5.4.2009 | 08:58
Gamlir kunningjar...
Sjálfstæðismenn virðast halda að Íslendingar kunni ekki að lesa en ekki hef ég þó heyrt þá þylja upp úr umsögn Century Aluminum... enn. Óttast kannski áhrifin í beinni útsendingu?
Hvílík lágkúra, erlend álfyrirtæki eru beðin um umsögn um breytingar á stjórnarskrá Íslands !? Hvað er í gangi? Alcan Rio Tinto, Century Aluminum (Norðurál) og Alcoa fá erindi sent frá Alþingi Íslendinga... það síðastnefnda er elt með erindi á tvo staði... Hvaða fluga hefur bitið sérnefndina um stjórnarskrármál? Gamlir kunningjar formannsins?
Sjálfstæðismönnum finnst það greinilega ekki nóg og vilja fleiri HAGSMUNAAÐILA. Merkilegt hvað þeir elska þetta orð. Græðgisvæðing? Helguvíkurslagsíða?
Er þetta stjórnarskrá í boði hagsmunaaðila? ... ekki verður séð að (almenningur, fólkið eða þjóðin) eigi lögvarinna hagsmuna að gæta... eða hvað ?
Kannski er vert að vekja athygli á umsögn Félags umhverfisfræðinga:
Félagið tekur almennt ekki afstöðu til þess hvort æskilegt sé að ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt náttúruauðlinda. Fjölmörg dæmi eru um það í sögu mannkyns að ríki hafi misnotað náttúruauðlindir, í umboði sinnar þjóðar, innan eða utan síns lögsagnarumdæmis. Einnig eru fjölmörg dæmi um að löggjöf, sem á að kveða nánar á um hlutverk ríkisins í þessu sambandi, hafi ekki þjónað því hlutverki að vernda náttúruauðlindir gegn ofnýtingu. Á þetta skal bent í upphafi til að árétta að það tryggi ekki endilega bestu nýtingu náttúruauðlinda að fela umsjá þeirra ríkinu í hendur.
Ekkert er einfalt en orð eru til alls fyrst. Sjá frumvarpið með breytingum.
22 ára þingferli Valgerðar lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 6.4.2009 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2009 | 19:10
Það hefur aldrei verið friður um frumvörp til stjórnskipunarlaga...
... en það hefur yfirleitt verið víðtæk sátt um að svæfa þau í nefnd, s.s. 1994, 1997/8 og 2007, sem heitir á dulmáli að vísa til 2. umræðu með samþykki allra nema fjarstaddra...
Enn langt í land eftir 36 tíma umræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2009 | 09:29
Beðið eftir breytingartillögu
Það væri nú kannski lágmark að sjálfstæðismenn læsu breytingartillögu meirihlutans sem sérstaklega er gerð fyrir þá. Sjá nánar Frumvarpið.
Síðan vil ég enn minna á nokkur orð úr umsögn Sigurðar Líndal :
"Ef setja á landinu nýja stjórnarskrá tel ég rétt að það sé gert á sérstöku stjórnlagaþingi. Rökin eru einföld. Með stjórnarskrá er verið að setja Alþingi reglur, meðal annars verið að marka valdsvið þess, og því eðlilegt að Alþingi sjálft eigi þar ekki hlut að."
Og hví í ósköpunum velja sjálfstæðismenn maraþon í stað breytingartillögu við frumvarpið? Formaður sérnefndar um stjórnarskrármál hefur boðið þeim að setja málið aftur í nefnd svo samkomulag náist en sjálfstæðismenn vilja ekkert heyra... Þeir vilja síðan umræður, segja þeir, en raða sér svo þétt á mælendaskrá að ekki er pláss fyrir neinn annan... Þetta er farið að líkjast pólitísku sjálfsmorði.
Umræðan gæti staðið endalaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2009 | 09:11
Hún er ekki komin til Íslands til að leika sér
Eva Joly gerir hlutina ekki til hálfs. Ef hún tekur að sér verkefni, sem við erum svo heppin að hún gerir hjá okkur, vinnur hún það af heilindum og af krafti. Þær Laurence Vichnievsky rannsóknardómari unnu mikið þrekvirki í Frakklandi við sérlega erfiðar aðstæður og lífshættulegan þrýsting.
Rannsóknardómarar (juge d'instruction) eru ekkert grín í Frakklandi og geta þeir gert húsleitir í hæstu hæðum ef þess er þörf fyrir rannsókn. Það er engin tilviljun að franskur forseti vilji beisla þá á bás...
Laurence Vichnievsky skrifaði í samvinnu við Jacques Follorou, blaðamann á Le Monde, bókina Sans instructions sem kom út árið 2002. Þá eru bæði hún og Eva komnar annað. Bókin er skemmtilega uppbyggð því rannsóknardómarinn og blaðamaðurinn skrifa sig saman til að ná heilstæðri mynd af þessum örlagaríka áratug, skáletrað er innlegg blaðamannsins, oft heilir kaflar eða inngangur eða niðurlag kafla dómarans. Frábær bók.
Eva Joly talaði sjálf um launin á blaðamannafundi. Menn vilja komast til botns í meintum fjármálabrotum sem brenna á okkur öllum en spara á rannsakendum og ráðgjöfum? Halló! Biðlaun fyrrverandi ráðherra OG aðstoðarmanna gætu numið 37 milljónum króna... og fyrir hvað? Það skyldi þó aldrei vera að Eva Joly sé hverrar krónu virði?
Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 23:19
Hví maraþon en engin breytingartillaga ?
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við HR, er aðalstjarnan á þinginu og vitnar nær hver einasti sjálfstæðismaður í umsögn hennar.
Þó er þetta haft eftir henni 30. janúar 2009 : "Hún segist sjálf sammála því að breyta þurfi með einhverjum hætti breytingarákvæði stjórnarskrárinnar [79. grein]. Ef menn vilja kalla til stjórnlagaþings myndi ég halda að þetta væru þær breytingar sem ætti að gera núna, en efna svo til stjórnlagaþings eftir kosningar og gefa því góðan tíma til að fara yfir málin." Útdráttur úr Nýtt lýðveldi verður ekki til á einni nóttu.
Af hverju er álver í Helguvík svona mikilvægt sjálfstæðismönnum? Þeir vilja ólmir afgreiða það. Hagsmunatengsl?
Af hverju hafa sjálfstæðismenn ekki komið með breytingartillögu við frumvarpið? Í stað þess að minnihluti sérnefndar um stjórnarskrármál leggi einungis til að málinu verði vísað frá...
Umsagnirnar eru athyglisverðar (umsögn frá Norðuráli, sem er 100% í erlendri eigu og seilist í auðlindir þjóðarinnar, ja hérna !) og ennfremur í hverjar þeirra er vitnað og hverjar ekki.
Athyglisverð er umsögn Sigurðar Líndal í lið IV.: "Ef setja á landinu nýja stjórnarskrá tel ég rétt að það sé gert á sérstöku stjórnlagaþingi. Rökin eru einföld. Með stjórnarskrá er verið að setja Alþingi reglur, meðal annars verið að marka valdsvið þess, og því eðlilegt að Alþingi sjálft eigi þar ekki hlut að."
og sömuleiðis niðurlagið, með leyfi forseta ;) : "Hvað sem þessu líður er ljóst að umfram allt er þörf á vitundarvakningu meðal stjórnmálamanna og þá ekki sízt þingmanna um að gefa gildandi stjórnskipun meiri gaum en gert hafi verið og þeir geri sér meðal annars grein fyrir því að í lýðræðis- og réttarríki er vald takmarkað."
Enn fjölmargir á mælendaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.4.2009 | 19:59
Tímasetningin
Í fréttatilkynningu FME sem hér er birt er setningin "Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að fylgjast með því að starfsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti." Málið er að það eru nokkrar efasemdir um að FME hafi fyllilega sinnt því hlutverki í gegnum árin...
Nokkru áður en nýr forstjóri FME er skipaður fer eftirlitið í aðgerðir... gegn blaðamönnum sem birtu greinar ýmist 23. nóvember 2008, 7. eða 14. mars 2009. Þetta vekur eðlilega athygli og nokkra hneykslan. Leitað er til ráðherra um skýringar : Viðskiptaráðherra vill skera blaðamenn úr snörunni.
Sama dag berast fréttir frá rannsóknarnefnd Alþingis, sjá ruv.is og á visir.is. Samkvæmt vef nefndarinnar er þó tekið fram (til hvers?) að aðeins tveir fjölmiðlar hafi mætt á blaðamannafund hjá þeim, Morgunblaðið og Stöð 2. Aðrir fjölmiðlar hljóta þá að hafa látið sér minnisblaðið á vefnum duga en var það ekki sett þar fyrir fjölmiðla sem alla aðra?
Fréttir hjá ríkisstjórninni.
Fréttir hjá FME.
Fréttir hjá sérstökum saksóknara.
En hvað er að frétta af efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ?
FME telur umræðu ómálefnalega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 12:18
Upplýsingalög í þágu almennings
- Lög um prentrétt 57/1956 (lögunum hefur verið breytt sjö sinnum alls: 1990, þrisvar 1991, 1993, 1998 og 2008)
- Útvarpslög 53/2000
- Bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka 62/1978
- Upplýsingalög 50/1996, sem taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, tóku gildi 1. janúar 1997
- Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga 77/2000
- Lög um upplýsingarétt um umhverfismál 23/2006
- Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007
- Stjórnsýslulög 37/1993
- Lög um umboðsmann Alþingis 85/1997
- Opinn fundur allsherjarnefndar með umboðsmanni Alþingis 24. nóvember 2009
Upplýsingalög í þágu almennings pdf-skjal (vandaður bæklingur frá forsætisráðuneytinu, 2007).
Fjölmiðlar | Breytt 29.11.2009 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 17:07
Frumvarpið
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 33/1944. Stjórnskipunarlögin tóku gildi 17. júní 1944. Lögunum hefur verið breytt sjö sinnum: árið 1959, árið 1968, árið 1984, árið 1991, tvisvar árið 1995, árið 1999.
79. gr. [Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.]
Frumvarp til stjórnskipunarlaga - ferill máls :
- Breytingartillaga 882 : (viðbætur í rauðu og yfirstrikanir)
1. gr.
Við lögin bætist ný grein, 79. gr., svohljóðandi:
Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.
Allar náttúruauðlindir ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir. Náttúruauðlindir í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi.
Allir eiga rétt til umhverfis sem stuðlar að heilbrigði og þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Réttur almennings til upplýsinga um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það, svo og kostur á þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið, skal tryggður með lögum.
- Breytingartillaga 917 (Kristinn H. Gunnarsson 6. apríl)
Við 1. grein. Greinin orðist svo:
"Öll verðmæti í sjó, á sjávarbotni og undir honum innan efnahagslögsögu eru þjóðareign, svo og þjóðlendur, námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 metra dýpi. Aðeins er heimilt er að ráðstafa verðmætum skv. 1. mgr. til afnota tímabundið og gegn gjaldi samkvæmt nánari ákvörðun í lögum. Sala þeirra eða önnur ráðstöfun er óheimil. Eignarrétti á íslenskum náttúruauðæfum, landi og landgrunni skal að öðru leyti skipað með lögum. Tryggja ber landsmönnum öllum rétt til umgengni og útivistar í landinu."
2. gr.
79. gr. laganna verður 81. gr. og orðast svo:
Frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari má bera upp á Alþingi. Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarpið skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur fjórum mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó minnst 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta Íslands og öðlast þá gildi sem stjórnarskipunarlög. Slíkt frumvarp má ekki samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við fjórar umræður og skal ein vika hið minnsta líða á milli umræðna.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins skv. 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.
Nánari tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 1. og 2. mgr. skal ákveðin með lögum.
3. gr.
80. gr. laganna orðast svo:
Alþingi skal láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög eða mikilvægt málefni sem varðar almannahag ef 15 af hundraði kjósenda krefjast þess. Atkvæðagreiðslan skal fara fram innan þriggja mánaða frá því að staðfest krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu liggur fyrir.
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er bindandi þegar hún fjallar um gildi tiltekinna laga og meiri hluti gildra atkvæða er fylgjandi tillögu sem borin er upp, þó minnst 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá. Þó er ekki hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.
Nánari reglur um málsmeðferð varðandi kröfu kjósenda og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar skulu settar með lögum.
Alþingi skal staðfesta hvernig spurning um mikilvægt málefni skal borin fram í þjóðaratkvæðagreiðslu og að uppfyllt séu skilyrði þess að atkvæðagreiðslan fari fram.
Nánari reglur um aðferð við öflun undirskrifta til að krefjast atkvæðagreiðslu, form spurningar sem borin er upp, málsmeðferð varðandi kröfu kjósenda og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar skulu settar með lögum.
- Breytingartillaga 917 (Kristinn H. Gunnarsson 6. apríl)
Við 3. grein. Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:
"Þriðjungur alþingismanna getur ákveðið að bera samþykkt lagafrumvarp undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar, samanber þó 2. mgr. Slík ákvörðun skal tilkynnt með bréfi til forseta Alþingis áður en þrír dagar eru liðnir. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer þá fram innan þriggja mánaða. Verði frumvarpið þá samþykkt skal forseti Íslands staðfesta það sem lög."
- Breytingartillaga 917 (Kristinn H. Gunnarsson 6. apríl)
Við 4. grein. Greinin falli brott.
4. gr.
Við stjórnarskrána bætist nýtt ákvæði um stundarsakir, svohljóðandi:
Forseti Íslands skal boða til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, þar sem byggt verði áfram á lýðræðisskipan, réttarríki og vernd mannréttinda. Stjórnlagaþing skal skipað 41 þjóðkjörnum fulltrúa og jafnmörgum til vara. Um kjörgengi og kosningu fulltrúa á þingið og skipulag þingsins skal mælt fyrir í sérstökum lögum sem sett verði að loknum alþingiskosningum vorið 2009. Stjórnlagaþing setur sér sjálft starfsreglur.
Stjórnlagaþing skal koma saman eigi síðar en 1. desember 2009. Þingið skal ljúka störfum eigi síðar en 17. júní 2011 en getur sjálft ákveðið að ljúka störfum fyrr. Einnig er Alþingi heimilt með ályktun að verða við beiðni stjórnlagaþings um að framlengja starfstíma þess um allt að sex mánuði.
Áður en stjórnlagaþing samþykkir frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal það sent Alþingi til umsagnar. Alþingi skal veita stjórnlagaþingi umsögn sína innan tveggja mánaða.
Þegar stjórnlagaþing hefur samþykkt frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal það á ný sent Alþingi sem getur innan eins mánaðar ákveðið með rökstuddri tillögu að vísa frumvarpi aftur til stjórnlagaþings. Skal þá taka frumvarpið aftur til meðferðar þar með hliðsjón af rökstuddri tillögu Alþingis. Þarf þá 2/3 hluta fulltrúa á stjórnlagaþingi til að samþykkja frumvarpið nema fallist sé á rökstudda tillögu Alþingis um breytingar á frumvarpinu og þarf þá aðeins einfaldan meiri hluta. Náist slíkt samþykki skal frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 6. mgr. en ella telst það fellt.
Berist stjórnlagaþingi ekki rökstudd tillaga frá Alþingi eftir samþykkt frumvarpsins skv. 4. mgr. skal frumvarp að nýrri stjórnarskrá lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 6. mgr.
Frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal lagt undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó að minnsta kosti 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta Íslands og er það þá gild stjórnarskipunarlög.
Stjórnlagaþing skal setja nánari reglur um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Við stjórnarskrána bætist nýtt ákvæði um stundarsakir, svohljóðandi:
Forseti Íslands boðar til stjórnlagaþings til að semja frumvarp að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þar sem byggt verði áfram á lýðræðisskipan, réttarríki og vernd mannréttinda. Þingið skal koma saman 17. júní 2010 og ljúka störfum eigi síðar en 17. júní 2011 en getur ákveðið að ljúka störfum fyrr.
Stjórnlagaþing skal skipað 41 þjóðkjörnum fulltrúa og jafnmörgum til vara. Um kjörgengi og kosningu á þingið og skipulag þess skal mælt fyrir í sérstökum lögum þar sem m.a. verði settar reglur til að jafna sem mest hlutföll á milli kynjanna í hópi þingfulltrúa.
Áður en stjórnlagaþing samþykkir frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal það sent Alþingi til umsagnar. Alþingi veitir stjórnlagaþingi umsögn sína innan þriggja mánaða. Skal stjórnlagaþing þá taka frumvarpið aftur til meðferðar. Hljóti frumvarp til stjórnskipunarlaga samþykki að minnsta kosti 2/3 hluta fulltrúa stjórnlagaþings skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó að minnsta kosti 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta Íslands og er það þá gild stjórnskipunarlög.
Alþingi setur nánari reglur um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
- Breytingartillaga 805 :
Við bætist ný grein er verði 1. gr., svohljóðandi:
Á eftir orðinu ætternis í 1. mgr. 65. gr. laganna kemur: fötlunar.
65. gr.[Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]
Umræða um stjórnarskipunarlög hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2009 kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 23:20
Roy Rogers á Alþingi
Ekki eru framsögurnar skemmtilegar á þingi og ansi djúpt á hugsun. Gleyma þingmenn að þeir eru í beinni útsendingu?
Umræður utan dagskrár um verðbætur á lán.... Sjá: Furðulegt að ræða um verðbætur nú.
Síðan er líffærafrumvarpið rætt í eitthvað um þrjá tíma en samt greiðir enginn atkvæði gegn því... (34 segja já og hinir eru fjarstaddir), lyfjalög fá sömu atkvæði.
Þegar endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar fer í 3. umræðu kl. 19, sem sjálfstæðismenn eru greinilega ekki ósammála, gengur vaðallinn aftur endalaust...
Merkilegt þó að heyra sjálfstæðismenn mæra náttúruna, sem þeir annars gefa lítið fyrir. Skýringin er að þeir vilja sjá hana í erlendum kvikmyndum...
Fyrst sjálfstæðismenn eru einu sinni að reyna að fitja upp á einhverju að segja, hvernig væri að tala um það undarlega litla val sem íslenskir bíógestir hafa í kvikmyndahúsum landsins... Hví nær evrópskt dreifikerfi t.d. ekki til Íslands? Nú eða japanskar myndir. Ný mynd eftir Hayao Miyazaki er að koma út en mun líklega aldrei rata í bíó heima... Hvers vegna? Það kemur enda fram í löngu máli að það eru bara hasarmyndir til í hugum þingmanna flokksins... Roy Rogers eða James Bond...
Jamm, og hvernig fóru atkvæði eftir rúmlega þriggja klukkustunda afar undarlegar "umræður"? Jú, enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu (41 sagði já en hinir voru fjarstaddir)...
Kvikmyndir | Breytt 2.4.2009 kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 16:52
Neib, drífa í þessu
Fjármögnun Tónlistarhúss ólokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |