Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.3.2009 | 12:10
Hagræðing sannleikans
Þetta er haft eftir formannsefni Sjálfstæðisflokks :
"Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar axlað pólitíska ábyrgð á efnahagshruninu þegar hann gekk úr stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna og lagði til þjóðstjórn." Sjá frétt á vísir.is : Bjarni vill
Hér er um eilitla hagræðingu sannleikans að ræða...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 13:48
Pólitískt myndaval
... í augljósum tilgangi..., Tryggvi Þór allt í einu sigrihrósandi? Kann þó betur við Gylfa þrátt fyrir myndina af honum sem alltaf er valin...
Kann einnig vel við dómsmálaráðherra og kann henni þakkir fyrir að fara þvert á skælbrosandi myndakæk auglýsenda, dagblaða, vefmiðla og annarra.
![]() |
Tryggvi Þór svarar grein Gylfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 06:49
Allsherjarverkfall og mótmælagöngur um allt Frakkland
Hér eru allir á leið í mótmælagöngu í dag, opinberir starfsmenn sem einkageirinn. Ríkisútvarpið spilar endalaust músík því öll dagskrá fellur niður sem fyrr vegna verkfalls. Allir skólar lamast enda veist sérstaklega að þeim af hálfu yfirvalda, samgöngur o.s.frv. Það er auðvelt að elska Frakka út af lífinu á mótmæladögum. Vor er í lofti og útlit fyrir sól á mótmæladaginn með þó fremur kaldan skugga enn.
Yfirvöld tóku upp á því að hóta að breyta í engu en það hefur sjaldan orkað letjandi á rétt borgara í Frakklandi til að tjá sig með krafti - nema síður sé ; virkar frekar sem olía á eldinn sem kraumar illilega. Mótmælin verða sífellt háværari og mótmælagöngurnar stærri. Pólitík virkar ekki án meðbyrs frá fólkinu í landinu, svo einfalt er það.
Við vorum út á torgi í gær, þ.e. kennarar og nemendur málaskorar, með upplestur á nokkrum þeirra fimmtán tungumála sem kennd eru við skólann og hljómuðu stórskáldin á frummálinu og í þýðingu fyrir gesti og gangandi allan eftirmiðdaginn, s.s. William Shakespeare, Dante Alighieri, Steinn Steinarr og Alexandr Púshkín. :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 17:25
Leiðandi leiðindafyrirsögn
... um eitt merkilegasta frumvarp þessa þings, sem flutt er af öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Í dag er framhald 1. umræðu sem hófst og stóð stutt á föstudaginn var. Hver þingmaður sýnist mér hafa 25 mínútna framsögu fyrsta sinni. Sjá annars reglur um ræðutíma.
![]() |
Pukrast með breytingar á stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2009 | 07:27
Mælistika Birgis
Tímabilið sem Birgir lætur mæla er ekki frá efnahagshruni að hruni fyrri stjórnar, ekki frá tíma nýrrar ríkisstjórnar til loka síðustu viku, nei, hann lætur mæla frá 1. október 2008 til 6. mars 2009... Því skyldi hann ekki hafa látið mæla í tíð núverandi stjórnar? Eða einn mánuð í tíð fyrri ríkisstjórnar og annan í tíð núverandi til samanburðar? Það er undarlegt að Mogginn skuli kyngja þessum skrítna talnaleik án gagnrýni.
Ef það er eitthvað sem núverandi stjórn hefur ekki ótakmarkað af þá er það tími og það er það sem sjálfstæðismenn eru að sækjast í.
![]() |
Saka sjálfstæðismenn um málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 19:53
Myndirnar...?
![]() |
Deildu hart í þingsal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 21:21
Fimmtudagur til fjár
Það vakti mikinn titring þegar frumvarpið fékkst ekki afgreitt úr nefnd einmitt þegar von var á sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Höskuldur vildi fylgja sannfæringu sinni og bíða eftir skýrslunni frá Evrópusambandinu enda stutt í hana. Það virðist hafa verið hið skynsamlegasta og útkoman er að frumvarpið verður væntanlega afgreitt á morgun öllum til mikils léttis.
Það er stundum erfitt að treysta stjórnmálamönnum og ekki alltaf ljóst hver hvatinn er í raun í stjórnmálaheimi klækjanna og sérhagsmuna en þetta virðist allt hafa verið hið heiðarlegasta.
"Úr 24. gr. seðlabankalaganna sem samþykkt voru í dag 33/18 (fjarvist með leyfi 3, fjarstaddir 9) :
... Ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógna fjármálakerfinu skal hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til. Peningastefnunefnd getur þó ákveðið að skýra ekki frá ákvörðunum um viðskipti á gjaldeyrismarkaði skv. 18. gr.
Peningastefnunefnd skal gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári. Skal efni skýrslunnar rætt á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar, fjárlaganefndar og viðskiptanefndar."
Seðlabanki Íslands (skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd) eða Lög um breytingar á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.
Bráðabirgðaákvæði II varðar Davíð og Eirík :
"Við gildistöku laga þessara er bankastjórn Seðlabanka Íslands lögð niður og þar með embætti þriggja bankastjóra sem sæti eiga í stjórninni, þ.m.t. embætti formanns bankastjórnar."
![]() |
Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2009 kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 21:20
Það hlýtur að vera áfellisdómur...
![]() |
SÍ varaði í febrúar við hruni í október |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2009 | 10:27
Högg og atlaga?
![]() |
Ráðuneytið greiddi 24 milljónir fyrir ráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 21:38
Þriðjudagur til þrautar
...miðvikudagur til moldar, fimmtudagur til frama, föstudagur til fjár, laugardagur til lukku, sunnudagur til sælu, mánudagur til mæðu...
![]() |
Lausn ekki fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.2.2009 kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)