31.3.2009 | 16:47
Veit ekki á gott
Nálgast Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 16:34
Helguvík er tímaskekkja
Forkastanleg vinnubrögð að þvinga mál fram með þessum hætti, byrja sífellt á vitlausum enda, þ.e. byggja grunn að heljarálveri og skoða pyngjuna svo, gefa síðan af því sem við ekki eigum. Þetta frumvarp um Heimild til samninga um álver í Helguvík er móðgun við heilbrigða skynsemi og ætti að fara beint í ruslið.
1. gr. Heimild : Skuldbindingar af hálfu ríkisins... "Í slíkum samningi skal ákveðið hversu lengi ákvæði hans skuli gilda og skulu þau eigi gilda skemur en í 20 ár frá því að framleiðsla hefst í álverinu."
2. gr. Verkefnið... er tímaskekkja !
3. gr. Undanþágur frá lögum : "Félagið skal undanþegið ákvæðum ... laga ..., um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem setur það skilyrði að 4/5 hlutar hlutafjár hlutafélags sé eign íslenskra ríkisborgara og að meiri hluti atkvæða á hluthafafundum sé í höndum íslenskra ríkisborgara og að allir stjórnendur séu íslenskir ríkisborgarar.
Félagið skal undanþegið ákvæðum laga ... um brunatryggingar..." o.s.frv.
4. gr. Skattlagning : endalaus sérákvæði... s.s.
...ekki skuli leggja á félagið umhverfisgjöld eða umhverfisskatta, sem tengjast losun lofttegundanna CO2 og SO2 eða annarri losun eða öðrum mengunarvöldum, nema slík gjöld eða skattar séu almennt lagðir á önnur fyrirtæki á Íslandi, þar með talin öll önnur álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti,
... ekki skuli leggja skatta eða gjöld á raforkunotkun félagsins eða útblástur lofttegunda eða aðra losun úrgangsefna nema slík gjöld eða skattar séu jafnframt lögð með almennum hætti á öll önnur íslensk fyrirtæki, þar með talin álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti,
... ekki skuli leggja á gjöld eða skatta í tengslum við raforkukaup og/eða raforkunotkun félagsins nema slík gjöld eða skattar séu almennt lagðir á önnur fyrirtæki á Íslandi, þar með talin öll önnur álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti.
5. gr. "...má ákveða sérstakar reikningsskilareglur fyrir félagið... gefa út fjárhagsyfirlit í bandaríkjadölum... Slíkt fyrirkomulag má fela í sér undanþágur frá ákvæðum laga um tekjuskatt."
6. gr. Innflutningur : "...undanþegin tollum og vörugjöldum... heimilt að fella niður eða endurgreiða tolla og vörugjöld á vöru og þjónustu sem keypt er innan lands vegna byggingar álversins."
7. gr. Framsal
8. gr. Lögsaga og lausn deilumála.
9. gr. Gildistaka : Megi aldrei af þessu verða !
Segir djúpstæðan ágreining á milli stjórnarflokkanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 20:16
Lítið grænt við hana
Við erum nokkur sem munum ýmislegt miður skemmtilegt...
Kann illa við þegar verið er að leika sér með hugtök eins og endurnýjanlegar orkulindir sem og þegar verið er að flytja boðskap álfyrirtækja orðrétt eins og heilagan sannleika, að ég tali nú ekki um það að nota alheimsmengun sem afsökun fyrir óhefta mengun hjá okkur.
Það skyldi þó aldrei vera að Íslendingar ættu rétt á heilbrigðu umhverfi !
Til upplýsingar : Endurnýjanleg orkulind?
Framsókn vill í vinstrisæng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 31.3.2009 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 22:20
Maurice Jarre er látinn
Hann samdi m.a. tónlist við myndir David Lean (Lawrence of Arabia 1962, Doctor Zhivago 1965, Passage to India 1984) og fékk Óskar fyrir allar þrjár. Jútúbið sýnir frá tónleikum til heiðurs minningu David Lean sem lést 1991. Maurice Jarre samdi tónlist við einar 150 kvikmyndir, þar á meðal mynd René Clément 1966 : Paris brûle-t-il ?
Maurice Jarre 12. febrúar sl. á kvikmyndahátíðinni í Berlín (84 ára að aldri !).
Tónlist | Breytt 30.3.2009 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 19:03
Hví fór hún ekki í formanninn?
Þorgerður Katrín fékk 80,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 00:17
Afborganir af námslánum fram í rauðan dauðann
Hlutverk LÍN er "að tryggja þeim sem falla undir lög þessi tækifæri til náms án tillits til efnahags." (samkv. 1. gr. laga um námslán 21/1992). En gefa lögin tekjulágum námsmönnum tækifæri á lífi án námslánaskulda?
Þróun námslána í gegnum tíðina :
M-lán 1952-1961 : Vextir 3,5%. Endurgreiðslutími 10 ár.
N-lán 1952-1961 : Vextir 3,5%. Endurgreiðslutími 10 ár.
M-lán 1961-1967 : Vextir 3,5%. Endurgreiðslutími 15 ár.
N-lán 1961-1967 : Vextir 3,5%. Endurgreiðslutími 15 ár.
L-lán 1967-1975 : Vextir 5%. Endurgreiðslutími 15 ár.
K-lán 1975 : Vextir 13%. Endurgreiðslutími 4 ár.
Verðtrygging námslána kemur inn í stjórnarfrumvarpi um námslán og námsstyrki, sem Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra (F), flytur á 97. löggjafarþingi 1975-1976: "Hér er lagt til að gerð verði róttæk breyting á núgildandi endurgreiðslukjörum lánasjóðsins. Sú mikla verðbólga sem ríkt hefur hér á landi hin síðari ár hefur í raun leitt til þess að núverandi námslán hafa aðeins að litlu leyti komið til endurgreiðslu á raunvirði. Hafa þau nánast komið lánþegum að sama gagni og styrkir." Vilhjálmur tilheyrði ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar (1974-1978).
V-lán 1976-1982 (áður X-lán sem gerð voru upp með V-láni 1982). Lánin eru verðtryggð. Endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er uppgreidd eða lánþegi fallinn frá, þó ekki lengur en 20 ár.
Annað enn örlagaríkara skref er tekið árið 1982 þegar endurgreiðslutíminn á verðtryggðu námsláni er lengdur um helming eða í 40 ár (S-lán) ... planið er að afborganir fylgi námsmönnum inn í ellina...
Stjórnarfrumvarp til laga um námslán og námsstyrki, sem Ingvar Gíslason menntamálaráðherra (F) flutti snemmárs 1982, gerði ráð fyrir lengingu í 30 ár. Lengingin í 40 ár er samkvæmt breytingartillögu meðflutningsmanna úr menntamálanefnd. Ingvar tilheyrði ráðuneyti Gunnars Thoroddsen (1980-1983).
S-lán (áður T-lán) 1982-1992 : Lánin eru verðtryggð. Endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er uppgreidd eða lánþegi fallinn frá, þó ekki lengur en 40 ár...
Það þykir greinilega ekki nóg því árið 1992 eru tímamörk endurgreiðslna horfin (R-lán og G-lán) og afborganir af verðtryggðum námslánum geta því fylgt námsmanninum til grafar...
Sú breyting er í stjórnarfrumvarpi um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra (S) flytur snemmárs 1992: "Meginbreytingin, sem felst í þessu frumvarpi, er sú að teknir eru upp vægir vextir á lánin, endurgreiðslur hefjast fyrr en áður og greitt er hraðar til baka. Eftirstöðvar falla ekki niður heldur skulu lánin greidd að fullu. Það skiptir því námsmanninn miklu máli að reyna að takmarka lántökur sínar sem kostur er því þá verður greiðslubyrðin minni að námi loknu." Ólafur G. tilheyrði fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (1991-1995).
R-lán 1992-2005 : Lánin eru verðtryggð og bera 1% vexti frá námslokum. Endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er uppgreidd eða lánþegi fallinn frá.
G-lán frá 2005 : Lánin eru verðtryggð og bera 1% vexti frá námslokum. Endurgreiðslur standa yfir þar til skuld er uppgreidd eða lánþegi fallinn frá.
"Árleg endurgreiðsla ákvarðast í tvennu lagi. Annars vegar er föst greiðsla, sem innheimt er á fyrri hluta ársins, óháð tekjum og hins vegar viðbótargreiðsla sem innheimt er á síðari hluta ársins og er háð tekjum fyrra árs." (samkv. 8. gr.)
Þau tekjulægri eru lengur að borga af námslánunum og verðbólgan býr þá til sífellt stærri eftirstöðvar námslána til að borga af ævilangt. Aðeins er þó borgað af einu námsláni í senn, í millitíðinni vaxa hin...
En ekki hafa áhyggjur : "Endurgreiðslur, sem falla í gjalddaga eftir að lánþegi andast, falla sjálfkrafa niður." (samkv. 9. gr.). Þetta er eina prinsippið sem aldrei hefur þó verið hróflað við. Heimildin var fyrir hendi 1976 og lögin um námslán frá 1982 eða 1992 hafa ekki viljað herja enn frekar á fjölskyldur námsmanna, handan grafar...
Var einhver að bjóða ykkur stærri námslán?
Var einhver að tala um að vert væri að styrkja námsmenn?
Hvað var það við námslánin sem hneykslaði menntamálaráðherrann (F) um árið? "Hafa þau nánast komið lánþegum að sama gagni og styrkir." og því var verðtryggingunni skellt á með lögum árið 1976.
Fyrirspurn á Alþingi sem svarað var 25. mars sl.
Hefði verið forvitnilegt að kanna áhrif verðtryggingar námslána almennt á líf námsmanna að námi loknu... hvað langt fram eftir ævi námsmenn borga af námslánum og hversu oft afborganir af námslánum hafa farið í vanskil síðan verðtryggingin kom til?
Menntun og skóli | Breytt 29.3.2009 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 18:19
Aðferðir Landsvirkjunar mútulegar
Ekki til fyrirmyndar og spurning hvað Landsvirkjun haldi að hún sé.
Að kaupa sér ímynd með stuðningi við önnur ríkisfyrirtæki og helst sem flest menningarverkefni, er eitthvað sem ætti ekki að fara - frá ríkinu - í gegnum Landsvirkjun. Ríkið ætti sjálft að styðja betur við ríkisstofnanir og/eða menningarstarfsemi. Ekki hefur söfnum eða háskólum látið sér detta í hug að styrkja Landsvirkjun til þriggja ára...
Að kaupa sér skipulag og bjóða gull og græna skóga heitir á venjulegu máli mútur og miðar að því að þagga niður alla andstöðu við fyrirætlanir fyrirtækisins. Hagsmunaaðilinn veður uppi með ríkispeninga að vopni.
Fagna ber áliti umboðsmanns Alþingis sem tekur loks á alræmdum aðferðum forstjórans og hans manna.
Ráðuneyti sinnti ekki rannsóknarskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 12:00
Geir hefur enn ekki beðist afsökunar, Davíð ekki heldur
"Engin þeirra mistaka sem hér hafa verið nefnd má rekja til stefnu flokksins. Grunngildi Sjálfstæðisflokksins brugðust ekki, heldur fólk." Endurreisn atvinnulífsins, bls. 29. Spurningin er hvaða fólk?
Hundurinn er alla vega saklaus.
Afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 12:58
Fyrirséð hjá freku fyrirtæki
Tap Landsvirkjunar 345 milljónir dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2009 | 12:10
Hagræðing sannleikans
Þetta er haft eftir formannsefni Sjálfstæðisflokks :
"Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar axlað pólitíska ábyrgð á efnahagshruninu þegar hann gekk úr stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna og lagði til þjóðstjórn." Sjá frétt á vísir.is : Bjarni vill
Hér er um eilitla hagræðingu sannleikans að ræða...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)