telja það? Hvaðan kemur ágiskunin?  Vitnað er í frummælendur, sem er hið besta mál, og tekið fram að fundurinn sé sá 8. í röðinni. Myndin sem fylgir er ein um að lesa á mótmælaspjöldin.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239579/

Á vef visir.is er fyrirsögnin 30.11 "Þúsundir kölluðu eftir ábyrgð" en þar er einnig tekið fram "Fundurinn var sá áttundi í röð sams konar funda og fór hann friðsamlega fram." Þar er ágiskunin að "á fimmta þúsund manns" hafi mætt á fundinn og ekki tekið fram hver uppruni hennar er.
http://www.visir.is/article/20081130/FRETTIR01/513843209/-1

Á vef visir.is er fyrirsögnin 29.11 "Um fjögur þúsund á mótmælafundi" en þegar horft er á myndskeið "Hátt í fimm þúsund manns mættu..." Mótmælin fóru friðsamlega fram en...
http://www.visir.is/article/20081129/FRETTIR01/979011315

Fyrirsögn á frétt á vef mbl.is er "Katrín: Vill hvetja til hugarfarsbyltingar" og fylgir mynd af Agli Helgasyni??? Af hverju er mynd af honum? Þar er vitnað í hana "sagði í þættinu". Hvaða þætti? Hroðvirknislega unnið.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/30/katrin_vill_hvetja_til_hugarfarsbyltingar/
[Skipt hefur verið um mynd (án þess að það sjáist) og "m" er komið í "þættinuM" en enn er ekki tekið fram í hvaða þætti Katrín tjáði sig...]

Venja í útlöndum er að vitna í tvær heimildir varðandi fjölda mótmælenda, tölu lögreglu og tölu skipuleggjenda, af augljósum ástæðum. Er ekki kominn tími til að íslenskir fjölmiðlar læri þá iðju?

Það vekur athygli að engin tilraun virðist gerð til að kanna viðbrögð ráðamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband