15.2.2009 | 17:10
Hann vill... skal honum leyfast?
Útflutningur hvalafurða (fyrirspurn til munnlegs svars þann 5. og umræður óvenjufljótt eða þann 11.). Eins og sést á alþingisvefnum tók Einar K. ekki til máls.
Getur verið að eftirfarandi setning reglugerðar Einars K. sé sérstaklega hönnuð fyrir kallinn : "Eingöngu þeim skipum sem sérútbúin eru til veiða á stórhvölum er heimilt að taka þátt í veiðum á langreyði árin 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013." Og að hrefnurnar séu fyrir hina?
"Samkvæmt samantekt [pdf-skjal á ensku] sem Þorsteinn Siglaugsson gerði árið 2007 fyrir IFAW og Náttúruverndarsamtök Íslands, hafa íslensk stjórnvöld lagt til hundruði milljóna króna af almannafé í það vonlausa verkefni að endurreisa hvalveiðar líkt og þær voru stundaðar hér á landi fyrir árið 1986. Þá er ótalin gríðarleg vinna sendifulltrúa Íslands á alþjóðavettvangi sem jafnan fara bónleiðir til búðar." Frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.
Hvalveiðiskoðun er atvinnugrein á Íslandi sjá t.d.
Sendiherrar mótmæla hvalveiðum
Segir tölur um flutningskostnað á frystum hvalaafurðum fráleitar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2009 | 21:22
Til þess eru þau...
... að fela ágóða fyrir skattayfirvöldum ríkja heims.
Spilling, ágóði af vopnasölu og annar illa fenginn ágóði, mútur, greiðslur til að liðka fyrir samningum... allt þetta fýkur í skjólið.
Skattaskjól eru bein aðför að ríkjum heims, að kjörum fólks, að lýðræði yfirleitt.
Það mætti ímynda sér að hægt sé að stjórna ríkjum, stjórnmálaflokkum, stríðum, náttúruhamförum af manna völdum o.s.frv. með fé úr skattaskjólum. Eitt af mestu bölum heims eða uppspretta þeirra.
Undarlegur titill á frétt??? Skattaskjól er misnotkun í sjálfum sér!
Skattaskjólin misnotuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 18:37
Kosið verði til stjórnalagaþings samhliða þingkosningum
"Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, er þeirrar skoðunar og bendir meðal annars á að það sé ódýrara og tryggi meiri þátttöku í slíkum kosningum. Ef kosið yrði sérstaklega til stjórnlagaþings væri hætt við að stjórnmálaflokkarnir myndu gera sig mjög gildandi í kosningabaráttunni. Eiríkur segist á móti því að flokkarnir hafi of mikil áhrif á hverjir veljist á þingið og störf þess.
Eiríkur bendir einnig á að sá skammi tími sem er til stefnu komi í veg fyrir kosningabaráttu í einhvers konar prófkjörsstíl. Þess í stað myndi landskjörstjórn koma framboðunum á framfæri. Þannig gefist kjósendum tækifæri á að velja milli hæfra frambjóðenda. Hann segist þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist oft hratt."
Sammála, því góðir hlutir gerast oft hratt (á ruv.is kl. 18.08/19.10), eins og þar segir. Fréttin á mbl.is (kl. 18.14) er fremur stutt en eftirfarandi setning kemur þaðan: "Segist hann vera andsnúinn því að flokkarnir hafi of mikil áhrif á það hverjir veljast á þingið og á störf þess." Greinin eftir Eirík birtist fyrst á visir.is snemma í morgun (kl. 6): Nú er lag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 08:35
Fréttaskot Þóru Kristínar eðall
Það hefur líklega enginn náð að taka púlsinn á umrótinu í íslensku þjóðfélagi betur en Þóra Kristín. Hún tekur viðtöl af heiðarleika, alúð og virðingu. Vinnubrögð hennar eru hrein snilld. Klár kona. Ekki sakar að myndataka (Magnús Bergmann) og klipping (Sighvatur Ómar Kristinsson, Daníel Sigurður Eðvaldsson) eru með miklum ágætum. Einstök samvinna.
Einkunnarorð Ragnheiðar Ólafsdóttur eiga vel við, jafnrétti, heiðarleiki, mannréttindi.
Fréttaskotin á mbl sjónvarp eru þónokkur í uppáhaldi hjá mér, þar á meðal þetta og þetta.
Sjá: Ómetanleg fréttaskot
Það væri vel til fundið að koma með sýnishorn af umfjöllun tilnefndra.
Umfjöllun: Ragnar Axelsson (RAX) og Önundur Páll Ragnarsson, Morgunblaðið, Hvar á að virkja? birtist á annarri bloggsíðu.
Frábær grein: Gunnar Hersveinn Hlutverk fjölmiðla á óvissutímum (Morgunblaðið), sem birtist einnig í netheimum á annarri bloggsíðu.
Tilnefningar til blaðamannaverðlauna birtar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2009 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 18:26
... en skrítið
...sjálfstæðismenn styðja ekki stjórnina...
Við fengum prýðisríkisstjórn og það er hagur okkar allra að henni takist ætlunarverk sitt, sjálfstæðismanna líka... eða hvað?
Þjóðin er loks í aðalhlutverki og væri nær að spyrja um vonir fólks og líðan.
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 18:13
Bravó !
Sendiherrar mótmæla hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 16:12
Loksins loksins sjálfsögð mannréttindi
Biðin hefur verið ansi löng eftir fullgildingu Árósasamningsins og er fréttin sérstakt fagnaðarefni.
Til hamingju Ísland, segi ég nú bara líka.
Nokkuð er síðan Norðurlöndin staðfestu Árósasamninginn, þ.e. öll nema Ísland. Danir staðfestu Árósasamninginn 29. sept. 2000, Norðmenn 2. maí 2003, Finnar 1. sept. 2004, Evrópusambandið 17. febrúar 2005 og Svíar 20. maí 2005.
Hví er sá samningur svona mikilvægur?
í formála Árósasamningsins sem var undirritaður í Árósum 25. júní 1998:
- er sérstök áhersla lögð á tvö grundvallaratriði: umhverfisrétt sem mannréttindi annars vegar og mikilvægi aðgangs að upplýsingum [1], þátttöku almennings [2] og aðgangs að réttlátri málsmeðferð við sjálfbæra þróun hins vegar [3].
- er sú hugmynd að fullnægjandi umhverfisvernd sé undirstaða þess að menn geti notið grundvallarmannréttinda tengd þeirri hugmynd að hver einstaklingur eigi rétt á að lifa í heilbrigðu umhverfi og honum beri skylda til að vernda umhverfið.
- er síðan dregin sú ályktun að til þess að geta krafist þessa réttar og sinnt þessari skyldu verði borgarar að hafa aðgang að upplýsingum [1], hafa rétt til þátttöku í ákvarðanatöku [2] og njóta réttlátrar málsmeðferðar í umhverfismálum [3].
- er viðurkennt að sjálfbær og vistvæn þróun byggist á virkri ákvarðanatöku stjórnvalda sem grundvallist bæði á umhverfislegum sjónarmiðum og framlagi almennings. Þegar stjórnvöld veiti almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál og geri honum kleift að eiga aðild að ákvarðanatöku stuðli þau að markmiðum samfélagsins um sjálfbæra þróun.
3. apríl 2006 var aðeins fyrsti af þremur þáttum Árósasamningsins loks löggiltur á Íslandi: Lög um upplýsingarétt um umhverfismál (EES-reglur).
Sjá Náttúruvaktin : Samningar
Árósasamningurinn verður fullgiltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 15.2.2009 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 23:24
Allir í leikskóla...
...ótrúlega leiðinlegt að hlusta á þrefið í sjálfstæðismönnum þessa dagana. Flokkurinn virðist sá eini sem vill ekkert nema sig...
Þegar allir vilja uppbyggilegt starf tefja þeir með þrugli og leiðindum. Hvað hefur komið fyrir Flokkinn?
Hvílík hvíld þegar seigum flokkstjöldunum er lyft :
... ferskur tónn hjá utanþingsráðherrunum Gylfa og Rögnu.
... aðdáunarvert að koma með þessa ritsmíð mitt í leðjuslagnum á stjórnmálasviðinu.
... og unun að sjá samvinnu Jóhönnu og Steingríms
Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.2.2009 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 20:47
Til hamingju Jóhanna !
Stórskemmtilegur dagur. Nú mun mikið mæða á okkar ástsæla forsætisráðherra og öðrum ráðherrum sem og okkar 63 þingmönnum. Vonandi ráða þjóðarhagsmunir - með fólkið í landinu í fyrirrúmi - atkvæðum þingmanna þessa 80 daga fremur en hörðustu flokkslínur. Þorgerður Katrín gaf t.d. góðar vonir um það. Snjallar konur og dásamleg mynd.
Lyklaskipti í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2009 | 14:41
Þökk sé þjóðinni fyrir að þegja ekki
20. janúar 2009 var sögulegur dagur á Íslandi ef ekki í heimi öllum vegna... embættistöku Obama þann sama dag.
Þing kom saman að nýju eftir jólahlé og mörkuðu mótmælin við það tækifæri og dagana þar á eftir tímamót. Mótmælin áttu sér langan aðdraganda því þá hafði verið mótmælt á Austurvelli 16 laugardaga og haldnir átta borgarafundir, að ógleymdum mótmælum víðar um landið. Mikil og farsæl gróska sem enn er bráðlifandi í þjóðfélaginu. Þjóðarvakning.
Flestir vildu kosningum flýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)