8.5.2009 | 09:35
Háskóli Íslands selur sig
Fréttin á Smugunni vekur ugg :
"Landsvirkjun kennir námskeið við Háskóla Íslands" !!
Áróðursmeistarar hagsmunaaðilans komnir á koppinn... og háskólinn missir gjörsamlega trúverðugleika sinn..
Hér eru sterk og vel orðuð mótmæli, sem ég skrifa fyllilega undir.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 10:00
Meiri dellan
![]() |
Íslenskir fjölmiðlar njóta mest frelsis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 07:53
Hvað er nú þetta?
Hvaða tvískinningur er þetta? Auðlindir áttu þær ekki að vera sameign íslensku þjóðarinnar? Áttu þau frómu orð ekki beint í stjórnarskrá? Það væri til lítils ef ALLT á að selja.
Hitaveita Suðurnesja (HS) var sú eina sem var seld einkaaðilum að hluta til (15%) FYRIR orkulögin sem sett voru til "að tryggja að öll mikilverðustu vatns- og jarðhitaréttindi sem nú eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, beint eða óbeint, haldist áfram í eigu þessara aðila". Enn fremur er hægt að lesa hér í greinum bæjarstjóranna að "þegar ríkið ákvað að selja 15% hlut sinn í HS var það skilyrt að hvorki sveitarfélögin eða aðrir opinberir aðilar gætu boðið í hlutinn"....
Eigendur HS (nú HS veitur og HS orka): Reykjanesbær (34,75%), Geysir Green Energy (32%), Orkuveita Reykjavíkur (16,58%), Hafnarfjarðarbær (15,42%) og aðrir (1,25%). Aðrir eru Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Garður og Vogar.
Núna eru fyrirtækjabörn HS í vandræðum og Íslandsbanki á handveð... fulltrúar iðnaðarráðuneytisins nefndir í fréttinni... Ríkið er aftur komið með súpuna heim í ríkisbanka... eða hvað? Er þetta upphafið á fjárfestingum Ameríkana í orkufyrirtækjum á Íslandi? Eða er bara verið að gera tilraunir með einkavæðingarafurðina í jarðvarmageiranum með það að afsökun að æ æ það eigi mest lítið eigið fé...
Eru orkufyrirtækin ef til vill öll þegar í höndum lánardrottna vegna offjárfestinga? Veiðiskipin kannski sömuleiðis? Hverjir eru lánardrottnar? Ríkisbankarnir? Stóri bróðir, er hann kannski sérstaklega í heimsókn vegna erlendra lánardrottna? Daginn eftir, 8. maí : Heimslögregla kapítalismans ;)
Hafa menn bókstaflega klúðrað öllu í gegnum tíðina?
Fréttin á rúv skýrir kannski eignarhaldið aðeins betur og ástæðuna fyrir fjárhagsstöðunni: offjárfestingar sem veðja á Helguvík samkvæmt formúlunni "Hamast fyrst og hugsa svo" eða kvarta sáran og þrengja síðan að fólkinu á svæðinu nema auðvitað þeim sem eru ábyrgir fyrir öllu saman. Þrýsta síðan á stjórnmálamenn um að Helguvík muni bjarga öllu...
15. maí : Er þetta eðlilegt? Undarlegt að meina sveitarfélögum á svæðinu eða ríkinu að fjárfesta í hitaveitu Suðurnesja en hleypa erlendum fjárfestum inn... Hitaveita Suðurnesja fellur ekki undir orkulögin en þarna er verið að selja auðlindir... Hvað er þetta annað? Er allt falt á Íslandi? Varúð ! Frétt á rúv : Mikill áhugi á Hitaveitu Suðurnesja. Mæli með skrifum Smala varðandi Reykjanesið.
![]() |
Áhugi að utan á Geysi Green |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 15.5.2009 kl. 05:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.5.2009 | 20:54
Afsökunin fyrir verðtryggingunni...
...upphaflega var þessi : "Hafa þau [námslánin] nánast komið lánþegum að sama gagni og styrkir."
Afleiðingin af verðtryggingunni er sú að þau tekjulægri eru bókstaflega alla ævi að borga af námslánum. Eðli málsins samkvæmt er lágtekjufólk lengur að borga af lánunum sem þýðir að verðbólgan býr sífellt til stærri eftirstöðvar... Aðeins er þó borgað af einu námsláni í senn, í millitíðinni vaxa hin...
1. aðför að námsmönnum:
Vertrygging námslána kemur inn í stjórnarfrumvarpi um námslán og námsstyrki, sem Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra (F), flytur á 97. löggjafarþingi 1975-1976: "Hér er lagt til að gerð verði róttæk breyting á núgildandi endurgreiðslukjörum lánasjóðsins. Sú mikla verðbólga sem ríkt hefur hér á landi hin síðari ár hefur í raun leitt til þess að núverandi námslán hafa aðeins að litlu leyti komið til endurgreiðslu á raunvirði. Hafa þau nánast komið lánþegum að sama gagni og styrkir." Vilhjálmur tilheyrði ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar (1974-1978).
2. aðför að námsmönnum:
Stjórnarfrumvarp til laga um námslán og námsstyrki, sem Ingvar Gíslason menntamálaráðherra (F) flutti snemmárs 1982, gerði ráð fyrir lengingu endurgreiðslutímans í 30 ár. Lengingin í 40 ár er samkvæmt breytingartillögu meðflutningsmanna úr menntamálanefnd. Ingvar tilheyrði ráðuneyti Gunnars Thoroddsen (1980-1983).
3. aðför að námsmönnum:
Tímamörk endurgreiðslna hverfa síðan gjörsamlega. Sú breyting er í stjórnarfrumvarpi um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra (S) flytur snemmárs 1992: "Meginbreytingin, sem felst í þessu frumvarpi, er sú að teknir eru upp vægir vextir á lánin, endurgreiðslur hefjast fyrr en áður og greitt er hraðar til baka. Eftirstöðvar falla ekki niður heldur skulu lánin greidd að fullu. Það skiptir því námsmanninn miklu máli að reyna að takmarka lántökur sínar sem kostur er því þá verður greiðslubyrðin minni að námi loknu." Ólafur G. tilheyrði fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (1991-1995).
Sjá nánar: Afborganir af námslánum fram í rauðan dauðann
![]() |
Hundeltur af LÍN |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 7.5.2009 kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.5.2009 | 23:01
Að berja á þeim sem reyna...
Ég fyrir mitt leyti á erfitt með að skilja þá aðför sem gerð er að viðskiptaráðherra í bloggheimum.
Heldur fólk virkilega að þetta sé leiðin? Ástandið er ekki gott, það vita allir, en þessi aðferð leysir ekkert og er ekki neinum til sóma.
Ég lýsi hér með stuðningi við þann blóraböggul sem menn hafa fundið sér.
![]() |
Furða sig á ummælum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.5.2009 | 17:59
Hvað með Rögnu?
![]() |
Ný ríkisstjórn um næstu helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2009 | 16:59
Öldungar hafsins
Heili hvala er þroskaðri en flestra annarra spendýra.
Lífslíkur langreyðar eru um 90 ár. Langreyðar koma hingað á vorin og dvelja fram á haust. Þá er talið að langreyðar haldi sig djúpt vestur og suður af landinu yfir vetrartímann. Áætlaður fjöldi á hafsvæðinu við Ísland 16-19.000 dýr.
Lífslíkur sandreyðar eru 80 ár. Talið er að allt að 10.000 sandreyðar komi upp að ströndum landsins að sumarlagi.
Lífslíkur hrefnu eru um 50 ár. Áætlaður fjöldi við Ísland um 50-60.000 dýr.
Tannhvalir verða kynþroska um fimmtán til tuttugu ára gamlir og flestir skíðishvalir [m.a. langreyðar og hrefnur] við sex ára aldur að frátöldum hnúfubaknum [lífslíkur 95 ár] sem nær kynþroska um tvítugt og búrhval [lífslíkur um 70 ár].
Meðgöngutími hvala er mismunandi eftir tegundum, allt frá átta að átján mánuðum. Venjulega bera hvalkýr annaðhvert ár og ala af sér einn kálf í senn. Tvíburar eru sjaldgæfir.
Fengitíma flestra hvalategunda er á haustin eða vorin. Sjávarhiti og birtutími hefur áhrif á það hvenær æxlun fer fram.
Heimild:
Ásbjörn Björgvinsson & Helmut Lugmayr Hvalaskoðun við Ísland. JPV- útgáfa, 2002.
Fróðleikur um hvali hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Langreyður (kvk.), um langreyði, frá langreyði, til langreyðar; steypireyðar, um steypireyðar, frá sandreyðum, til langreyða.
Hvalamiðstöðin á Húsavík og Hvalaskoðun (2002).
HVALASKOÐUN
Hvalaskoðun eftir áætlun frá Húsavík: Norðursigling og Gentle Giants
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Húsavík: Norðursigling
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Hauganesi, Eyjafirði: Níels Jónsson
Hvalaskoðun eftir áætlun frá Dalvík: Sjóferðir
Hvalaskoðun, Hólmavík, frá landi í Steingrímsfirði: Wow!
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Drangsnesi við Steingrímsfjörð á Ströndum: Sundhani
Hvalskoðun eftir áætlun frá Reykjavík: Elding og Hvalalíf
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Grindavík/Sandgerði: Elding
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Ólafsvík: Sæferðir
Hvalaskoðun að eftirspurn frá Vestmannaeyjum: Viking Tours
Að gera sér ferð til Íslands í hvalaskoðun: Whale Watching City Break
Afmörkun svæða fyrir hvalaskoðun, viðbrögðin við tillögunum hafa eflaust tafið reglugerðina um málið því hún er enn ókomin. 30. apríl 2009 : reglugerðin er tilbúin.
HVALVEIÐAR
Bannað er að veiða:
a) Hvalkálfa, hvali á spena og kvenhvali, sem kálfar eða hvalir á spena fylgja.
b) Grænlands-sléttbak [í útrýmingarhættu], Íslands-sléttbak [í útrýmingarhættu], hnúfubak, [lífslíkur um 95 ár]steypireyð [lífslíkur 90 ár] og búrhval [lífslíkur um 70 ár].
c) Langreyðar [lífslíkur 90 ár] innan við 55 fet eða 16,8 metra að lengd og sandreyðar [lífslíkur 80 ár] innan við 40 fet eða 12,2 metra að lengd og búrhvali [lífslíkur um 70 ár] innan við 35 fet eða 10,7 metra að lengd. (breyt. 304/1983)
Þó má veiða langreyðar yfir 50 fet (15,2 m) og sandreyðar yfir 35 fet (10,7 m) fyrir íslenzkar landstöðvar, enda sé hvalkjötið þá notað til manneldis eða skepnufóðurs á Íslandi.
Reglugerð um hvalveiðar 163/1973 en 1. gr. var breytt fyrir stuttu með 359/2009 Gömlu lögin frá 1949: Lög um hvalveiðar 26/1949
10. mars 2009 : Hrefnuveiðileyfi auglýst
7. apríl 2009 : Tillaga nefndar um ný lög um hvali
18. apríl 2009 : Þjóðhagsleg áhrif hvalveiða við Ísland
HVALIRNIR Á ALÞINGI
9. febrúar 2009 : Umræða utan dagskrár um hvalveiðar.
11. febrúar 2009 : Tillaga Einars K. o.fl. til þingsályktunar um veiðar á hrefnu og langreyði sem ráðherrann hafði þó tæklað með reglugerð 27. janúar 2009, þ.e. nokkrum dögum áður en hann hvarf úr ráðherrastól.
11. febrúar 2009 : Útflutningur hvalafurða (munnlegt svar (= umræður) við fyrirspurn á Alþingi)
17. febrúar 2009 : Um fundarstjórn vegna þingsályktunartillögunnar um hvalveiðar. Tilgangurinn? Eilítil sýndarmennska en eflaust sá sami og með tillögunni sjálfri að reyna að fella stjórnina á hvalnum...
Daginn eftir : Kvalræði sjávarútvegsráðherra. Sjá einnig : Varðandi hvalveiðar.
13. mars 2009 : Markaður fyrir hvalkjöt (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi).
16. apríl 2009 : Vinnsla hvalafurða (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi).
16. apríl 2009 : Fiskmarkaðir og hvalveiðar (skriflegt svar við fyrirspurn á Alþingi).
![]() |
Skora á sjávarútvegsráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 15.6.2009 kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2009 | 18:13
Chicago 1886 og Fourmies 1891
Árið 1884 þingaði bandarískt verkalýðsfélag (American Federation of Labor) í Chicago og gaf það sér tvö ár til að ná fram átta stunda vinnudögum. Til baráttunnar varð 1. maí 1886 fyrir valinu enda 1. maí nokkuð táknrænn dagur, almennt upphaf bókhaldsárs og endurnýjun launasamninga. Þónokkrir náðu takmarkinu en langt frá því allir. Um 340 þúsund verkamenn fóru því í verkfall. Í kröfugöngu 3. maí féllu þrír og daginn eftir undir lok kröfugöngu þegar flestir voru farnir og aðeins um 200 eftir og annað eins af löggum sprakk sprengja og um 15 féllu í lögregluliði. Þrír verkalýðsleiðtogar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi og fimm aðrir hengdir 11. nóvember 1886 þrátt fyrir takmarkaðar sannanir. Þremenningarnir voru náðaðir nokkrum árum seinna.
Þremur árum síðar, í júní 1889, þingar alþjóðasamband sósíalista í París á 100 ára afmæli frönsku byltingarinnar. Ákveðið var að velja sameiginlegan dag til baráttunnar fyrir átta stunda vinnudegi um heim allan en algengt var að unnið væri 10 til 12 tíma á dag. Fyrir valinu varð 1. maí.
Það dregur til tíðinda 1. maí 1891 í bænum Fourmies í Norður-Frakklandi þegar skotið er með splunkunýjum byssum á ósköp friðsama 1. maí göngu. Tíu falla, þar af átta yngri en 21 árs. Ein þeirra sem féll var hvítklædd verkakona með fangið fullt af blómum. Harmleikurinn festir baráttudaginn í sessi í Evrópu. Í friðarsamningunum í Versölum árið 1919 var átta stunda vinnudagur festur í lög eða 48 stunda vinnuvika (laugardagurinn er talinn með).
Síðan þá er dagurinn almennur baráttudagur.
Árið 1920 gerir Lenín 1. maí að frídegi og fylgja önnur lönd smám saman eftir. Árið 1933 gerir... Hitler 1. maí að launuðum frídegi. 1. maí verður frídagur og fête du travail í Frakklandi árið 1941 og var það gert til að fá verkamenn til að styðja Vichy-stjórnina. Dagurinn verður þó ekki launaður frídagur í Frakklandi fyrr en 1947.
Árið 1890 var rauður þríhyrningur barmmerki í 1. maí göngum í Frakklandi sem tákn fyrir atvinnu, svefn og frístundir. En fyrst 1907 var vorblóm höfuðborgarsvæðisins táknblóm í 1. maí kröfugöngu í París, le muguet (sem er víst dalalilja á íslensku). Blómið er selt á götum úti um allt Frakkland 1. maí.
Það er sterk mótmælahefð í Frakklandi og mæta oft tvær til þrjár kynslóðir saman í kröfugöngur. Á þeim dögum skapast mikil og sterk samstaða. Vinnufélagar og kunningjar hittast og bera saman bækur sínar. Það er sjálfsagt mál að mótmæla í Frakklandi og getur engin ríkisstjórn lokað fyrir þeim eyrunum þótt það hafi sannarlega verið reynt. Viðbrögðin láta þá ekki á sér standa.
Heimild m.a. :
Herodote
![]() |
Kröfugangan lögð af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.5.2009 | 07:51
Loksins tekið á loftmengun frá jarðgufuvirkjunum
Gífurlegt magn af brennisteinsvetni rýkur í loftið frá jarðgufuvirkjunum enda nýta þær auðlindina afar illa (12%). Mest af gufunni fer í loftið. Þegar þessar virkjanir eru auglýstar erlendum höfðingjum láist yfirleitt að tala um þessa mengun, sem og aðra er varðar grunnvatn og svoddan.
Það er verið að vinna góð verk í umhverfisráðuneytinu.
![]() |
Losunarmörk á jarðvarmavirkjanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2009 | 09:46
Jarðgufuvirkjun...
![]() |
Snarpur jarðskjálfti í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |