Heil græðgisfrétt og ekkert um það sagt úr hverju á að framleiða metanólið...

Skyldi fyrirhuguð tilraun með erfðabreytt bygg tengd þessu? Það er nefnilega hægt að vinna metanól úr korni... eða viði... og hvorugt eigum við.

Á kannski að flytja hráefnið langar leiðir (svipað og með boxítið fyrir álverin) og flytja það síðan langar leiðir út í heim með tilheyrandi gróðurhúsaáhrifum? Hvernig væri að hugsa heilstætt og í samhengi. 

Helsti ókosturinn við metanólið á heimsvísu er að ræktunarjarðir fyrir manneldi eru teknar undir framleiðslu hráefnis til metanólframleiðslunnar. Því ekki virðist ætlunin að slaka á bílaæðinu. Komið hefur í ljós að þetta er leið sem gæti leitt til aukins hungurs í heiminum. Sjálfselska bílaþjóða.

Það sem þarf að þróa af alvöru eru almenningssamgöngur. Ef keyra á sem fyrr á þúsundum einkabíla án tillits til eyðslu er ekki verið að leysa neitt. Þá þarf alltaf meira metanól o.s.frv.

Rafmagnsbílar betri lausn?


mbl.is Metanól gæti skilað tugum milljarða á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sammála þessu, þetta er engin framtíðarlausn..... langt frá þvi...

Svarið er einfallt, Rafmagns og Vetnisbílar, ættu frekar að eyða þessum peningum í þróun í þeim geira.

Sæþór (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:13

2 identicon

Hráefni er ekki flutt hingað, það er hér nú þegar: vatn, rafmagn og útblástur CO2 úr jarðgufuvirkjunum og hugsanlega stóriðjuverum.

Engu ræktarlandi er fórnað undir framleiðsluna og það metanól sem hér er stefnt að framleiða notar hvorki korn né við. 

Í mínum huga er bara spurningin hvort þetta verði arðbært.  Getur íslensk metanólframleiðsla keppt við það metanól sem nú er yfirleitt framleitt úr jarðgasi?

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

1) Ég er þér sammála með rafmagnsbílana. Hins vega trúi ég ekki á vetni einfaldlega vegna kostnaðarins og vegna þeirrar óhemjumiklu orku sem þarf til að framleiða það.

2) Metanólið verður ekki framleitt úr engu. Það kemur hreint alls ekki fram í fréttinni úr hverju á að framleiða metanólið... og ef það er til útflutnings verður það varla flutt með árabát...

Jarðgufa er síðan ekki sjálfbær nema hæfilega sé af henni tekið. Oftekið, þá tæmist auðlindin...

GRÆNA LOPPAN, 5.6.2009 kl. 21:26

4 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Útblásturinn úr jarðgufuvirkjunum er brennisteinsvetni (H2S)...

GRÆNA LOPPAN, 5.6.2009 kl. 21:32

5 identicon

Ég get lofað þér "ónefndur" að vetnis-rafmagns hybrid bílar verða ráðandi hér á langi og á norðlægari slóðum, aðalega vegna þess að rýmmd batterýa lækkar hlutfallslega með umhverfishitastigi. Og þar sem allir rafmagnsbílaframleiðendur gefa upp drægnina á bílunum við 20-25°C umhverfishita þá mun drægnin skerðast verulega á norlægari slóðum, þess má geta að meðal umhverfishitastig á íslandi er 5°C sem veldur ca 30% lækkun á rýmd batterýa og þarafleiðandi 35% minnkun á drægni, þannig að þessir t.d 150-200km drægni er orðin að 105-140km miðað við 5°C.  Svo á veturna þegar nýstingsgaddurinn hérna á klakanum segir til sín er drægnin komin niður í helming og vel undir þar, og þá setjum við auðvitað miðstöðina í botn og ljósin á í svartasta skammdeginu sem minnkar drægnina enþá meira. Og ef þið/þú trúið mér ekki, skulið þið prufa að setja GSM símann ykkar inní frysti hringið svo eitt símtal og sjáið hvað rafhlaðan er fjót að tæma sig :)

Sæþór (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:26

6 identicon

Þess má einnig get að að það þarf að framleiða helling af vetni til að framleiða Metanól, og samkvæmt mínum útreikningum þá ver 30% meiri orka í að framleiða metanólið heldur en að framleiða bara vetnið og nota það á bílana....

Sæþór (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:34

7 identicon

Vil bara benda ykkur á sem gapið hér yfir gróðurhúsaáhrifum af þessum áætlunum að kynna ykkur aðeins málið.  Þið þurfið ekki annað en að skrifa þrjú orð, "Carbon Recycling International" á Google og smella á fyrsta linkinn til að sjá það að það er einmitt um að ræða að endurnýta kolefnið (gróðurhúsaloftið) úr útblæstri iðnaðar og breyta því í eldsneyti.

Og svo virðist flest benda til þess að rafbílavæðingin (tvinnbílar þar með) sé að mestu leiti bara að fara úr öskunni í eldinn.  Enn meiri notkun orku í heildina, og enn færri lönd sem ráða framboði nauðsynlegra hráefna (liþíum í rafhlöðurnar)

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 23:30

8 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Mál er yfirleitt reifuð út frá sjónarmiði hagsmunaaðilans, sem virkar þá eins og spennutreyja á umræðuna.

En eruð þið ekki sammála að greinin hefði mátt vera skýrari?

GRÆNA LOPPAN, 6.6.2009 kl. 08:07

9 identicon

Nei ég er ekki sammála því. Ég er hinsvegar sammála því að klárlega hefði verið hægt að leggja meiri metnað í rannsóknarvinnu áður en upphafleg fullyrðing var skrifuð.

Jón Örn (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:16

10 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Hlutverk fjölmiðla er að veita aðhald og upplýsa.

Lesendur geta ekki endalaust séð um rannsóknarvinnuna ókeypis. Þeir geta hins vegar virkað hvetjandi um betri vinnubrögð.

GRÆNA LOPPAN, 6.6.2009 kl. 12:56

11 identicon

Vetnisframleiðsla með rafmagni sýnist mér allstaðar í veröldinni dæmd óhagkvæm og efnarafalar á bíla gera þá svo dýra að sömu sögu er að segja af þeim.

Orkuinnihaldið í metanóli er fyrst og fremst vetni ef ég skil þá formúlu rétt.

Vildi því gjarnan sjá útreikning á því hvernig það borgar sig að búa til vetni úr rafmagni (sem er fjárhagslega óhagkvæmt) og búa svo til metanól úr vetninu og C02 (enn meiri framleiðsla og kostnaður).

Þetta eru grunnforsendurnar sem ég geri athugasemdir við

Ef það verður hægt að selja kolefniskvóta fyrir það kolefni sem er endurunnið, þá gæti reikningsdæmið breyst. Geymum fréttina og sjáum til eftir 5-10 ár.

Tíminn sker úr um þetta á endanum, þó sumir telji sig sjá betur fram í tímann en aðrir 

Teitur Þorkelsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 21:03

12 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Sjáum til hvað setur.

Mér fannst fyrirsögnin stórkallaleg og ekki er það góð blaðamennska að skrifa grein eingöngu út frá sjónarhóli framkvæmdastjóranna. Líkist "keyptri" grein. Grunnforsenduna vantar þess utan.

GRÆNA LOPPAN, 6.6.2009 kl. 22:15

13 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Bygging lítillar tilraunaverksmiðju í Svartsengi er þó áhugaverð.

GRÆNA LOPPAN, 7.6.2009 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband