Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.2.2009 | 23:24
Allir í leikskóla...
...ótrúlega leiðinlegt að hlusta á þrefið í sjálfstæðismönnum þessa dagana. Flokkurinn virðist sá eini sem vill ekkert nema sig...
Þegar allir vilja uppbyggilegt starf tefja þeir með þrugli og leiðindum. Hvað hefur komið fyrir Flokkinn?
Hvílík hvíld þegar seigum flokkstjöldunum er lyft :
... ferskur tónn hjá utanþingsráðherrunum Gylfa og Rögnu.
... aðdáunarvert að koma með þessa ritsmíð mitt í leðjuslagnum á stjórnmálasviðinu.
... og unun að sjá samvinnu Jóhönnu og Steingríms
![]() |
Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2009 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 20:47
Til hamingju Jóhanna !
Stórskemmtilegur dagur. Nú mun mikið mæða á okkar ástsæla forsætisráðherra og öðrum ráðherrum sem og okkar 63 þingmönnum. Vonandi ráða þjóðarhagsmunir - með fólkið í landinu í fyrirrúmi - atkvæðum þingmanna þessa 80 daga fremur en hörðustu flokkslínur. Þorgerður Katrín gaf t.d. góðar vonir um það. Snjallar konur og dásamleg mynd.
![]() |
Lyklaskipti í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2009 | 14:41
Þökk sé þjóðinni fyrir að þegja ekki
20. janúar 2009 var sögulegur dagur á Íslandi ef ekki í heimi öllum vegna... embættistöku Obama þann sama dag.
Þing kom saman að nýju eftir jólahlé og mörkuðu mótmælin við það tækifæri og dagana þar á eftir tímamót. Mótmælin áttu sér langan aðdraganda því þá hafði verið mótmælt á Austurvelli 16 laugardaga og haldnir átta borgarafundir, að ógleymdum mótmælum víðar um landið. Mikil og farsæl gróska sem enn er bráðlifandi í þjóðfélaginu. Þjóðarvakning.
![]() |
Flestir vildu kosningum flýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 13:01
18+9=27(+7)=34
Ekki réttar tölur í fréttinni. Ef Sf og Vg hefðu 34 þingmenn samtals hefðu flokkarnir meirihluta á þingi!
Tilvonandi stjórnarflokkar hafa í raun 27 þingmenn. Sjö þingmenn Framsóknar verja hins vegar nýja stjórn vantrausti = 34.
![]() |
Ingibjörg komin á Bessastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 17:16
Sárt að missa vinnuna
Auðvitað vonumst við öll til að allt verði reynt til að halda fólki í vinnu. Mannauðinn þarf að vernda, takk.
Síðast í dag mátti lesa á ruv.is að Mogginn hefði þurft að fækka við sig (12 í þetta sinn) og er það miður. Slæmt er þess utan fyrir lesendur að missa sérstakan þingfréttaritara og það akkúrat núna.
Vildi ég benda á ágæta grein eftir Gunnar Hersvein sem ku hafa birst í Mogganum 29. janúar sl. og leyfi ég mér að vísa á hana á annarri bloggsíðu: Hlutverk fjölmiðla á óvissutímum
31.1.2009 | 07:50
Sá litli elskar sviðsljósið
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 20:31
Þreyta og leiðindi
Það má engan tíma missa, þrír mánuðir eru 12 vikur og það er stuttur tími. Nú er að koma heil vika og vonin dofnar um eitthvað nýtt og virkilega annað en þetta venjulega pólitíska þref og leiðindi... spil út og spil enn. Þreyta á þessari gjörsamlega óþörfu töf. Þreyta.
Mun minnihlutastjórn þá þurfa leyfi hjá Framsókn til að tala? Hvaða leikur er þetta?
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 11:14
Spennandi
Hvalveiðiútspil sjálfstæðismanna virkaði þá ekki til að blokkera Framsókn og Frjálslynda...
Jamm, hvað sagði ég ekki: Hlakkar í drengnum
Stjórnmál eru greinilega ógeðfelld. Pólíkusar haga sér eins og þjóðin sé ekki til. Þeir leika sér í pólitíska sandkassanum og borða ekkert nema sand... eða er það þjóðin sem á að borða sand?
![]() |
Ríkisstjórnin kynnt í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2009 kl. 06:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allar starfsgreinar fóru í verkfall og í göngu bæði starfsmenn hins opinbera og einkageirans og það þrátt fyrir kuldann. Í París gekk öll íslenska þjóðin ef litið er á tölur. Skilaboðin eru skýr til forsetans og stjórnar hans.
Til gamans má geta þess að löggur voru auðvitað í kröfugöngunni. Löggan hefur ekki verkfallsrétt en hún má hins vegar mótmæla. Hvað gera þeir þá? Þeir taka sér einfaldlega frí til að geta farið í gönguna.
Hermenn mega ekkert í þessa átt, en ef eitthvað er að fara eiginkonur þeirra í mótmælagöngur...
Síðan kemur pressan auðvitað ekki út í dag vegna verkfallsins í gær og eru netútgáfurnar því í fyrsta sæti ásamt tilheyrandi fréttabloggurum:
Sjá nánar: Fimmtudagsverkfall í Frakklandi
![]() |
Fjölmenn mótmæli í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 17:49
Hvetjendur... til dáða
Væri ekki nær að kalla stúdentana hvetjendur fremur en mótmælendur? Þeir eru að minna á sig og fyrri kröfur. Þeir geta varla kallast mótmælendur fyrst að þeir hvetja til þess að kröfum þeirra verði mætt.
Kannski erum við svo ung í bransanum að það vantar orð... mótmælendur, kröfuganga, mótmælaspjöld, kröfuspjöld... og búið. Það þarf að finna ný orð því gróskan er svo mikil. Ekkert nema gleði yfir nýju tjáningarfrelsi!
![]() |
Mótmælt við stjórnarmyndun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)