Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stef við stjórnir...

2009: Samfylking og Vinstri hreyfingin - grænt framboð ásamt tveimur ráðherrum utan flokka
=
ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur

2007-2009: Sjálfstæðisflokkur og Samfylking
... Breiðfylking gegn ástandinu á Austurvelli laugardaginn 11. okt. 2008 ...
... Má bjóða þér þjóðskrána? 1. borgarafundurinn í Iðnó 27. okt. 2008 ...

... þing kemur saman á ný þann 20. janúar 2009 : búsáhaldabyltingin ...
= síðara ráðuneyti Geirs H. Haarde tekur enda 1. febrúar 2009.

2006-2007: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= fyrra ráðuneyti Geirs H. Haarde

2004-2006: Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
=
ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar

2003-2004: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
=
4. ráðuneyti Davíðs Oddssonar

1999-2003: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= 3. ráðuneyti Davíðs Oddssonar

1995-1999: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
=
2. ráðuneyti Davíðs Oddssonar

1991-1995: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
=
1. ráðuneyti Davíðs Oddssonar

1989-1991: Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Borgaraflokkur
= 3. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar

1988-1989: Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
=
2. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar

1987-1988: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur
= ráðuneyti Þorsteins Pálssonar

1983-1987Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
=
1. ráðuneyti Steingríms Hermannssonar

1980-1983: ráðherrar úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi
=
ráðuneyti Gunnars Thoroddsen

1979-1980: Alþýðuflokkur
=
ráðuneyti Benedikts Gröndal

1978-1979: Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
=
síðara ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar

1974-1978: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
=
ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar

1971-1974: Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna
= fyrra ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar

1970-1971: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
=
ráðuneyti Jóhanns Hafstein

1963-1970: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
=
ráðuneyti Bjarna Benediktssonar

1959-1963: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
=
5. ráðuneyti Ólafs Thors

1958-1959: Alþýðuflokkur
=
ráðuneyti Emils Jónssonar

1956-1958: Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
= 5. ráðuneyti Hermanns Jónassonar

1953-1956: Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
= 4. ráðuneyti Ólafs Thors

1950-1953: Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur
= ráðuneyti Steingríms Steinþórssonar

1949-1950: Sjálfstæðisflokkur
=
3. ráðneyti Ólafs Thors

1947-1949: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur
=
ráðuneyti Stefáns Jóh. Stefánssonar

1944-1947: Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Alþýðuflokkur
= 2. ráðuneyti Ólafs Thors

Heimild:
Alþingisvefurinn: Ráðuneyti


Lýðræðishallinn og stjórnlagaþing

Sérlega áhugaverðar hugmyndir Ragnars Aðalsteinssonar í Silfri Egils 22. mars sl.

Útdráttur úr umsögn Sigurðar Líndal varðandi stjórnlagaþingið sem sjálfstæðismenn vitnuðu aldrei í : "Ef setja á landinu nýja stjórnarskrá tel ég rétt að það sé gert á sérstöku stjórnlagaþingi. Rökin eru einföld. Með stjórnarskrá er verið að setja Alþingi reglur, meðal annars verið að marka valdsvið þess, og því eðlilegt að Alþingi sjálft eigi þar ekki hlut að."


Án Norsara höfum við ekkert að gera í ESB

"Ísland og Noregur eru að mörgu leyti í mjög hliðstæðri stöðu gagnvart ESB; sem aðilar að EES og Schengen og strandríki við N-Atlantshaf sem hafa mikilla hagsmuna að gæta á sjávarútvegssviðinu. Lega þeirra og saga hafa jafnframt mótað "atlantshafssinnaða" utanríkisstefnu beggja."

Danir gengu í ESB árið 1973 en SvíÞjóð og Finnland árið 1995.

Framtíð norræna vegabréfasambandsins var leyst með aukaaðild Íslands og Noregs að Schengen-sáttmálanum. Þannig gátu öll Norðurlöndin fimm undirritað sáttmálann samtímis, 1996. Aðild Íslands að Schengen-samstarfinu gekk að fullu í gildi 25. júní 2001.

Með EES-samstarfinu [1. janúar 1994] hefur Ísland tekið upp allt að 80% af allri löggjöf ESB.

Það er frjálst flæði vöru, þjónustu, (launa)fólks og fjármagns milli aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins [fjórfrelsið]. "Leiðin að þessu marki hefur fyrst og fremst falist í samræmingu reglna og staðla. Beinar hindranir, svo sem landamæraeftirlit og tollheimta, hafa verið aflagðar, samið hefur verið um fjöldann allan af sameiginlegum stöðlum og viðmiðum, auk samkeppnisreglna, til að vinna gegn öðrum óbeinni viðskiptahindrunum."

"Mjög stór hluti íslensks útflutnings er seldur til ESB-landanna og hlutfall innflutnings þaðan er jafnvel enn hærri."

"Öllum umsóknarríkjum er í grundvallaratriðum gert að yfirtaka allt hið svokallaða acquis communautaire [það sem þegar hefur áunnist sameiginlega innan sambandsins] til að geta fengið inngöngu í ESB." Það gæti einmitt verið hikstinn.

En nú einblína svo margir á þátttöku í efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) en til þess þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði...

Á Norðurlöndum eru það aðeins Finnar sem hafa tekið upp evruna. Verðlagið er það hátt í Finnlandi að þeir lögðu niður eyrinn og tvíeyringinn.

"Þróun heimsviðskipta, tækni, umhverfismála og fleiri atriði gera ríki heims æ háðari hverju öðru. Hnattvæðingin á þátt í að breyta efnahagslífi, öryggismálum, umhverfismálum, félagslegum hlutföllum og menningarlegum sérkennum út um allan heim. ... Evrópusambandið, eins og það lítur út nú á dögum, má segja að sé svæðisbundið svar við hnattvæðingunni."

Heimild:
Auðunn Arnórsson, Espen Barth Eide, Dag Harald Cales, Hanne Ulrichsen og Asle Toje : Ísland og Evrópusambandið: EES, ESB-aðild eða "svissnesk lausn"? Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands / Norsk Utenrikspolitisk Institutt, 2003.


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kjósa með krítarkorti

Það verður forvitnilegt að sjá viðbrögð sendinefndar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) við skilríkjum landsmanna.

Íslendingar eiga ekki lengur innanlandsskírteini önnur en myndskreytt krítarkort, ökuskírteini eða þá gömul nafnskírteini... krítarkortið er ekki gefið út af ríkinu og getur því vart kallast skilríki með réttu.

Alltaf hálf undarlegt að landsmenn skuli almennt kjósa með krítarkorti... næstum táknrænt.

Vegabréfin eru fyrir ferðir utanlands og ekki ætluð til brúks innanlands en þau duga þó sem persónuskilríki við kosningar.

Það hafa komið upp dæmi um eldra fólk sem á hvorki nafnskírteini, krítarkort eða ökuskírteini og hefur aldrei farið til útlanda og á því ekki vegabréf... Hvað gera menn þá?


Beðið eftir breytingartillögu

Það væri nú kannski lágmark að sjálfstæðismenn læsu breytingartillögu meirihlutans sem sérstaklega er gerð fyrir þá. Sjá nánar Frumvarpið.

Síðan vil ég enn minna á nokkur orð úr umsögn Sigurðar Líndal :
"Ef setja á landinu nýja stjórnarskrá tel ég rétt að það sé gert á sérstöku stjórnlagaþingi. Rökin eru einföld. Með stjórnarskrá er verið að setja Alþingi reglur, meðal annars verið að marka valdsvið þess, og því eðlilegt að Alþingi sjálft eigi þar ekki hlut að."

Og hví í ósköpunum velja sjálfstæðismenn maraþon í stað breytingartillögu við frumvarpið? Formaður sérnefndar um stjórnarskrármál hefur boðið þeim að setja málið aftur í nefnd svo samkomulag náist en sjálfstæðismenn vilja ekkert heyra... Þeir vilja síðan umræður, segja þeir, en raða sér svo þétt á mælendaskrá að ekki er pláss fyrir neinn annan... Þetta er farið að líkjast pólitísku sjálfsmorði.


mbl.is Umræðan gæti staðið endalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví maraþon en engin breytingartillaga ?

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við HR, er aðalstjarnan á þinginu og vitnar nær hver einasti sjálfstæðismaður í umsögn hennar.

Þó er þetta haft eftir henni 30. janúar 2009 : "Hún segist sjálf sammála því að breyta þurfi með einhverjum hætti breytingarákvæði stjórnarskrárinnar [79. grein]. „Ef menn vilja kalla til stjórnlagaþings myndi ég halda að þetta væru þær breytingar sem ætti að gera núna, en efna svo til stjórnlagaþings eftir kosningar og gefa því góðan tíma til að fara yfir málin.“" Útdráttur úr Nýtt lýðveldi verður ekki til á einni nóttu.

Af hverju er álver í Helguvík svona mikilvægt sjálfstæðismönnum? Þeir vilja ólmir afgreiða það. Hagsmunatengsl?

Af hverju hafa sjálfstæðismenn ekki komið með breytingartillögu við frumvarpið? Í stað þess að minnihluti sérnefndar um stjórnarskrármál leggi einungis til að málinu verði vísað frá...

Umsagnirnar eru athyglisverðar (umsögn frá Norðuráli, sem er 100% í erlendri eigu og seilist í auðlindir þjóðarinnar, ja hérna !) og ennfremur í hverjar þeirra er vitnað og hverjar ekki.

Athyglisverð er umsögn Sigurðar Líndal í lið IV.: "Ef setja á landinu nýja stjórnarskrá tel ég rétt að það sé gert á sérstöku stjórnlagaþingi. Rökin eru einföld. Með stjórnarskrá er verið að setja Alþingi reglur, meðal annars verið að marka valdsvið þess, og því eðlilegt að Alþingi sjálft eigi þar ekki hlut að."

og sömuleiðis niðurlagið, með leyfi forseta ;) : "Hvað sem þessu líður er ljóst að umfram allt er þörf á vitundarvakningu meðal stjórnmálamanna og þá ekki sízt þingmanna um að gefa gildandi stjórnskipun meiri gaum en gert hafi verið og þeir geri sér meðal annars grein fyrir því að í lýðræðis- og réttarríki er vald takmarkað."


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarpið

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 33/1944. Stjórnskipunarlögin tóku gildi 17. júní 1944. Lögunum hefur verið breytt sjö sinnum: árið 1959, árið 1968, árið 1984, árið 1991, tvisvar árið 1995, árið 1999.

79. gr. [Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.
   Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.]

Frumvarp til stjórnskipunarlaga - ferill máls :

- Breytingartillaga 882 : (viðbætur í rauðu og yfirstrikanir)

1. gr.
Við lögin bætist ný grein, 79. gr., svohljóðandi:
    Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðareign. Ríkið fer með forsjá þeirra, vörslu og ráðstöfunarrétt og hefur eftirlit með nýtingu þeirra í umboði þjóðarinnar eftir því sem nánar er ákveðið í lögum.
    Allar náttúruauðlindir ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir. Náttúruauðlindir í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi.
     Allir eiga rétt til umhverfis sem stuðlar að heilbrigði og þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Réttur almennings til upplýsinga um ástand umhverfis og áhrif framkvæmda á það, svo og kostur á þátttöku í undirbúningi ákvarðana sem áhrif hafa á umhverfið, skal tryggður með lögum.

- Breytingartillaga 917 (Kristinn H. Gunnarsson 6. apríl)

Við 1. grein. Greinin orðist svo:
"Öll verðmæti í sjó, á sjávarbotni og undir honum innan efnahagslögsögu eru þjóðareign, svo og þjóðlendur, námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 metra dýpi. Aðeins er heimilt er að ráðstafa verðmætum skv. 1. mgr. til afnota tímabundið og gegn gjaldi samkvæmt nánari ákvörðun í lögum. Sala þeirra eða önnur ráðstöfun er óheimil. Eignarrétti á íslenskum náttúruauðæfum, landi og landgrunni skal að öðru leyti skipað með lögum. Tryggja ber landsmönnum öllum rétt til umgengni og útivistar í landinu."

2. gr.
79. gr. laganna verður 81. gr. og orðast svo:
    Frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari má bera upp á Alþingi. Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarpið skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur fjórum mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó minnst 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta Íslands og öðlast þá gildi sem stjórnarskipunarlög. Slíkt frumvarp má ekki samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við fjórar umræður og skal ein vika hið minnsta líða á milli umræðna.
    Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins skv. 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.
    Nánari tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 1. og 2. mgr. skal ákveðin með lögum.

3. gr.
80. gr. laganna orðast svo:
    Alþingi skal láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög eða mikilvægt málefni sem varðar almannahag ef 15 af hundraði kjósenda krefjast þess. Atkvæðagreiðslan skal fara fram innan þriggja mánaða frá því að staðfest krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu liggur fyrir.

    Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er bindandi þegar hún fjallar um gildi tiltekinna laga og meiri hluti gildra atkvæða er fylgjandi tillögu sem borin er upp, þó minnst 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá. Þó er ekki hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.
    Nánari reglur um málsmeðferð varðandi kröfu kjósenda og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar skulu settar með lögum.
    Alþingi skal staðfesta hvernig spurning um mikilvægt málefni skal borin fram í þjóðaratkvæðagreiðslu og að uppfyllt séu skilyrði þess að atkvæðagreiðslan fari fram.
    Nánari reglur um aðferð við öflun undirskrifta til að krefjast atkvæðagreiðslu, form spurningar sem borin er upp, málsmeðferð varðandi kröfu kjósenda og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar skulu settar með lögum.

- Breytingartillaga 917 (Kristinn H. Gunnarsson 6. apríl)

Við 3. grein. Á eftir 2. mgr. komi ný málsgrein sem orðist svo:

"Þriðjungur alþingismanna getur ákveðið að bera samþykkt lagafrumvarp undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar, samanber þó 2. mgr. Slík ákvörðun skal tilkynnt með bréfi til forseta Alþingis áður en þrír dagar eru liðnir. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer þá fram innan þriggja mánaða. Verði frumvarpið þá samþykkt skal forseti Íslands staðfesta það sem lög."

- Breytingartillaga 917 (Kristinn H. Gunnarsson 6. apríl)

Við 4. grein. Greinin falli brott.

4. gr.
    Við stjórnarskrána bætist nýtt ákvæði um stundarsakir, svohljóðandi:
    Forseti Íslands skal boða til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, þar sem byggt verði áfram á lýðræðisskipan, réttarríki og vernd mannréttinda. Stjórnlagaþing skal skipað 41 þjóðkjörnum fulltrúa og jafnmörgum til vara. Um kjörgengi og kosningu fulltrúa á þingið og skipulag þingsins skal mælt fyrir í sérstökum lögum sem sett verði að loknum alþingiskosningum vorið 2009. Stjórnlagaþing setur sér sjálft starfsreglur.
    Stjórnlagaþing skal koma saman eigi síðar en 1. desember 2009. Þingið skal ljúka störfum eigi síðar en 17. júní 2011 en getur sjálft ákveðið að ljúka störfum fyrr. Einnig er Alþingi heimilt með ályktun að verða við beiðni stjórnlagaþings um að framlengja starfstíma þess um allt að sex mánuði.
    Áður en stjórnlagaþing samþykkir frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal það sent Alþingi til umsagnar. Alþingi skal veita stjórnlagaþingi umsögn sína innan tveggja mánaða.
    Þegar stjórnlagaþing hefur samþykkt frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal það á ný sent Alþingi sem getur innan eins mánaðar ákveðið með rökstuddri tillögu að vísa frumvarpi aftur til stjórnlagaþings. Skal þá taka frumvarpið aftur til meðferðar þar með hliðsjón af rökstuddri tillögu Alþingis. Þarf þá 2/3 hluta fulltrúa á stjórnlagaþingi til að samþykkja frumvarpið nema fallist sé á rökstudda tillögu Alþingis um breytingar á frumvarpinu og þarf þá aðeins einfaldan meiri hluta. Náist slíkt samþykki skal frumvarpið lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 6. mgr. en ella telst það fellt.
    Berist stjórnlagaþingi ekki rökstudd tillaga frá Alþingi eftir samþykkt frumvarpsins skv. 4. mgr. skal frumvarp að nýrri stjórnarskrá lagt í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 6. mgr.
    Frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal lagt undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó að minnsta kosti 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta Íslands og er það þá gild stjórnarskipunarlög.
    Stjórnlagaþing skal setja nánari reglur um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Við stjórnarskrána bætist nýtt ákvæði um stundarsakir, svohljóðandi:
    Forseti Íslands boðar til stjórnlagaþings til að semja frumvarp að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þar sem byggt verði áfram á lýðræðisskipan, réttarríki og vernd mannréttinda. Þingið skal koma saman 17. júní 2010 og ljúka störfum eigi síðar en 17. júní 2011 en getur ákveðið að ljúka störfum fyrr.
    Stjórnlagaþing skal skipað 41 þjóðkjörnum fulltrúa og jafnmörgum til vara. Um kjörgengi og kosningu á þingið og skipulag þess skal mælt fyrir í sérstökum lögum þar sem m.a. verði settar reglur til að jafna sem mest hlutföll á milli kynjanna í hópi þingfulltrúa.
    Áður en stjórnlagaþing samþykkir frumvarp að nýrri stjórnarskrá skal það sent Alþingi til umsagnar. Alþingi veitir stjórnlagaþingi umsögn sína innan þriggja mánaða. Skal stjórnlagaþing þá taka frumvarpið aftur til meðferðar. Hljóti frumvarp til stjórnskipunarlaga samþykki að minnsta kosti 2/3 hluta fulltrúa stjórnlagaþings skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Sé meiri hluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó að minnsta kosti 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta Íslands og er það þá gild stjórnskipunarlög.
    Alþingi setur nánari reglur um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

- Breytingartillaga 805 :

Við bætist ný grein er verði 1. gr., svohljóðandi:
Á eftir orðinu „ætternis“ í 1. mgr. 65. gr. laganna kemur: fötlunar.

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 33/1944
65. gr.
[Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]

mbl.is Umræða um stjórnarskipunarlög hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit ekki á gott

Skyldi orkan og kvótinn eiga að vera í eigu... skjólstæðinga sjálfstæðismanna ? Sjáum til hvað kemur út úr þessu.
mbl.is Nálgast Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví fór hún ekki í formanninn?

Barnabarn afabróðursins og nafni er varla endurnýjun...
mbl.is Þorgerður Katrín fékk 80,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir hefur enn ekki beðist afsökunar, Davíð ekki heldur

"Engin þeirra mistaka sem hér hafa verið nefnd má rekja til stefnu flokksins. Grunngildi Sjálfstæðisflokksins brugðust ekki, heldur fólk." Endurreisn atvinnulífsins, bls. 29. Spurningin er hvaða fólk?

Hundurinn er alla vega saklaus.


mbl.is Afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband