27.1.2009 | 05:15
Þetta var þá tilgangurinn...
Lögreglumenn skoða úrsögn úr BSRB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 11:26
Ja hérna
Það er ekkert þingræði á Íslandi. Það ætti prófessorinn að vita. Ekki nóg með það að stjórnarflokkarnir gegni formennsku og varaformennsku í öllum nefndum þingsins heldur eru stjórnarfrumvörp afgreidd í löngum bunum og þingmannamál ná sjaldan fram. Þess utan er þingmeirihluti slíkur, 43 af 63, að í krafti hans hefur "afbrigðum" verið beitt endurtekið, þ.e. stjórnarandstaðan fær ekki að fylgjast almennilega með. Flokksræðið er þess utan þvílíkt að þingmenn virðast greiða atkvæði eftir flokksákvörðun en ekki eftir eigin sannfæringu. Samviskan er horfin. Alþingi er þar af leiðandi beinlínis afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins. Þetta er hreinasti skandall. Þegar kúgun þingminnihlutans er slík getur stjórnarandstaðan ekki veitt það AÐHALD sem nauðsynlegt er lýðræðinu.
Í öðru lagi þurfa fjölmiðlar að veita valdstjórninni AÐHALD. Þessu hlutverki hafa fjölmiðlar illa gegnt í nær þrjá áratugi. Þeir hafa verið iðnir við að færa þjóðinni fagnaðarerindi framkvæmdarvaldsins án tilhlýðandi gagnrýni eða rannsókna á þeirri hlið sem framkvæmdarvaldið kýs einhverra hluta vegna að sýna ekki og það er hættulegt lýðræði. Fjölmiðlar eru sem betur fer farnir að vakna upp af værum svefni. Hættan er nú hins vegar að fjölmiðlar hrökkvi úr stjórnargírnum gamla yfir í flokksgír fyrir kosningar...
Í þriðja lagi hafa stofnanir ríkisins ekki staðið sig sem skyldi enda hafa langvarandi vinaráðningar vanað þær.
Það á síðan ekki að klæða skrifstofulöggur upp í óeirðabúning eins og mér heyrist að hafi verið gert og það vegna þess einfaldlega að löggan er undirmönnuð. Kynnin eru stutt milli löggu og mótmælenda en eftir nokkurn hiksta hefur farið ágætlega á með þeim. Línurnar eru farnar að skerpast enda mótmæli tjáning mikilvæg lýðræðinu en ekki afbrot.
Jafnvel sérfræðingur í afbrotafræði þarf að kynna sér hlutina aðeins betur. Sjá vinsamlegast t.d. hér Helgi.
Rof milli þings og þjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 01:14
Æi Björn láttu ekki svona
Í fyrsta lagi var þriðjudagurinn 20. janúar ekki sá 19... Síðan er löggan ekki verkfæri dómsmálaráðherra, hún vinnur vinnu sína og fólk mótmælir stjórnarháttum valdstjórnarinnar ef því sýnist svo enda er það þeirra réttur. Þetta veit löggan greinilega betur en ráðherrann. Löggan er undirmönnuð og það er óásættanlegt að ráðherrann fari með slíkan hræðsluáróður. Það er ekki ráðherrans að egna til átaka. Löggan er ekkert frekar ráðherrans en mótmælenda. Löggan er starfstétt þjóðarinnar sem og sjálfur ráðherra, sem er þjónn þjóðarinnar en ekki öfugt. Undarleg þessi frásögn mbl.is af bloggi ráðherrans.
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 14:59
Veruleikafirrtur forsætisráðherra
Tvær síðustu málsgreinirnar, ef rétt er haft eftir manninum, segja margt um firringu og einangrun forsætisráðherrans. Hvílíkur óhróður um heiðarlegt fólk. Hvernig vogar hann sér að fara svona rangt með? Hann blandar hér öllu saman í eina köku og kastar leðjunni síðan á nafngreindan rithöfund. Þar launar hann illa tillitssemina í gær. Margt höfum við þurft að þola en þetta er þvílík lágkúra. Hvernig er hægt að treysta slíkum manni? Er maðurinn hræddur við þjóðina?
Eða finnst ykkur það sem kemur fram í þessum tveimur málsgreinum í lagi ?
"Þá talaði Geir um mótmælin, sem voru við Alþingishúsið og Stjórnarráðið í vikunni og sagðist vona að flest fólk nái áttum í því sem er að gerast og sjái, að atburðir sem þessir séu ólíðandi fyrir alla þá sem vilja standa vörð um grunnstofnanir lýðveldisins.
Sagðist Geir hafa upplifað það það sjálfur, að þekktur rithöfundur, Hallgrímur Helgason, hafi veist að bíl sínum og barið ítrekað með hnefanum í bílrúðuna, afmyndaður af heift. Þá hefðu sést myndir af því í sjónvarpinu að maður með hamar reyndi að mölva rúðurnar á stjórnarráðinu. Einnig var veist að Alþingi og lögreglan grýtt."
Geir með fullt starfsþrek | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 16:22
Vel til fundið
Þorgerður leysir Geir af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 11:12
Fræg myndskeið Sigurðar Norðdahl frá Austurvelli 1949
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2009 kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 23:02
Skildirnir horfnir góðu heilli
Það vekur athygli í dag að skildirnir eru horfnir og er það vel. Táknrænt virkuðu þeir eins og sérsveitin væri að slá skjaldborg um aðgerðir þeirra sem sitja við stjórnvöl. Á einni myndinni, á Stöð 2 minnir mig, var eldri kona að lemja í þessa skildi sérsveitarinnar og fannst mér það vel við hæfi. Skildirnir eru móðgun við okkur öll sem og þessi piparúðamanía.
Það hefur farið í taugarnar á mér frá upphafi mótmælanna að sífellt var sagt og skrifað í fjölmiðlum að mótmælin væru friðsöm, friðsamleg eða friðsæl eins og það væru einhver tíðindi ! Ómögulega hægt að skrifa mótmæli án þess að næsta orð væri friðsamleg... Nú hins vegar mætti réttlæta þessa orðanotkun vegna síðustu nætur þegar við bættust svokallaðir "casseurs" eins og það heitir á frönsku. Vel þekkt fyrirbæri sem erfitt er að eiga við.
Vanvirðing ríkisstjórnar við fólkið í landinu hefur verið óþolandi. Það að virða það ekki viðlits eða upplýsa um aðgerðir síðustu 100 daga. Ekkert sagt, þýðir aðgerðarleysi. Enginn biðst afsökunar eða segir af sér eða er skipt út, er aðgerðarleysi.
Umræðurnar á þingi um ástandið í morgun voru fyrsta skrefið - þökk sé stjórnarandstöðu og mótmælendum -, tilvonandi kosningar eru annað - þökk sé mótmælendum.
Og nú sem aldrei fyrr þarf að ÚTVARPA frá Alþingi svo fólk geti fylgst með því sem þar er að gerast.
Á þriðja hundrað á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.1.2009 | 09:49
Nauðvörn fallandi stjórnar
Samkvæmt vefjum ruv.is og visir.is var táragasi beitt 20. janúar en það virðist hafa verið gjörsamlega óábyrg orðanotkun á þeim vefjum ruv.is og visir.is.
Sérsveitin heldur að hún sé í útlöndum... voru almennir lögreglumenn með hjálma og grímur eða var þetta sérsveitin?
Ef þeir voru þegar með grímur ætluðu þeir að nota táragasið...
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 10:55
Sérsveitin til vandræða
Rauðbrúsagengið kann sér ekki hóf og spreðar augnameiðandi piparúða á mótmælendur af litlu tilefni. Það sést á myndum að bakgarður þingsins var galopinn, enginn hjá hvíta hliðinu eða neitt og því undarlegt að vera að handtaka fólk fyrir að vera þar.
Óeirðabúningur, piparúði, kylfur og handtökur eru einungis til þess að espa fólk að óþörfu. Mótmæli eru réttmæt og skyldi maður halda að sérsveitarmenn tækju tillit til þess. Íslendingar hafa ímigust á ofbeldi og er undarlegt að það skuli einmitt vera rauðbrúsagengið sem beitir því.
Í fréttum er ekki gerður munur á lögreglu og sérsveitinni. Er þar enginn munur á? Mér sýnist t.d. að aðeins sérsveitin sé vopnuð rauðbrúsum piparúðans... en það er einmitt úðun hans sem hefur sætt harðri gagnrýni. Sérsveitin er hlýðnissveit og því beinlínis hættuleg þegar henni er illa stjórnað. Kannski eilítið varasamt að rugla þessu tvennu saman og þó... því hér á þessari mynd eru tveir lögreglumenn og einn sérsveitarmaður að handtaka ungan mann af ótrúlegu ofurefli.
En var táragasi beitt eins og fréttir herma?
Auðvitað er kominn tími til að reyna við vantrauststillögu aftur fyrst enginn sætir ábyrgð og segir af sér...
Sjálfstæðisflokkurinn (25) og Samfylkingin (18) hafa mikinn meirihluta á þingi eða 43 þingmenn af 63 (og stjórnarandstaðan 20: Vinstri grænir 9, Framsókn 7, Frjálslyndir 4). Meirihluta svo stóran (2/3) að "afbrigðum" hefur verið beitt endurtekið á þinginu (eins og fyrir jól), þ.e. að stjórnarandstöðu er ekki gefinn tilhlýðilegur frestur til að kynna sér málin. Ofnotkun þingmeirihlutans á "afbrigðum" er atlaga að eðlilegum starfsháttum þingsins.
En þingmeirihluti er ekki eign ráðherranna. Ef ráðamenn sjá ekki að sér þurfa þingmenn hvar í flokki sem þeir eru að taka af skarið og senda þá heim svo friður skapist í þjóðfélaginu. Íslendingar eiga náðarsamlegast að fá að taka þátt með því að kjósa og sameinast á erfiðum tímum. Nýr kafli gæti þá hafist. Mótmælin hætta ekkert þótt Sturla hneykslist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2009 | 15:51
Táragas 1949 og 2009
Merkilegt hvað lögreglan er taugaveikluð. Beitir táragasi (samkvæmt visir.is og samkvæmt ruv.is) og piparúða og klæðir sig eins og um óeirðir sé að ræða...
Löggan birtist sem nauðvörn stjórnvalda sem neita að hlýða á fólkið í landinu. Síðasta hálmstráið er að kalla mótmælin ólögleg...
Krafan er sáraeinföld: kosningar!
Þingfundi haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)