6.12.2008 | 13:43
Fjölmiðlablús
Getur verið að ítök stjórnvalda í fjölmiðlum hefjist við forsætisráðherratíð Davíðs nokkurs Oddssonar 1991? Eða hefjast þau við lok Þjóðviljans 1992? Mótmæli hafa lengi verið erfið á Íslandi en stór hluti þeirra hefur einfaldlega verið barátta fyrir því að koma upplýsingum til fólks.
Það er erfitt að mynda sér skoðun þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir, þegar upplýsingum er beinlínis haldið frá fólki. Þegar fjölmiðlar breytast smám saman í framlengdan arm valdhafa í þjóðfélaginu er landinn varnarlaus.
Þá vaknar spurningin um það hvort fjölmiðlar séu færir um að gagnrýna hlut sinn. Að hafa ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni eða hlutverki sínu sem mótvægi við valdið.
Sár reynsla okkar sem höfum reynt að koma náttúru Íslands til bjargar er sú að við höfum oftar en ekki verið svert eða þögguð í hel. Það er engin tilviljun að mótmælaspjöld voru máluð báðum megin fyrir Hálendisgönguna 27. febrúar 2003, fjölmiðlar áttu það nefnilega til að mynda bakhlið spjaldanna, líklega til þess að skilaboð mótmælanna kæmust alveg örugglega ekki til skila.
Heilbrigt lýðræði þolir illa fjölmiðla sem syngja í stjórnarkór. Fjölmiðlar eiga að hafa hemil á valdhöfum, benda á það sem betur mætti fara, vera óragir við að gagnrýna og tilbúnir að upplýsa hvað sem tautar eða raular í hæstu hæðum. Það er ekkert lýðræði án gagnrýnna fjölmiðla. Svo einfalt er það.
Það er núna sem við fylgjumst náið með fjölmiðlunum sem slíkum, hverjum þeirra sé treystandi. Nokkuð augljóst að flokksrakkar um allar fréttastofur gera þjóðinni lítið gagn.
Ein merkilegasta nýjung undanfarið eru fréttaskot Þóru Kristínar á Sjónvarp mbl.is þar tekur hún þjóðarpúlsinn á einstaklega vandaðan hátt mbl.is Það er nefnilega til fólk í þessu landi og því líður ekkert sérstaklega vel.
5.12.2008 | 18:39
Flennimyndir
Hvað er þetta með flennistórar andlitsmyndir í fjölmiðlum?
Er það út af því að ljósmyndarar eru ekki á lausu til að myndskreyta greinar? Skortir þá ímyndunarafl? Auga? Er þetta út af því að innihaldið skiptir minna máli en útlit höfundarins? Fegurðarsamkeppni? Vilja höfundarnir verða stjörnur? Fjölmiðlastjörnur. Prímadonnur? Hví þurfum við að vita hvernig fjölmiðlamenn líta út, nú eða höfundar yfirleitt? Eitt dæmi um þessa undarlegu tísku er smugan.is
Og HÍ, hvað er hlaupið í skólann? Þar eru líka flennistórar andlitsmyndir af kennurum (nærmynd) og fyrrverandi nemendum... hi.is
Og á útvarpinu, hvað er þetta með andlitsmyndir, þurfum við þær? ruv.is Nægja raddirnar ekki?
Þurfum við allt þetta andlitafans?
Þegar hundar sýna tennurnar er ástæða til að óttast, hví er mannskepnan svona óð í að sýna í sér tennurnar? Skælbrosandi endalaust. Á þetta að vera jákvætt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2008 | 09:16
Að æra óstöðuga
Greinin Ráðamenn verða að viðurkenna ábyrgð með viðtali við Elsu Báru Traustadóttir sálfræðing á visir.is sem skráð er á Fréttablaðið segir margt sem við skynjum þegar. Sú tilfinning liggur í loftinu að reynt sé að skella skuldinni á fólkið í landinu. Galli er hins vegar að greinar á vefjum fjölmiðla eru án undirskriftar. Hver tók viðtalið við Elsu Báru?
Kaupmannahafnarbúar aðskilja yfirbygginguna (kerfið), bankamenn (svigrúm) og aðra útrásarvíkinga frá fólkinu í landinu í þeim viðtölum sem Héðinn Halldórsson tók og birtust í kvöldfréttum í gærkvöld.
2.12.2008 | 19:36
Hví óeirðalögregla á Íslandi?
Síðan hvenær hafa "óeirðir" verið á Íslandi? Hví óeirðalögga á Íslandi eða hvað þetta nú heitir, þetta brynjaða gengi?
Fyrir mótmælendur eru brynjuð lögga tákn fyrir ofbeldi enda er hrópað í kór beinlínis vegna hennar: "Réttlæti ekki ofbeldi" http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/21373/. Mótmælendur sjá sig þess utan neydda til að rétta upp hendur til að gera þeim brynjuðu ljóst að þeir séu óvopnaðir, sem þeir hinir sömu hefðu þó átt að vita. Mótmælendur skynja hættuna á því að þeim brynjuðu verði sigað á þau.
Mótmæli magnast þegar á þau er ekki hlustað. Og það þýðir ekkert að stanglast á "friðsamlegar" sýnkt og heilagt, sem hljómar líkt og veriði stillt krakkar (annars fáið þið ekki neitt). En þegar ekkert fæst hvort sem er sefast reiðin engan veginn og brynjuð lögga virkar sem nauðvörn stjórnvalda sem hlusta ekki.
Mótmæli eru tjáning ætluð þeim sem eru ábyrgir fyrir því sem mótmælt er. Hlustið og gefið eftir!
Fróðlegt að sjá fréttina: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/21316/
"Þrátt fyrir fyrirheit um annað fóru Bandaríkjamenn leynilega fram á það árið 1951 að fá að flytja herlið til Íslands. Ríkisstjórn Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna samdi við þá um hervernd og kallaði saman á laun þingmenn allra flokka nema Sósíalistaflokksins til þess að fá samþykki þeirra. Að sögn ríkisstjórnarinnar féllust þeir allir á herstöðvasamninginn." Íslandssaga í stuttu máli eftir Gunnar Karlsson, Mál og menning, 2000, bls. 62-3.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2008 | 13:58
Ísland og ímyndir á málþingi í Frakklandi
Við þetta mætti bæta að Vigdís Finnbogadóttir setti einnig ásamt rektor háskólans o.fl. málþing í Caen-háskóla 21. nóvember, sem skipulagt var af norrænudeild háskólans í samráði við Les Boréales, norrænu lista- og bókmenntahátíðina sem haldin hefur verið að hausti til í Caen og um héraðið Neðra Normandí síðastliðin 17 ár.
Til hátíðarinnar, sem síðast var helguð Íslandi árið 1996, var upphaflega blásið árið 1992 til að kynna norrænar bókmenntir í Frakklandi, sem áttu þá sérlega erfitt uppdráttar á frönskum slóðum. Þýðingar úr íslensku dafna orðið vel í Frakklandi og býr afkastamikill og hæfileikaríkur þýðandi við Caen, Éric Boury að nafni. Um franskar þýðingar má lesa á hugsandi.is
Fyrstu sjö árin (1992-1998) var bókmenntahátíðin haldin á vegum norrænudeildarinnar við Caen-háskóla undir stjórn Érics Eydoux sem kenndi við deildina. Hann var menningarfulltrúi Caen-borgar fram að síðustu kosningum en stýrir nú Dior-safninu í Granville http://www.ouest-france.fr/2008/06/14/granville/eric-Eydoux-dirige-la-Villa-Dior53878657.html. Íslenska hefur verið kennd við norrænudeild Caen-háskóla síðan 1961.
En á málþingið minntist Bergþóra Jónsdóttir í Mogganum 18. nóvember: "Í Háskólanum í Caen Basse-Normandie verður einnig haldið stórt og mikið málþing um Ísland og íslenskar ímyndir sem fræðimenn og háskólakennarar víðsvegar að úr heiminum taka þátt í."
Ísland heiðursland Les Boréales-listahátíðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 20:15
Miriam Makeba er látin
Það er nokkuð undarlegt að lesa á ruv.is að "Suður-afríska söngkonan Miriam Makeba heldur tónleika á Listahátíð í Reykjavík 20. maí nk." á http://dagskra.ruv.is/ras1/?file=1470 því hún varð bráðkvödd á Ítalíu 10. nóvember sl.
Þegar nánar er að gáð eru þættirnir um söngkonuna eftir þá frábæru dagskrárgerðarkonu Sigríði Stephensen frá 2006 en fyrsti þátturinn af þremur verður endurtekinn mánudaginn 8. desember nk.
Það mætti kannski leiðrétta þetta.
Menning og listir | Breytt 2.12.2008 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 14:47
Þúsundir Íslendinga mótmæla óstjórn
Er það fréttnæmt á Íslandi að mótmæli séu "friðsamleg"?
Á vef ruv.is 29.11 er fyrirsögnin "Mótmælin fóru friðsamlega fram". Og hvað, er það aðalatriðið? Þar stendur einnig "Talið er að um fjögur þúsund manns hafi mætt á mótmælafundinn." Hverjir telja það? Hvaðan kemur ágiskunin? Vitnað er í frummælendur, sem er hið besta mál, og tekið fram að fundurinn sé sá 8. í röðinni. Myndin sem fylgir er ein um að lesa á mótmælaspjöldin.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item239579/
Á vef visir.is er fyrirsögnin 30.11 "Þúsundir kölluðu eftir ábyrgð" en þar er einnig tekið fram "Fundurinn var sá áttundi í röð sams konar funda og fór hann friðsamlega fram." Þar er ágiskunin að "á fimmta þúsund manns" hafi mætt á fundinn og ekki tekið fram hver uppruni hennar er.
http://www.visir.is/article/20081130/FRETTIR01/513843209/-1
Á vef visir.is er fyrirsögnin 29.11 "Um fjögur þúsund á mótmælafundi" en þegar horft er á myndskeið "Hátt í fimm þúsund manns mættu..." Mótmælin fóru friðsamlega fram en...
http://www.visir.is/article/20081129/FRETTIR01/979011315
Fyrirsögn á frétt á vef mbl.is er "Katrín: Vill hvetja til hugarfarsbyltingar" og fylgir mynd af Agli Helgasyni??? Af hverju er mynd af honum? Þar er vitnað í hana "sagði í þættinu". Hvaða þætti? Hroðvirknislega unnið.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/30/katrin_vill_hvetja_til_hugarfarsbyltingar/
[Skipt hefur verið um mynd (án þess að það sjáist) og "m" er komið í "þættinuM" en enn er ekki tekið fram í hvaða þætti Katrín tjáði sig...]
Venja í útlöndum er að vitna í tvær heimildir varðandi fjölda mótmælenda, tölu lögreglu og tölu skipuleggjenda, af augljósum ástæðum. Er ekki kominn tími til að íslenskir fjölmiðlar læri þá iðju?
Það vekur athygli að engin tilraun virðist gerð til að kanna viðbrögð ráðamanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.12.2008 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 11:36
Umhverfisráðherraembættið til frá 1990
Iðnaðarráðherranöfnin frá 1989 eru Jón Sigurðsson oftar en einu sinni, Sighvatur Björgvinsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir og Össur Skarphéðinsson.
Umhverfisráðherrar: Júlíus Sólnes (1990-1991), Össur Skarphéðinsson (1991-1995), Guðmundur Bjarnason (1995-1999; einnig landbúnaðarráðherra), Siv Friðleifsdóttir (1999-2003), Sigríður A. Þórðardóttir (2003-2004), Jónína Bjartmarz (2004-2007) og okkar skelegga Þórunn Sveinbjarnardóttir sem hefur unnið í erfiðu stjórnarumhverfi síðustu 18 mánuði.
Hún hefur mátt þola þungan áróður gjörnýtingarsinna, sem hamast af mikilli heift m.a. gegn umhverfismati síðan í ágúst. Fyrir þá sem ekki vita var Þórunn önnur af tveimur þingkonum Samfylkingar sem greiddu atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma (hin var Rannveig Guðmundsdóttir). Á Borgarafundinum Háskólabíói í gær sagði Þórunn: "Meðan ég man, eitt orð við Einar Má : Það þarf ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til þess að fara illa með auðlindir á Íslandi. Við höfum hingað til verið fullfær um það sjálf." Marga vildum við tafarlaust burt en ekki hana.
Ráðherra umhverfis fyrst 23. febrúar 1990, sjá: 3. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar
Umhverfismál | Breytt 16.5.2009 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)