27.4.2009 | 10:12
Bráðabirgðamat á aðildarhæfni...
Hvað sem hver og einn hugsar sér í aðildarmálum, uppfyllir Ísland ekkert skilyrði eins og er varðandi þátttöku í efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU)...
Fyrsta skrefið gæti þó einfaldlega orðið bráðabirgðamat á aðildarhæfni Íslands sem framkvæmdastjórn ESB myndi gera.
Annað skrefið væri lítið vandamál því með EES-samstarfinu [1. janúar 1994] hefur Ísland þegar tekið upp allt að 80% af allri löggjöf ESB. Þó ber þess að geta að EES-samningurinn tekur ekki til sjávarútvegsmála að öðru leyti en því sem kveðið er á með sjávarafurðir... í samningnum er því ekki hróflað við óskoruðum yfirráðum Íslendinga yfir fiskimiðum við landið. Það sama á við um Norðmenn og fiskimið þeirra. Landbúnaði og sjávarútvegi var, að ósk Íslands og Noregs, haldið utan við samninginn.
Það væri ekki fyrr en í framhaldinu sem eiginlegar aðildarviðræður ættu sér stað...
Við ættum væntanlega samleið með hinum Norðurlöndunum... Danir gengu í Evrópusambandið (ESB) árið 1973 en SvíÞjóð og Finnland árið 1995. Aðeins eitt Norðurlandanna, Finnland, er í efnahags- og myntbandalaginu (EMU), þ.e. aðeins þeir eru með evruna, enn sem komið er.
Norðmenn eru aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Íslendingar en þeir sögðu nei við aðild að ESB um árið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Án þeirra væri þó afar erfitt að ímynda sér aðild að ESB vegna sameiginlegra hagsmuna Íslands og Noregs, m.a. i sjávarútvegsmálum.
Meirihluta þingmanna Evrópuþingsins (EÞ) þarf til að samþykkja nýjan aðildarsamning.
Hvert aðildarríki fer með forsæti í ráðherraráðinu í sex mánuði í senn en það er valdamesta stofnun ESB og er sá vettvangur þar sem aðildarríkin gæta hagsmuna sinna. Ráðherraráðið fer með löggjafarvald í ESB ásamt Evrópuþinginu. Hvert aðildarríkjanna á einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda. Samsetning ráðsins fer eftir málaflokkum. Þannig sitja umhverfisráðherrar fundi ráðsins um umhverfismál o.s.frv.
Leiðtogaráð ESB er æðsti vettvangur ákvarðanatöku og samninga í ESB, jafnvel þótt það sé ekki stofnun ESB í lagalegum skilningi. Það er skipað þjóð- og ríkisstjórnarleiðtogum aðildarríkjanna auk forseta framkvæmdastjórnarinnar. Mikilvægustu ákvarðanir um framþróun, innihald og skipulag ESB-samstarfsins hafa átt sér stað í leiðtogaráðinu, þó þær hafi verið undirbúnar, skilgreindar nánar, settar í löggjöf og framkvæmdar á vegum stofnana ESB (ráðherraráðs, framkvæmdastjórnar, Evrópuþings og Evrópudómstólsins). Við atkvæðagreiðslur í ráðinu hefur hvert aðildarríki atkvæðavægi sem í stórum dráttum endurspeglar íbúafjölda þess, en hefð er fyrir því að smærri ríkin hafi hlutfallslega meira atkvæðavægi miðað við íbúafjölda en hin fjölmennustu.
Framkvæmdastjórnin er skipuð af fulltrúum frá öllum aðildarríkjum. Hún er stundum sögð ígildi stjórnar ESB. Starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar skipta þúsundum og fagdeildir voru 24 árið 2003.
Framundan (4. til 7. júní eftir löndum) eru kosningar til Evrópuþingsins (EÞ). Þingmennirnir verða nú 736. Kosið er á fimm ára fresti. Áhuginn á Evrópukosningunum er afar misjafn.
Frambjóðendur geta verið af mismunandi þjóðernum á sama lista en það er þó ekki algengt. Daniel Cohn-Bendit ku hafa hikað milli Þýskalands og Frakklands en hann og Eva Joly bjóða sig nú fram á Parísarsvæðinu til Evrópuþingsins en það er eitt átta kjördæma kosninganna í Frakklandi. Bæði eru þau vel þekkt. Kosningabaráttan er hafin í ESB-löndunum 27. Þess ber að geta að mynstrið á Evrópuþinginu er álíka pólitískt og á þjóðarþingum.
Svíar kjósa 18 þingmenn á Evrópuþingið en Finnar og Danir 13. Samtals eru þingmennirnir 44 frá Norðurlöndunum. Þeir yrðu því rúmlega 60 ef Norðmenn og Íslendingar bættust við.
Þingmennirnir frá Þýskalandi eru flestir eða 99, frá Frakklandi, Ítalíu og Bretlandi eru þeir 72, frá Spáni og Póllandi 50, frá Rúmeníu 33, frá Hollandi 25, frá Belgíu, Grikklandi, Ungverjalandi og Portúgal 22 o.s.frv. Fæsta þingmenn hefur Malta eða 5 en næst koma Kýpur, Eistland og Lúxemborg með 6.
Næst verður kosið 2014. Það er því tími til stefnu og bráðabirgðamat á aðildarhæfni til að byrja með gæti því virkað róandi...
Heimild m.a. :
Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide, Dag Harald Cales, Hanne Ulrichsen og Asle Toje : Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða "svissnesk lausn"? Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands / Norsk Utenrikspolitisk Institutt, 2003.
![]() |
Óbrúuð gjá í ESB-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2009 | 13:08
Óheppilegt myndaval enn...
... á þessari mynd eru aðeins tvær konur inni á nýju þingi... halló ! hinar dottnar út... Er verið að birta mynd af konum eins og skepnum... einn hópur kvenna líkist öðrum hópi kvenna... kvenskepnur á þingi?
Vefmiðlar þyrftu að taka sig á í myndavali. Þeir velja myndir eins og þeir séu hreint alls ekki með á nótunum...
![]() |
Aldrei fleiri konur á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2009 | 16:19
Rétt er...
... að þau minntust ekki einu orði á nýju framboðin.
Þá er rétt að þau ræddu helst væntanlega sigurvegara... En eins og sagnfræðingurinn tekur fram gleymdu stjórnmálamennirnir sjálfir að ræða mikilvæga hluti... hvort sem það er stjórnendum þáttarins að kenna eða ekki.
Rétt er einnig að Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um árið. Það er hins vegar ekki rétt, sem kemur fram í máli hennar, að flestar ríkisstjórnir hafi starfað út kjörtímabilið...
Gagnrýni Ástþórs er að mörgu leyti réttmæt en á það ber að líta að þetta var bein útsending.
Ástþór var annars með ljósmyndastofu hérna einu sinni. Hvar eru filmurnar frá þeim tíma? Fjölskyldur eiga erfitt með að finna hvað af þeim varð... Það væri kannski góð hugmynd að gefa filmurnar til varðveislu til Ljósmyndasafns Reykjavíkur eða Ljósmyndasafns Íslands.
![]() |
Ástþór illur út í RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2009 | 13:34
Stef við stjórnir...
2009: Samfylking og Vinstri hreyfingin - grænt framboð ásamt tveimur ráðherrum utan flokka
= ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur
2007-2009: Sjálfstæðisflokkur og Samfylking
... Breiðfylking gegn ástandinu á Austurvelli laugardaginn 11. okt. 2008 ...
... Má bjóða þér þjóðskrána? 1. borgarafundurinn í Iðnó 27. okt. 2008 ...
... þing kemur saman á ný þann 20. janúar 2009 : búsáhaldabyltingin ...
= síðara ráðuneyti Geirs H. Haarde tekur enda 1. febrúar 2009.
2006-2007: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= fyrra ráðuneyti Geirs H. Haarde
2004-2006: Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
= ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar
2003-2004: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= 4. ráðuneyti Davíðs Oddssonar
1999-2003: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= 3. ráðuneyti Davíðs Oddssonar
1995-1999: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= 2. ráðuneyti Davíðs Oddssonar
1991-1995: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
= 1. ráðuneyti Davíðs Oddssonar
1989-1991: Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Borgaraflokkur
= 3. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar
1988-1989: Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
= 2. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar
1987-1988: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur
= ráðuneyti Þorsteins Pálssonar
1983-1987: Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
= 1. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar
1980-1983: ráðherrar úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi
= ráðuneyti Gunnars Thoroddsen
1979-1980: Alþýðuflokkur
= ráðuneyti Benedikts Gröndal
1978-1979: Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
= síðara ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar
1974-1978: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar
1971-1974: Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna
= fyrra ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar
1970-1971: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
= ráðuneyti Jóhanns Hafstein
1963-1970: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
= ráðuneyti Bjarna Benediktssonar
1959-1963: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
= 5. ráðuneyti Ólafs Thors
1958-1959: Alþýðuflokkur
= ráðuneyti Emils Jónssonar
1956-1958: Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
= 5. ráðuneyti Hermanns Jónassonar
1953-1956: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= 4. ráðuneyti Ólafs Thors
1950-1953: Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
= ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar
1949-1950: Sjálfstæðisflokkur
= 3. ráðneyti Ólafs Thors
1947-1949: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefánssonar
1944-1947: Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Alþýðuflokkur
= 2. ráðuneyti Ólafs Thors
Heimild:
Alþingisvefurinn: Ráðuneyti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 21:48
Lýðræðishallinn og stjórnlagaþing
Sérlega áhugaverðar hugmyndir Ragnars Aðalsteinssonar í Silfri Egils 22. mars sl.
Útdráttur úr umsögn Sigurðar Líndal varðandi stjórnlagaþingið sem sjálfstæðismenn vitnuðu aldrei í : "Ef setja á landinu nýja stjórnarskrá tel ég rétt að það sé gert á sérstöku stjórnlagaþingi. Rökin eru einföld. Með stjórnarskrá er verið að setja Alþingi reglur, meðal annars verið að marka valdsvið þess, og því eðlilegt að Alþingi sjálft eigi þar ekki hlut að."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 18:33
Án Norsara höfum við ekkert að gera í ESB
"Ísland og Noregur eru að mörgu leyti í mjög hliðstæðri stöðu gagnvart ESB; sem aðilar að EES og Schengen og strandríki við N-Atlantshaf sem hafa mikilla hagsmuna að gæta á sjávarútvegssviðinu. Lega þeirra og saga hafa jafnframt mótað "atlantshafssinnaða" utanríkisstefnu beggja."
Danir gengu í ESB árið 1973 en SvíÞjóð og Finnland árið 1995.
Framtíð norræna vegabréfasambandsins var leyst með aukaaðild Íslands og Noregs að Schengen-sáttmálanum. Þannig gátu öll Norðurlöndin fimm undirritað sáttmálann samtímis, 1996. Aðild Íslands að Schengen-samstarfinu gekk að fullu í gildi 25. júní 2001.
Með EES-samstarfinu [1. janúar 1994] hefur Ísland tekið upp allt að 80% af allri löggjöf ESB.
Það er frjálst flæði vöru, þjónustu, (launa)fólks og fjármagns milli aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins [fjórfrelsið]. "Leiðin að þessu marki hefur fyrst og fremst falist í samræmingu reglna og staðla. Beinar hindranir, svo sem landamæraeftirlit og tollheimta, hafa verið aflagðar, samið hefur verið um fjöldann allan af sameiginlegum stöðlum og viðmiðum, auk samkeppnisreglna, til að vinna gegn öðrum óbeinni viðskiptahindrunum."
"Mjög stór hluti íslensks útflutnings er seldur til ESB-landanna og hlutfall innflutnings þaðan er jafnvel enn hærri."
"Öllum umsóknarríkjum er í grundvallaratriðum gert að yfirtaka allt hið svokallaða acquis communautaire [það sem þegar hefur áunnist sameiginlega innan sambandsins] til að geta fengið inngöngu í ESB." Það gæti einmitt verið hikstinn.
En nú einblína svo margir á þátttöku í efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) en til þess þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði...
Á Norðurlöndum eru það aðeins Finnar sem hafa tekið upp evruna. Verðlagið er það hátt í Finnlandi að þeir lögðu niður eyrinn og tvíeyringinn.
"Þróun heimsviðskipta, tækni, umhverfismála og fleiri atriði gera ríki heims æ háðari hverju öðru. Hnattvæðingin á þátt í að breyta efnahagslífi, öryggismálum, umhverfismálum, félagslegum hlutföllum og menningarlegum sérkennum út um allan heim. ... Evrópusambandið, eins og það lítur út nú á dögum, má segja að sé svæðisbundið svar við hnattvæðingunni."
Heimild:
Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide, Dag Harald Cales, Hanne Ulrichsen og Asle Toje : Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða "svissnesk lausn"? Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands / Norsk Utenrikspolitisk Institutt, 2003.
![]() |
Til Evrópu með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2009 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 22:07
Að kjósa með krítarkorti
Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð sendinefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) við skilríkjum landsmanna.
Íslendingar eiga ekki lengur innanlandsskírteini önnur en myndskreytt krítarkort, ökuskírteini eða þá gömul nafnskírteini... krítarkortið er ekki gefið út af ríkinu og getur því vart kallast skilríki með réttu.
Alltaf hálf undarlegt að landsmenn skuli almennt kjósa með krítarkorti... næstum táknrænt.
Vegabréfin eru fyrir ferðir utanlands og ekki ætluð til brúks innanlands en þau duga þó sem persónuskilríki við kosningar.
Það hafa komið upp dæmi um eldra fólk sem á hvorki nafnskírteini, krítarkort eða ökuskírteini og hefur aldrei farið til útlanda og á því ekki vegabréf... Hvað gera menn þá?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2009 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2009 | 11:02
Niðurdregin
Það er svo ákaflega leitt hvernig pólitíkin talar niður til íslenskrar náttúru... og okkar.
Nú er þing rofið og framtíðin óviss... en ósk um að þing endurspegli loks vonir þjóðar um betra þjóðfélag... Réttlæti ? Samhljóm milli þings og þjóðar ? Kannski er framtíðin einfaldlega í okkar höndum...
Mátturinn er atkvæðið sem ekki verður keypt með fagurgala eða annarri skrumskælingu...
Ég kíkti á vefsíður og nokkur blogg í leit að einhverri hughreystingu. Sá bréf til tíðarandans á Smugunni og hið óvænta hjá Þjóðarsálinni (kíkið á slóðina, sú skoska, Susan Boyle, er meiriháttar, algjör dúlla).
Fyrir tíu árum síðan söng Susan inn á plötu sem gefin var út í þúsund eintökum til styrktar góðgerðarstarfsemi : Cry me a river.
Susan hefur vakið mikla hrifningu um allan heim og talar Reuters 17. apríl sl. um 20 milljónir sem hafa hlustað á hana á netinu. Hreinasta upplifun. Konan er gull og gersemi.
Susan syngur aftur í þættinum 23. maí nk.
Umhverfismál | Breytt 22.4.2009 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 23:10
Sorglegur gjörningur
Mér er um megn að skilja svona vinnubrögð.
Hverjir sögðu já? 20 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, 11 þingmenn Samfylkingarinnar, 4 þingmenn Framsóknarflokksins, 2 þingmenn Frjálslynda flokksins og 1 þingmaður utan flokka á þingi. Aðrir voru fjarstaddir (13) eða í leyfi (2).
Hverjir sögðu nei eða sátu hjá? 8 þingmenn Vinstri Grænna og 1 þingmaður Samfylkingarinnar sögðu nei. Til viðbótar sat einn þingmaður Samfylkingarinnar hjá (í mótmælaskyni).
![]() |
Lög um Helguvíkurálver samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 20.4.2009 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 09:31
Hrossakaup
Það er lítil reisn yfir þingmönnum dagsins ef Helguvíkurvitleysan nær fram að ganga. Stóriðjufirra og náttúrleysi pólitíkusa er skammsýni öllum til skammar.
Stóriðjuleppar eru margir á þingi og virðast þeir almennt vera á mála hjá erlendum álfyrirtækjum, svo mjög að þeir geta ekki einu sinni fjallað um stjórnarskrá Íslands án þess að álherrar leggi til blessun sína.
Helguvíkurmeinlokan er uppfinning lélegra þingmanna og ráðherra, vissi-ekki-ráðherrans (Björgvin) og ha-ráðherrans (Árni). Hrein eymd að líffræðingur skuli flytja þennan gjörning. Við höfum lítið að gera með huglausa þingmenn. Það er ekki hlutverk þingsins að ganga erinda erlendra fyrirtækja.
Eru ekkert nema já-menn á Alþingi? Spornið við þessum gjörningi ! Hann stríðir gegn heilbrigðri skynsemi ! Heiður Alþingis er í veði.
Nefndarálit minnihluta iðnaðarnefndar.
![]() |
Stjórnarskrá ekki breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 18.4.2009 kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)