7.1.2009 | 10:06
Pólitískt val : klára kerskála í ofboði frekar en tónlistarhús
Sömu verktakar - ÍAV - vinna að þessum tveimur verkefnum. 5. janúar bárust ótíðindin um frestun byggingu tónlistarhúss... en ekki á kerskála í Helguvík, nei þar skyldi rasa um ráð fram: "Á verkstað [tónlistarhúsi] hafa unnið á þriðja hundrað starfsmenn ÍAV og undirverktaka auk þess sem fjöldi undirverkaka hefur unnið að verkinu víðar. Starfsmenn ÍAV munu tímabundið flytjast í önnur verkefni félagsins." Flytjast starfsmennirnir í gæluverkefni marflatrar stjórnar gagnvart álrisum?
Undirbúnir samningar um yfirtöku á tónlistarhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Facebook
Athugasemdir
Önnur framkvæmdin býr til peninga en hin mun þurfa styrki um ókomin ár. Er þetta ekki bara heilbrigð skynsemi?.
Tryggvi L. Skjaldarson, 7.1.2009 kl. 10:44
Tónlistarhús er ekki lengur hugmynd heldur hálfbyggt. Það er spurning varðandi hina framkvæmdina, hún þarf lánsfé frá fimm bönkum og svo þurfum við að gefa með henni um ókomna framtíð með skattaívilnunum o.s.frv. og mér sýnist jarðgufan (sem er óstöðug) ekki duga þeim því það eru plön um að styrkja og efla suðvesturlínurnar til að tengja allt við "byggðalínuna". Ég er heldur ekki svo viss að báxítið vaxi á staðnum...
græna loppan (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:15
Er hægt að vera með hausinn meira uppi í rassinum. Munurinn á þessum verkefnum er tekjur og gjöld. Þetta græna skítapakk á eftir að fera með þetta land endalega til helvítis.
Gunnar (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:36
Hefurðu kynnst kurteisi?
græna loppan (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:49
Sinfóníuhljómsveit Íslands þykir ekki slæm og fékk tilnefningu til Grammy-verðlauna fyrir stuttu. Það minnkar ekki áhuga frá útlandinu til að koma í heimsókn. Húsið á líka að vera ráðstefnuhús. Ætli tekjur af 1000 manna ráðstefnu séu ekki umtalsverðar.
Pétur Þorleifsson , 7.1.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.