4.6.2009 | 16:06
Ríkisstjórnin er ekki peningastefnunefndin
Hvaða rugl er þetta. "Ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum eru teknar af peningastefnunefnd."
![]() |
Pétur er harmi lostinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2009 | 08:10
Hækkunin bara til almenningsveitna...
![]() |
Orkuverð hækkar hjá Landsvirkjun og OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2009 | 06:33
Það er ekkert saklaust við útiræktun erfðabreyttra plantna (GMO)
Erfðabreyttar plöntur og svo margt fleira gruggugt hjá Monsanto. Heimildarmynd Marie-Monique Robin Heimurinn að uppskrift Monsanto The world according to Monsanto (á ensku). Arte/France 2007.
Sérstaka athygli vekur andvaraleysi stjórnmálamanna og eftirlitsaðila. Mútuþægni, falsaðar vísindaskýrslur og þöggun vísindamanna. Að ekki sé talað um svik og pretti ameríska fyrirtækisins sem teygir anga sína um allan heim. Heimildarmyndin Le monde selon Monsanto (á frönsku). Bókin og heimildarmyndin.
Það er mikilvægt að kynna sér allar hliðar málsins. Það er ekkert saklaust við útiræktun erfðabreyttra plantna (GMO : Genetically modified organism ; OGM á frönsku).
Það er alltaf heilög afsökun fyrir tilraunastarfseminni með erfðabreyttar plöntur, græðgissjónarmið gægjast inn hér og þar og á endanum étum við m.a. eitrið sem plönturnar drekka í sig, að ekki sé talað um áhrifin út í náttúrunni, sem enginn nennir að sjá fyrir...
20. maí : Útiræktun á erfðabreyttu byggi
25. maí : Ræktun mannapróteina í íslenskri náttúru
26. maí : Opið bréf til Umhverfisstofnunar og umhverfisráðherra
![]() |
Þrýstingur á Umhverfisstofnun vegna erfðabreytts byggs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 15:16
Slúðurbragur á þessari frétt mbl.is
![]() |
Susan Boyle á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 21:59
Stúlkan er frábær
Hún söng aftur sama sönginn og fyrst og tókst vel upp. Frábær kona.
Hún stóðst álagið síðustu vikur og mætti í úrslitin. Hvað voru margir sem horfðu á fyrsta sönginn á netinu? Eitthvað um hundrað milljónir. Hún á metið á jútúb! Nú er lagið reyndar farið þaðan og komið á vef þáttarins.
Hvílíkur léttir að kynnast þessari dásamlegu konu frá smábæ í Skotlandi.
Ekki sjens að vera niðurdregin í félagi við hana
Hvað var það sem snart okkur svona djúpt? Jú, hún er samkvæm sjálfri sér, hlédræg og bara hin ánægðasta með sitt. Mætti fyrirlitningu. Fyrir hvað? Jú fyrir að vera bara hún. Hvorki með "rétt" útlit né "réttan" aldur.
Hún grínaðist að sjálfri sér í viðtalinu á undan söngnum og það er hreint ótrúlegt hvað það hefur verið tekið hrátt upp af fjölmiðlum... eins og heilagur sannleikur og hefur þónokkuð borið á lúmskri kvenfyrirlitningu í því sambandi. Í kjölfarið hafa verið skrifaðar merkar greinar um einræði útlitsins.
Það sem kannski einna helst snart alla djúpt var og er einlægni hennar. Sömuleiðis fundu flestir til samkenndar enda endalaust vegið að venjulegu fólki í hinum stóra fjölmiðlaheimi. Venjulegt fólk skal alltaf eiga að vera svona og hinsegin en helst aldrei það sjálft.
Hún hefur góðan húmor og það er svoddan strákur í henni. Algjört krúttipúll.
![]() |
Boyle tapaði fyrir dönsurum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 1.6.2009 kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2009 | 10:24
...þar sem margir þingmenn njóti myndarlegs fjárstuðnings orkufyrirtækja og stóriðju
... þessi setning er í frétt á rúv.is Mengunarfrumvarp úr þingnefnd. Grunar leikur á þeir hinir sömu reyni að smjúga inn hér á landi, t.d. með (styrkja)ryki í augu fólks (styrktir menningarviðburðir, menningarstofnanir, háskólanámskeið o.s.frv) þar sem beinn stuðningur við þingmennina sjálfa er væntanlega ógerlegur hér á landi...
Þó eru álfyrirtækin sumum þingmönnum ofarlega í huga þegar litið er á baráttu þeirra á þingi fyrir hönd álfyrirtækja, að ekki sé talað um umsagnarbeiðnir sem sendar voru til álfyrirtækjanna varðandi auðlindaákvæði stjórnarskrár...
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 14:51
Að skræla Ísland...
... og "styrkja" það svo með ölmusu. Hvaða skrípaleikur er þetta?
Væri ekki fremur við hæfi að álrisinn afþakkaði ýmsar skatta- og gjaldaívilnanir og borgaði eðlilega fyrir sig...
...svo Íslendingum auðnist sjálfum að standa undir stoðum síns eigin samfélags, s.s. heilbrigðiskerfinu, félagsþjónustu og mennta- og fræðslukerfinu.
![]() |
Alcoa styrkir Starfsendurhæfingu Austurlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2009 | 17:55
Íbúar hreppanna fá lögformlega kynningu
11.5.2009 | 07:09
Áróðursmeistari Alcoa Íslandsvinur?
![]() |
Íslandsvinur í stjórn Obama |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.5.2009 | 21:30
Þarf að taka mér blogghlé
Ef ég mætti koma með þrjár tillögur fyrir hlé: að fjölmiðlar vísi beint í mál á alþingisvefnum í lok þingfrétta í vefútgáfum blaðanna, að til verði Útvarp Alþingi og að fjölmiðlar leiti á jákvæð mið eftir bestu getu, þó ekki væri nema í bland...
Það er þreytandi til lengdar að vera í vandræðum og heyra til viðbótar um vandræði og frekari spár um vandræði... blogggjammið bætir yfirleitt gráu ofan á svart og virkar stundum eins og hver sletti sínum blautu tuskum af sérstakri áfergju. Mæli með kermit til að bæta bragðið. Honum tekst oft vel til. Lengir hláturinn ekki lífið?
Óska vinstristjórninni velfarnaðar. Sé eftir Kolbrúnu en fegin að utanþingsráðherrarnir verða áfram o.s.frv. Vona að fjölmiðlar standi sig í stykkinu og að stjórnarandstaðan verði uppbyggileg. Við syndum jú öll í súpunni og þurfum öll sem eitt í skjól upp á brún...
Gaman annars að hlusta á klára konu :)
Fjölmiðlar | Breytt 12.5.2009 kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)