Skildirnir horfnir góðu heilli

Það vekur athygli í dag að skildirnir eru horfnir og er það vel. Táknrænt virkuðu þeir eins og sérsveitin væri að slá skjaldborg um aðgerðir þeirra sem sitja við stjórnvöl. Á einni myndinni, á Stöð 2 minnir mig, var eldri kona að lemja í þessa skildi sérsveitarinnar og fannst mér það vel við hæfi. Skildirnir eru móðgun við okkur öll sem og þessi piparúðamanía.

Það hefur farið í taugarnar á mér frá upphafi mótmælanna að sífellt var sagt og skrifað í fjölmiðlum að mótmælin væru friðsöm, friðsamleg eða friðsæl eins og það væru einhver tíðindi ! Ómögulega hægt að skrifa mótmæli án þess að næsta orð væri friðsamleg... Nú hins vegar mætti réttlæta þessa orðanotkun vegna síðustu nætur þegar við bættust svokallaðir "casseurs" eins og það heitir á frönsku. Vel þekkt fyrirbæri sem erfitt er að eiga við.

Vanvirðing ríkisstjórnar við fólkið í landinu hefur verið óþolandi. Það að virða það ekki viðlits eða upplýsa um aðgerðir síðustu 100 daga. Ekkert sagt, þýðir aðgerðarleysi. Enginn biðst afsökunar eða segir af sér eða er skipt út, er aðgerðarleysi.

Umræðurnar á þingi um ástandið í morgun voru fyrsta skrefið - þökk sé stjórnarandstöðu og mótmælendum -, tilvonandi kosningar eru annað - þökk sé mótmælendum.

Og nú sem aldrei fyrr þarf að ÚTVARPA frá Alþingi svo fólk geti fylgst með því sem þar er að gerast. 


mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svona vinsamleg ábending: Lögreglumennirnir í óeirðagöllunum og með óeirðaskildina eru ekki "sérsveitin" eins og þú virðist telja. Þetta eru almennir lögreglumenn. Allir íslenskir lögreglumenn fá þjálfun í mannfjöldastjórnun.

 Það má svo bæta því við að þegar þeir hafa lokið ca. 20 tíma vakt (vegna manneklu lögreglunnar) fara þeir heim, í venjuleg föt og halda áfram að hafa áhyggjur af bílaláninu, húsnæðisláninu og matarkostnaði eins og allir aðrir. Enda hafa þeir verið vanrækt láglaunastétt og sætt niðurskurði í gegnum allt góðærið og eru alveg jafn, ef ekki meira, reiðir út í ríkisstjórnina. Ríkisstjórn sem þeir núna þurfa, starfs síns vegna, að verja. (Hætta? Myndi einhver spyrja. Hvað verður þá um húsnæðið, bílinn og matinn?)

Valdi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:15

2 identicon

Þakka þér fyrir.

Græna loppan (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:57

3 identicon

Mér þykir það leitt en ég kann ómögulega við þennan óeirðabúning. Gallinn er kannski hentugur en á skyggnið við hjálmana kemur móða og skildirnir skyggja sömuleiðis á og síðan er piparúðað út í loftið á mótmælendur yfir skildina... Á einni myndinni sá ég síðan aðgerðastjórann pranga inn í Alþingi, hvað er hann að gera þar? Og einhver situr þar sömuleiðis og hefur sett á sig óeirðahjálminn og finnst það greinilega sniðugt...

Mótmælendur eru ekki á móti löggu og löggan er ekki á móti mótmælendum. Það er grundvallaratriði. Mistökin hafa þó verið nokkur á báða bóga og hefur verið brugðist við því, löggan sleppir þessum leiðindaskjöldum og mótmælendur ganga fram til að skýla þeim.

Mótmælin beinast gegn stjórnvöldum sem hafa leikið þann hættulega leik í þessa 100 daga að hunsa mótmælin og um leið fólkið í landinu. Eins og einn stjórnmálafræðingurinn orðaði það er undiraldan þung í þjóðfélaginu.

Sömuleiðis skiptir það meginmáli að fjölmiðlar segi satt og rétt frá, sem þeir hafa ekki alltaf gert í gegnum mótmælatíðina. Þeir hafa svo lengi lotið pólitískri stjórn, flokksstjórn o.s.frv. Það er sérstakt fagnaðarefni að fjölmiðlar virki betur. Þeirra hlutverk er að upplýsa og veita stjórnvöldum - valdstjórninni - AÐHALD því eru þeir stundum kallaðir fjórða valdið. Þessu hlutverki hafa þeir illa gegnt síðustu áratugina.

Það er einnig fagnaðarefni að lýðræðið er farið að virka og að fólkið hefur fengið orðið á ný.

Græna loppan (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband