Helguvík er tímaskekkja

Forkastanleg vinnubrögð að þvinga mál fram með þessum hætti, byrja sífellt á vitlausum enda, þ.e. byggja grunn að heljarálveri og skoða pyngjuna svo, gefa síðan af því sem við ekki eigum. Þetta frumvarp um Heimild til samninga um álver í Helguvík er móðgun við heilbrigða skynsemi og ætti að fara beint í ruslið.

 1. gr. Heimild : Skuldbindingar af hálfu ríkisins... "Í slíkum samningi skal ákveðið hversu lengi ákvæði hans skuli gilda og skulu þau eigi gilda skemur en í 20 ár frá því að framleiðsla hefst í álverinu."

2. gr.  Verkefnið... er tímaskekkja !

3. gr. Undanþágur frá lögum : "Félagið skal undanþegið ákvæðum ... laga ..., um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem setur það skilyrði að 4/5 hlutar hlutafjár hlutafélags sé eign íslenskra ríkisborgara og að meiri hluti atkvæða á hluthafafundum sé í höndum íslenskra ríkisborgara og að allir stjórnendur séu íslenskir ríkisborgarar.
    Félagið skal undanþegið ákvæðum laga ... um brunatryggingar..."
o.s.frv.

4. gr. Skattlagning : endalaus sérákvæði... s.s.

...ekki skuli leggja á félagið umhverfisgjöld eða umhverfisskatta, sem tengjast losun lofttegundanna CO2 og SO2 eða annarri losun eða öðrum mengunarvöldum, nema slík gjöld eða skattar séu almennt lagðir á önnur fyrirtæki á Íslandi, þar með talin öll önnur álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti,
... ekki skuli leggja skatta eða gjöld á raforkunotkun félagsins eða útblástur lofttegunda eða aðra losun úrgangsefna nema slík gjöld eða skattar séu jafnframt lögð með almennum hætti á öll önnur íslensk fyrirtæki, þar með talin álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti,
... ekki skuli leggja á gjöld eða skatta í tengslum við raforkukaup og/eða raforkunotkun félagsins nema slík gjöld eða skattar séu almennt lagðir á önnur fyrirtæki á Íslandi, þar með talin öll önnur álver, og mismuni ekki félaginu að öðru leyti.

5. gr. "...má ákveða sérstakar reikningsskilareglur fyrir félagið... gefa út fjárhagsyfirlit í bandaríkjadölum... Slíkt fyrirkomulag má fela í sér undanþágur frá ákvæðum laga um tekjuskatt."

6. gr. Innflutningur : "...undanþegin tollum og vörugjöldum... heimilt að fella niður eða endurgreiða tolla og vörugjöld á vöru og þjónustu sem keypt er innan lands vegna byggingar álversins."

7. gr. Framsal

8. gr. Lögsaga og lausn deilumála.

9. gr. Gildistaka : Megi aldrei af þessu verða !


mbl.is Segir djúpstæðan ágreining á milli stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband