Gamlir kunningjar...

Sjálfstæðismenn virðast halda að Íslendingar kunni ekki að lesa en ekki hef ég þó heyrt þá þylja upp úr umsögn Century Aluminum... enn. Óttast kannski áhrifin í beinni útsendingu?

Hvílík lágkúra, erlend álfyrirtæki eru beðin um umsögn um breytingar á stjórnarskrá Íslands !? Hvað er í gangi? Alcan Rio Tinto, Century Aluminum (Norðurál) og Alcoa fá erindi sent frá Alþingi Íslendinga... það síðastnefnda er elt með erindi á tvo staði... Hvaða fluga hefur bitið sérnefndina um stjórnarskrármál? Gamlir kunningjar formannsins?

Sjálfstæðismönnum finnst það greinilega ekki nóg og vilja fleiri HAGSMUNAAÐILA. Merkilegt hvað þeir elska þetta orð. Græðgisvæðing? Helguvíkurslagsíða?

Er þetta stjórnarskrá í boði hagsmunaaðila? ... ekki verður séð að (almenningur, fólkið eða þjóðin) eigi lögvarinna hagsmuna að gæta... eða hvað ?

Kannski er vert að vekja athygli á umsögn Félags umhverfisfræðinga:

“Félagið tekur almennt ekki afstöðu til þess hvort æskilegt sé að ríkið fari með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt náttúruauðlinda. Fjölmörg dæmi eru um það í sögu mannkyns að ríki hafi misnotað náttúruauðlindir, í umboði sinnar þjóðar, innan eða utan síns lögsagnarumdæmis. Einnig eru fjölmörg dæmi um að löggjöf, sem á að kveða nánar á um hlutverk ríkisins í þessu sambandi, hafi ekki þjónað því hlutverki að vernda náttúruauðlindir gegn ofnýtingu. Á þetta skal bent í upphafi til að árétta að það tryggi ekki endilega bestu nýtingu náttúruauðlinda að fela umsjá þeirra ríkinu í hendur.”

Ekkert er einfalt en orð eru til alls fyrst. Sjá frumvarpið með breytingum.


mbl.is 22 ára þingferli Valgerðar lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

HA! Þurfa álverin sem eru í erlendri eigu að skila inn umsögn um stjórnarskrárfrumvarpið? Hvurn and.... koma þeim það við? Afsakaðu orðbragðið. Og er þetta í boði sjálfstæðisflokksins? Guð hjálpi okkur.

Arinbjörn Kúld, 5.4.2009 kl. 10:18

2 identicon

Sérnefndin er níu manna og þar eiga sæti fjórir sjálfstæðismenn, þrír samfylkingarmenn, einn vinstrigrænn og einn framsóknarmaður, sem er fráfarandi formaður nefndarinnar. Væntanlega er þessi gjörningur með kveðju frá Valgerði.

Þó er mikill meirihluti stóriðjuspekúlanta í sérnefndinni sem eiga mikilla hagsmuna að gæta fyrir skjólstæðinga sína og Valgerður er ekki beint þekkt fyrir að elska annað meira en álfyrirtæki...

Þetta sannar enn og aftur að stjórnlagaþing á ekki að vera undir pólitískri stjórn flokkanna en það eru einmitt þeir sem malla grautinn á Alþingi. Stjórnlagaþing á að vera laust við alla hagsmunaaðila og aðrar flokksspírur, með öðrum orðum utan þings.

Sjálfstæðismenn hafa þó rétt fyrir sér í einu, stjórnarskrárbreytingar á ekki að þvinga fram með einföldum meirihluta. Framgangur þeirra á Alþingi er þó afar ósannfærandi. Aðalatriðið drukknar í pólitískum hrópum og látum. Allt virðist eintómar lygar eða í besta falli hagræðing sannleikans. Það er ekkert málefnalegt við maraþonið. Þetta eilífa pólitíska sjónarspil er Alþingi ekki til sæmdar.

Græna loppan (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hárrétt hjá þér. Takk fyrir bloggvináttuna.

Arinbjörn Kúld, 5.4.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband