Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fimmtudagsverkfall í Frakklandi

Frakkar eru frægir fyrir kurteisisvenjur sínar enda þær lífsnauðsyn í svo stóru samfélagi en almennt virðist sem Frökkum sé nokk sama um náungann.

Það er ekki fyrr en gengið er með þeim á verkfallsdögum sem umhyggja þeirra birtist allt í einu og það svo sterkt. Sameinaðir berjast þeir fyrir réttindum borgaranna og eru ekki feimnir við það. Hvílík stemning! Þá sameinast Frakkar af öllum stéttum og verða eitt á svipaðan hátt og Íslendingar þegar hörmungar dynja yfir. 

Framundan er eins dags allsherjarverkfall í Frakklandi og mun einkageirinn og hið opinbera þá ganga til varnar réttindum sínum. Jú, forsetinn hefur reynt með öllum ráðum að sverta verkföll. Sussum svipaðar aðferðir og notaðar hafa verið löngum heima á Íslandi gagnvart þeim sem hafa leyft sér í gegnum tíðina að mótmæla, nú síðast birtist ágætt dæmi um slíkar aðferðir hjá fráfarandi forsætisráðherra sem reyndi að dusta burt með ósannindum þessi óþægindi sem mótmæli eru jú... Auðvitað vildi Sarko kallinn kveða mótmælin niður svo að fólkið þegði honum í hag en sem betur fer er HEFÐIN svo sterk fyrir þátttöku borgaranna í eigin lífi að forseti Frakklands fær ekki við neitt ráðið.

Fyrir kröfugöngur í Frakklandi eru ávallt haldnir fundir sem líkjast því sem heima hefur fengið nafnið borgarafundir, m.a. í háskólum. Frakkar er mjög æfðir í opinberum umræðum og er fundarstjórn lykilatriði svo að sem flestir fái orðið. Ótrúlega fróðlegir og skemmtilegir fundir.

ps

Vel skrifuð frétt á vef ríkisútvarpsins í morgun. Við það má bæta að hér í Frakklandi er ríkisútvarpið einnig í verkfalli. Allir dagskrárliðir falla niður, þar með taldar fréttir. Aðeins endalaus tónlist og tilkynning á klukkutímafresti þar sem hlustendur eru beðnir velvirðingar og útskýrt í stuttri setningu hvers vegna (atvinna, kaupmáttur, velferðarkerfið), allt að frönskum sið.

ps2

Skemmtilega unnin frétt á Reuters.

Gangan í minni borg var svo pökkuð af fólki að það tók hana tvo tíma að komast á skrið öll eins og hún lagði sig og þegar við, sem vorum aftast, komumst loks af stað birtist gangan sem var þá komin allan hringinn! Gangan var þétt og náði síðan allan hringinn! Ég fyrir mitt leyti hef aldrei séð þvílíkan mannfjölda í kröfugöngu hér í borg og þó vantaði einna helst eldri borgara og þá yngstu vegna kuldans.

ps3

Þetta er smámynd af mótmælum í einni borginni sem gefur eilitla hugmynd. Talið er að um ein milljón til 2,5 milljónir hafi gengið í 195 kröfugöngum um bókstaflega allt Frakkland (munurinn á fjöldatölu er milli löggu og skipuleggjenda og þarf í framhaldinu að spá í tölu einhvers staðar þar á milli).


Að axla ábyrgð og biðja þjóðina afsökunar

Hvernig væri að hann segði af sér sjálfur? Þá stæli hann senunni og léki aðalhlutverk í eigin leikriti. Hann samdi það jú sérstaklega fyrir sig í Seðlabankanum.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og varamaður í bankaráði Seðlabanka sagði af sér 9. október 2008.

Yfirlýsing Sigríðar :

"Undanfarin ár, mánuði, vikur og daga hafa verið gerð alvarleg mistök í hagstjórn Íslands og stjórn fjármálakerfisins. Seðlabanki Íslands ber mikla ábyrgð á þeim mistökum. Nú er svo komið að íslenska hagkerfið er að hruni komið og munum við Íslendingar þurfa að byggja það upp á komandi árum og færa gríðarlegar fórnir. Til að sem bestur friður náist um það uppbyggingarstarf sem framundan er tel ég mikilvægt að sátt ríki meðal þjóðarinnar um stjórn Seðlabankans. Það er mitt álit að til að svo geti orðið verði að skipta um bankastjórn í Seðlabanka Íslands. Ég hvet því bankastjóra Seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson, til að axla sína ábyrgð á mistökunum og segja af sér nú þegar. Sjálf mun ég tilkynna forseta Alþingis afsögn mína úr bankaráði Seðlabanka Íslands þegar í kvöld. Ég bið þjóðina afsökunar á því að hafa ekki axlað mína [fyrr]."

Jón Sigurðsson hagfræðingur og varaformaður bankaráðs Seðlabanka sagði af sér 26. janúar 2009.

Af því tilefni er haft eftir honum á mbl.is :

"Ég tel að það hafi aldrei verið jafnbrýnt að endurvekja traust á þessum tveimur mikilvægu stofnunum fjármálakerfisins, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu."
mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feelin' groovy

... allt að gerast með smá lagi...
mbl.is Unnið áfram í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var þá tilgangurinn...

... að sundra lögreglumönnum á stéttarfélagsvængnum. Hagsmunir lögreglumanna sem annarra stétta þjóðfélagsins hljóta að skipta mestu. Tímasetning málsins er vægast sagt fremur óheppileg.
mbl.is Lögreglumenn skoða úrsögn úr BSRB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna

Það er ekkert þingræði á Íslandi. Það ætti prófessorinn að vita. Ekki nóg með það að stjórnarflokkarnir gegni formennsku og varaformennsku í öllum nefndum þingsins heldur eru stjórnarfrumvörp afgreidd í löngum bunum og þingmannamál ná sjaldan fram. Þess utan er þingmeirihluti slíkur, 43 af 63, að í krafti hans hefur "afbrigðum" verið beitt endurtekið, þ.e. stjórnarandstaðan fær ekki að fylgjast almennilega með. Flokksræðið er þess utan þvílíkt að þingmenn virðast greiða atkvæði eftir flokksákvörðun en ekki eftir eigin sannfæringu. Samviskan er horfin. Alþingi er þar af leiðandi beinlínis afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins. Þetta er hreinasti skandall. Þegar kúgun þingminnihlutans er slík getur stjórnarandstaðan ekki veitt það AÐHALD sem nauðsynlegt er lýðræðinu.

Í öðru lagi þurfa fjölmiðlar að veita valdstjórninni AÐHALD. Þessu hlutverki hafa fjölmiðlar illa gegnt í nær þrjá áratugi. Þeir hafa verið iðnir við að færa þjóðinni fagnaðarerindi framkvæmdarvaldsins án tilhlýðandi gagnrýni eða rannsókna á þeirri hlið sem framkvæmdarvaldið kýs einhverra hluta vegna að sýna ekki og það er hættulegt lýðræði. Fjölmiðlar eru sem betur fer farnir að vakna upp af værum svefni. Hættan er nú hins vegar að fjölmiðlar hrökkvi úr stjórnargírnum gamla yfir í flokksgír fyrir kosningar... 

Í þriðja lagi hafa stofnanir ríkisins ekki staðið sig sem skyldi enda hafa langvarandi vinaráðningar vanað þær.

Það á síðan ekki að klæða skrifstofulöggur upp í óeirðabúning eins og mér heyrist að hafi verið gert og það vegna þess einfaldlega að löggan er undirmönnuð. Kynnin eru stutt milli löggu og mótmælenda en eftir nokkurn hiksta hefur farið ágætlega á með þeim. Línurnar eru farnar að skerpast enda mótmæli tjáning mikilvæg lýðræðinu en ekki afbrot.

Jafnvel sérfræðingur í afbrotafræði þarf að kynna sér hlutina aðeins betur. Sjá vinsamlegast t.d. hér Helgi.


mbl.is Rof milli þings og þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi Björn láttu ekki svona

Í fyrsta lagi var þriðjudagurinn 20. janúar ekki sá 19... Síðan er löggan ekki verkfæri dómsmálaráðherra, hún vinnur vinnu sína og fólk mótmælir stjórnarháttum valdstjórnarinnar ef því sýnist svo enda er það þeirra réttur. Þetta veit löggan greinilega betur en ráðherrann. Löggan er undirmönnuð og það er óásættanlegt að ráðherrann fari með slíkan hræðsluáróður. Það er ekki ráðherrans að egna til átaka. Löggan er ekkert frekar ráðherrans en mótmælenda. Löggan er starfstétt þjóðarinnar sem og sjálfur ráðherra, sem er þjónn þjóðarinnar en ekki öfugt. Undarleg þessi frásögn mbl.is af bloggi ráðherrans.


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleikafirrtur forsætisráðherra

Tvær síðustu málsgreinirnar, ef rétt er haft eftir manninum, segja margt um firringu og einangrun forsætisráðherrans. Hvílíkur óhróður um heiðarlegt fólk. Hvernig vogar hann sér að fara svona rangt með? Hann blandar hér öllu saman í eina köku og kastar leðjunni síðan á nafngreindan rithöfund. Þar launar hann illa tillitssemina í gær. Margt höfum við þurft að þola en þetta er þvílík lágkúra. Hvernig er hægt að treysta slíkum manni? Er maðurinn hræddur við þjóðina?

Eða finnst ykkur það sem kemur fram í þessum tveimur málsgreinum í lagi ? 

"Þá talaði Geir um mótmælin, sem voru við Alþingishúsið og Stjórnarráðið í vikunni og sagðist vona að flest fólk nái áttum í því sem er að gerast og sjái,  að atburðir sem þessir séu ólíðandi fyrir alla þá sem vilja standa vörð um grunnstofnanir lýðveldisins.

Sagðist Geir hafa upplifað það það sjálfur, að þekktur rithöfundur, Hallgrímur Helgason, hafi veist að bíl sínum og barið ítrekað með hnefanum í bílrúðuna, afmyndaður af heift. Þá hefðu sést myndir af því í sjónvarpinu að maður með hamar reyndi að mölva rúðurnar á stjórnarráðinu. Einnig var veist að Alþingi og lögreglan grýtt."

 


mbl.is Geir með fullt starfsþrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel til fundið

Ég horfði á visir.is á blóðhundana sem íhygðu formannsframboð (samdægurs og blaðran sprakk, óundirbúið, ekki satt...) með nokkrum hryllingi og því létti mér þegar ég sá þessa frétt. Þessi hugmynd er skárri, stjórnarstýran væntanlega er órög og eflaust hin frekasta en hún er hvorki haldin þjóðfélagsfælni né loðkjafti. Nokkuð sterkur leikur allt á sama degi á mbl.is...
mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fræg myndskeið Sigurðar Norðdahl frá Austurvelli 1949

Það mætti bera þetta tvennt saman annars vegar Austurvöllur fyrr og nú (Sjónvarp mbl.is 26.11.08) og hins vegar Óeirðir á Austurvelli 30. mars 1949 (mbl.is ódagsett og höfundar textans ekki getið en ljósmyndirnar eru eftir Ólaf K. Magnússon).

Skildirnir horfnir góðu heilli

Það vekur athygli í dag að skildirnir eru horfnir og er það vel. Táknrænt virkuðu þeir eins og sérsveitin væri að slá skjaldborg um aðgerðir þeirra sem sitja við stjórnvöl. Á einni myndinni, á Stöð 2 minnir mig, var eldri kona að lemja í þessa skildi sérsveitarinnar og fannst mér það vel við hæfi. Skildirnir eru móðgun við okkur öll sem og þessi piparúðamanía.

Það hefur farið í taugarnar á mér frá upphafi mótmælanna að sífellt var sagt og skrifað í fjölmiðlum að mótmælin væru friðsöm, friðsamleg eða friðsæl eins og það væru einhver tíðindi ! Ómögulega hægt að skrifa mótmæli án þess að næsta orð væri friðsamleg... Nú hins vegar mætti réttlæta þessa orðanotkun vegna síðustu nætur þegar við bættust svokallaðir "casseurs" eins og það heitir á frönsku. Vel þekkt fyrirbæri sem erfitt er að eiga við.

Vanvirðing ríkisstjórnar við fólkið í landinu hefur verið óþolandi. Það að virða það ekki viðlits eða upplýsa um aðgerðir síðustu 100 daga. Ekkert sagt, þýðir aðgerðarleysi. Enginn biðst afsökunar eða segir af sér eða er skipt út, er aðgerðarleysi.

Umræðurnar á þingi um ástandið í morgun voru fyrsta skrefið - þökk sé stjórnarandstöðu og mótmælendum -, tilvonandi kosningar eru annað - þökk sé mótmælendum.

Og nú sem aldrei fyrr þarf að ÚTVARPA frá Alþingi svo fólk geti fylgst með því sem þar er að gerast. 


mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband