Hví maraþon en engin breytingartillaga ?

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við HR, er aðalstjarnan á þinginu og vitnar nær hver einasti sjálfstæðismaður í umsögn hennar.

Þó er þetta haft eftir henni 30. janúar 2009 : "Hún segist sjálf sammála því að breyta þurfi með einhverjum hætti breytingarákvæði stjórnarskrárinnar [79. grein]. „Ef menn vilja kalla til stjórnlagaþings myndi ég halda að þetta væru þær breytingar sem ætti að gera núna, en efna svo til stjórnlagaþings eftir kosningar og gefa því góðan tíma til að fara yfir málin.“" Útdráttur úr Nýtt lýðveldi verður ekki til á einni nóttu.

Af hverju er álver í Helguvík svona mikilvægt sjálfstæðismönnum? Þeir vilja ólmir afgreiða það. Hagsmunatengsl?

Af hverju hafa sjálfstæðismenn ekki komið með breytingartillögu við frumvarpið? Í stað þess að minnihluti sérnefndar um stjórnarskrármál leggi einungis til að málinu verði vísað frá...

Umsagnirnar eru athyglisverðar (umsögn frá Norðuráli, sem er 100% í erlendri eigu og seilist í auðlindir þjóðarinnar, ja hérna !) og ennfremur í hverjar þeirra er vitnað og hverjar ekki.

Athyglisverð er umsögn Sigurðar Líndal í lið IV.: "Ef setja á landinu nýja stjórnarskrá tel ég rétt að það sé gert á sérstöku stjórnlagaþingi. Rökin eru einföld. Með stjórnarskrá er verið að setja Alþingi reglur, meðal annars verið að marka valdsvið þess, og því eðlilegt að Alþingi sjálft eigi þar ekki hlut að."

og sömuleiðis niðurlagið, með leyfi forseta ;) : "Hvað sem þessu líður er ljóst að umfram allt er þörf á vitundarvakningu meðal stjórnmálamanna og þá ekki sízt þingmanna um að gefa gildandi stjórnskipun meiri gaum en gert hafi verið og þeir geri sér meðal annars grein fyrir því að í lýðræðis- og réttarríki er vald takmarkað."


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort einhver geti bent mér á bloggara sem er Sjálfstæðismaður, sem hefur einhvern tíman verið ósammála flokkslínunni í einhverju máli? Ég er að velta þessu upp vegna þess að þó ég styðji Samfylkinguna, þá er ég ekkert alltaf sammála öllu sem þar er gert og hika ekki við að gagnrýna það ef svo ber undir, en þessir bloggarar sem eru Sjálfstæðismenn, eru ALLTAF sammála FLOKKNUM. Er ekki einn einasti Sjálfstæðismaður sammála því að það væri nú gott að geta haft eitthvað með málin að segja og þess vegna sé það réttlætanlegt að breyta stjórnarskrá til að bæta lýðræðið. En nei, þeir eru ALLIR sammála FLOKKNUM og FORYSTUNNI.

Valsól (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband