Roy Rogers á Alþingi

Ekki eru framsögurnar skemmtilegar á þingi og ansi djúpt á hugsun. Gleyma þingmenn að þeir eru í beinni útsendingu?

Umræður utan dagskrár um verðbætur á lán.... Sjá: Furðulegt að ræða um verðbætur nú.

Síðan er líffærafrumvarpið rætt í eitthvað um þrjá tíma en samt greiðir enginn atkvæði gegn því... (34 segja já og hinir eru fjarstaddir), lyfjalög fá sömu atkvæði.

Þegar endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar fer í 3. umræðu kl. 19, sem sjálfstæðismenn eru greinilega ekki ósammála, gengur vaðallinn aftur endalaust...

Merkilegt þó að heyra sjálfstæðismenn mæra náttúruna, sem þeir annars gefa lítið fyrir. Skýringin er að þeir vilja sjá hana í erlendum kvikmyndum...

Fyrst sjálfstæðismenn eru einu sinni að reyna að fitja upp á einhverju að segja, hvernig væri að tala um það undarlega litla val sem íslenskir bíógestir hafa í kvikmyndahúsum landsins... Hví nær evrópskt dreifikerfi t.d. ekki til Íslands? Nú eða japanskar myndir. Ný mynd eftir Hayao Miyazaki er að koma út en mun líklega aldrei rata í bíó heima... Hvers vegna? Það kemur enda fram í löngu máli að það eru bara hasarmyndir til í hugum þingmanna flokksins... Roy Rogers eða James Bond...

Jamm, og hvernig fóru atkvæði eftir rúmlega þriggja klukkustunda afar undarlegar "umræður"? Jú, enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu (41 sagði já en hinir voru fjarstaddir)...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband