Fjárfestingastofa aðstoðar erlenda fjárfesta án greiðslu og í trúnaði

Á Íslandi starfa "fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem sérhæfa sig í þjónustu við orkuiðnaðinn. Fjárfestar sem vilja nýta sér endurnýjanlega orku á Íslandi geta sótt í öflugan þekkingar- og reynslubrunn slíkra aðila við uppbyggingu orkufrekra fyrirtækja á Íslandi."

"Opinber þjónusta er til fyrirmyndar og margvísleg aðstoð stendur fjárfestum til boða. Ber þar að nefna starfsemi Fjárfestingastofu sem aðstoðar erlenda fjárfesta án greiðslu og í trúnaði."

Úr kynningarbæklingi Þjórsársveita. 12. nóvember 2008.

Fréttir berast annars héðan á erlenda álvefi. 

Það væri athyglisvert að sjá fjármál íslenskra stjórnmálaflokka síðastliðinn 40 ár. Skyldu þessi - fjölmörgu fyrirtæki og stofnanir sem sérhæfa sig í þjónustu við orkuiðnaðinn - styðja stjórnmálaflokka? Grunurinn styrkist þegar stjórnmálaflokkar sinna ekki kröfum um að opinbera fjárstuðning til þeirra.

Alltaf hefur það verið undrunarefni að opinbert fyrirtæki, Landsvirkjun, skuli vera styrktaraðili annarra opinberra fyrirtækja. Því ekki að veita meira fé í opinber fyrirtæki beint - án milligöngu Landsvirkjunar? 

Það vekur ugg hvað áltengd fyrirtæki eru æst að auglýsa sig í gegnum íslenska menningarstarfsemi...

Hvað er næst? Fréttaflutningur styrktur af Rio Tinto Alcan eða HRV Engineering, nú eða Landsvirkjun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband