21.3.2009 | 09:21
Hugarfarsbreytingar er þörf. Bravó Lilja !
Það er list að lesa í samtíð sína og þetta er nákvæmlega sú breyting sem þörf er á hér á Íslandi einstakrar náttúru. Sjá vef sjóðsins.
Ríkisstyrktar náttúruskemmdir ættu að vera liðin tíð.
"Frá 1941 hafa verið grafnir u.þ.b 32.000 km af skurðum til að framræsa mýrar. Talið er að flatarmál þess votlendis sem hefur verið framræst sé yfir 4000 km2. Allt fram til ársins 1987 var framræsla styrkt af ríkinu." (Útdráttur úr Endurheimt votlendis 1996-2006 pdf-skjal).
Sömuleiðis er ástæða til að fara varlega í skógrækt, ríkisstyrkta eða ekki, svo mistakasagan endurtaki sig ekki.
Stóriðjuórar hafa síðan verið helsta ógnin við náttúru Íslands.
Sýnishorn úr Draumalandinu, sem bróðir Lilju, Sigurður Gísli framleiðir. Systkinunum er annt um náttúru Íslands.
Yfirlit um íslensk votlendi hefur komið út á tveimur bókum, önnur er frá 1975, ritstjóri Arnþór Garðarsson, og hin frá 1998: Íslensk votlendi. Verndun og nýting. Ritstjóri Jón S. Ólafsson. Háskólaútgáfan 1998. Hví ekki gefa út 3. votlendisbókina um ástand votlendis?
Mikilvægar votlendisgerðir á Íslandi. Auk mýrlendis nær skilgreining um votlendi yfir vötn og straumvötn, sjávarfitjar, leirur og fjörur auk grunnsævis niður að sex metra dýpi. Mýrar á Íslandi eru oft flokkaðar í fjóra flokka: hallamýrar, flóar, flæðimýrar og flár. Ár á Íslandi eru flokkaðar í þrjá höfuðflokka: dragár, lindár og jökulár. (Útdrættir úr Endurheimt votlendis 1996-2006 pdf-skjal)
> Ísland er aðili að ansi mörgum umhverfissamningum:
- Votlendissamningurinn (Ramsarsamningurinn)
Ramsarsvæðunum fer stöðugt fjölgandi í heiminum en þau íslensku eru enn aðeins þrjú: Mývatn/Laxá, Grunnafjörður og Þjórsárver.
- Líffræðileg fjölbreytni (Ríósamningurinn)
- Vernd villtra dýra, plantna og vistgerða í Evrópu (Bernarsamningurinn)
- Montreal-bókunin um verndun ósónlagsins (Vínarsamningurinn)
- Loftmengun sem berst langar leiðir (Genfarsamningurinn)
- Rammasamningur SÞ um loftslagsbreytingar (Kyoto-bókun)
- Samningur um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES)
Umhverfisráðuneytið: Alþjóðlegir umhverfissamningar sem Ísland er aðili að
Umhverfisstofnun: Alþjóðlegir samningar um umhverfismál
> Loforð ríkisstjórnar, sem beðið er með óþreyju að verði efnt:
- Að Árósasamningurinn verði loks fullgiltur.
Hingað til hefur aðeins fyrsti hlutinn af þremur verið fullgiltur (2006): Lög um upplýsingarétt um umhverfismál (EES-reglur).
> Einhverra hluta vegna er Ísland ekki aðili að :
- Bonnsamningi um vernd fartegunda eða CMS. Eins og sést á þessu korti eru Evrópusambandið og öll Norðurlöndin nema Ísland meðal þeirra landa sem skrifað hafa undir.
- Farfuglasamningi eða AEWA. Eins og sést á þessu korti eru öll Norðurlöndin með nema Ísland og Grænland.
300 milljónir í Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 25.3.2009 kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 13:48
Pólitískt myndaval
... í augljósum tilgangi..., Tryggvi Þór allt í einu sigrihrósandi? Kann þó betur við Gylfa þrátt fyrir myndina af honum sem alltaf er valin...
Kann einnig vel við dómsmálaráðherra og kann henni þakkir fyrir að fara þvert á skælbrosandi myndakæk auglýsenda, dagblaða, vefmiðla og annarra.
Tryggvi Þór svarar grein Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 20:40
Eins og hver dagur sé hannaður
Það er hrein unun að heimsækja söngkonuna góðu á þennan hátt. Gesturinn er enda góður. Þóra Kristín er fundvís á gullperlurnar sem hún fægir síðan af stakri alúð.
Ragnhildur Steinunn í Kastljósi er sömuleiðis farin að sækja á og gera góða hluti, sýnist mér.
Listin að eldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 06:49
Allsherjarverkfall og mótmælagöngur um allt Frakkland
Hér eru allir á leið í mótmælagöngu í dag, opinberir starfsmenn sem einkageirinn. Ríkisútvarpið spilar endalaust músík því öll dagskrá fellur niður sem fyrr vegna verkfalls. Allir skólar lamast enda veist sérstaklega að þeim af hálfu yfirvalda, samgöngur o.s.frv. Það er auðvelt að elska Frakka út af lífinu á mótmæladögum. Vor er í lofti og útlit fyrir sól á mótmæladaginn með þó fremur kaldan skugga enn.
Yfirvöld tóku upp á því að hóta að breyta í engu en það hefur sjaldan orkað letjandi á rétt borgara í Frakklandi til að tjá sig með krafti - nema síður sé ; virkar frekar sem olía á eldinn sem kraumar illilega. Mótmælin verða sífellt háværari og mótmælagöngurnar stærri. Pólitík virkar ekki án meðbyrs frá fólkinu í landinu, svo einfalt er það.
Við vorum út á torgi í gær, þ.e. kennarar og nemendur málaskorar, með upplestur á nokkrum þeirra fimmtán tungumála sem kennd eru við skólann og hljómuðu stórskáldin á frummálinu og í þýðingu fyrir gesti og gangandi allan eftirmiðdaginn, s.s. William Shakespeare, Dante Alighieri, Steinn Steinarr og Alexandr Púshkín. :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 23:29
Alain Bashung látinn
Franski söngvarinn Alain Bashung lést í gær 61 árs að aldri.
Við úrval Libération mætti bæta Gaby oh ! Gaby (1981) og Martine boude (1982, sem ég finn ekki á netinu...) eða Osez Joséphine (1991). Myndbandið Osez Joséphine er eftir Jean-Baptiste Mondino sem gerði myndband Bjarkar Violently happy, fáeinum árum seinna.
Tónlist | Breytt 2.4.2009 kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 17:25
Leiðandi leiðindafyrirsögn
... um eitt merkilegasta frumvarp þessa þings, sem flutt er af öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Í dag er framhald 1. umræðu sem hófst og stóð stutt á föstudaginn var. Hver þingmaður sýnist mér hafa 25 mínútna framsögu fyrsta sinni. Sjá annars reglur um ræðutíma.
Pukrast með breytingar á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 07:27
Mælistika Birgis
Tímabilið sem Birgir lætur mæla er ekki frá efnahagshruni að hruni fyrri stjórnar, ekki frá tíma nýrrar ríkisstjórnar til loka síðustu viku, nei, hann lætur mæla frá 1. október 2008 til 6. mars 2009... Því skyldi hann ekki hafa látið mæla í tíð núverandi stjórnar? Eða einn mánuð í tíð fyrri ríkisstjórnar og annan í tíð núverandi til samanburðar? Það er undarlegt að Mogginn skuli kyngja þessum skrítna talnaleik án gagnrýni.
Ef það er eitthvað sem núverandi stjórn hefur ekki ótakmarkað af þá er það tími og það er það sem sjálfstæðismenn eru að sækjast í.
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2009 | 19:46
Áfram Kolbrún !
Íslendingar eru stundum undarlegir. Þeir tala fjálglega um sjálfstæði þegar Evrópusambandið ber á góma en þegar álfyrirtæki, sem eru 100% í eigu erlendra álrisa, vilja vaða hér uppi gleymist sjálfstæðið um leið og Íslendingar jarma í kór og biðja á hnjánum um meira, alþingi vor líka! Meiri hneisan.
Verkfræðistofu/orku/ál/mafían er sterk á Íslandi og er áróður þeirra þungur gegn alvöru umhverfisráðherrum. Þetta lagðist á Þórunni og nú sömuleiðis af miklum þunga á Kolbrúnu. Meirihluti þings undir forystu okkar versta umhverfisráðherra ever, Sivjar, vill af miklum ákafa leyfa álfyrirtækjum að menga meira hjá okkur með alheimsmengun sem afsökun. Meiri vitleysan.
Eru vinstri grænir ekki lengur umhverfissinnar?
Keik og stolt í sjötta sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2009 | 21:48
Mikil óánægja með menntastefnu franskra stjórnvalda
Ekkert lát er á mótmælum í frönskum skólum. Sérstaklega er þrengt að háskólum og verða mótmælin sífellt fjölbreyttari : kennslan færist út úr háskólum út í þjóðfélagið með fyrirlestrum og öðrum uppákomum á torgum víðs vegar í borgum landsins. Latínan á leikhústorginu, sagnfræðin á lýðveldistorginu o.s.frv. Grasflatir við háskólabyggingar breytast í kirkjugarða þar sem grafskriftir minna á rangar áherslur stjórnvalda í menntamálum.
Síðastliðinn fimmtudag var enn gengið gegn stefnu menntayfirvalda í háskólamálum og þá sigu t.d. tveir niður kastalamúrinn í Caen með mótmælaborða sem var fastnegldur í allra augsýn : http://picasaweb.google.fr/Jacques.Tranier/Manifestation50309_leCortege#5310436226370383474
Ég fyrir mitt leyti get ekki annað en dáðst að frönsku mótorhjólalöggunum sem á sínum gæðahjólum (BMW) verja mótmælendur fyrir umferð af mikilli leikni, með því að stýra eða stöðva umferð eftir því sem við á, meðan mótmælagöngur kennara og nemenda þræða sig um strætin.
Næstkomandi miðvikudag 11. mars loka flestir ef ekki allir skólar í Frakklandi, allt frá leikskólum til háskóla, og mótmælt verður um allt land.
Menntun og skóli | Breytt 10.3.2009 kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 19:53
Myndirnar...?
Deildu hart í þingsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |