4.3.2009 | 04:51
Já, já, liggjum marflöt fyrir álfyrirtækjum
Það er ekkert íslenskt við þetta og spurning hvort þessi þingmeirihluti endurspegli nokkuð annað en undirlægjuhátt. 36 þingmenn af 63 vilja spúandi og mengandi Ísland sem þó er frægt um alla heimsbyggðina fyrir náttúrufegurð og gott fólk ! Öðru vísi mér áður brá. Hvar er samviska þingmanna? Að þið skulið ekki skammast ykkar!
Siv var jú aldrei umhverfisráðherra öðru vísi en að nafninu til. Mikil eru sivjarspjöllin.
"Í fimmta lagi ... Rétt er að hafa í huga að framleiðsla áls þar sem jarðefnaeldsneyti er notað til orkugjafar veldur sex til átta sinnum meiri mengun en hlýst af framleiðslu áls þar sem hreinir endurnýjanlegir orkugjafar eru notaðir, eins og gert er hér á landi."
Já, já, fórnum íslenskri náttúru á altari alheimsmengunar með alíslenskri lygi, hvítri auðvitað. Hversu langt geta Íslendingar gengið með því að hagræða sannleikanum?
Jarðgufuvirkjanir eru ekki eins endurnýjanlegar og af er látið. Þær losa m.a. mikið magn brennisteinsvetnis (H2S) út í andrúmsloftið sem er ekki reiknað í mengunarkvótanum.
Síðan er það: "Vinnsla jarðhita hefur áhrif á jarðhitageyminn. Jafnframt getur losun affallsvatns frá virkjuninni með niðurrennsli í djúpar borholur (djúpförgun) haft áhrif á geyminn ef sú förgunarleið verður valin."
Ferskvatn? Jú, vatnsöflun fyrir vatnsveitu jarðgufuvirkjana, frárennsli frá borholum við borun og prófanir geta haft áhrif á vatn.
Grunnvatn? Jú, áhrif geta orðið á rekstrartíma jarðgufuvirkjana tengt losun affallsvatns.
Loftgæði? Jú, jarðgufuvirkjanir losa brennisteinsvetni (H2S) - og snefil af hinu og þessu - út í andrúmsloftið. Hvað er í útblæstri frá álveri? Jú, brennisteinstvíoxíð (SO2), loftkenndur flúor (HF), svifryk (PM10), vokvetniskolefni (B(a)P), koltvíoxíð (CO2).
"Þorsteinn benti á að við raforkuframleiðslu með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands] ". Mbl. 18. okt. 2007.
"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt. Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.
Jafnvel Íslendingar eiga rétt á heilbrigðu umhverfi !
10. mars 2009 á ruv.is : Óttast flúor í hrossum í nágrenni stóriðjunnar á Grundartanga
10. mars 2009 á ruv.is : Mosakemmdir raktar til jarðgufuvirkjunar Orkuveitunnar á Hellisheiði (kvikasilfur, bór og arsen)
14. ágúst 2008 í Morgunblaðinu : Áhrif loftmengunar á heilsuna
Vilja standa vörð um íslenska ákvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 10.3.2009 kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 16:03
Sameiginlegt mat vegna Helguvíkur
Sameiginlegt mat vegna Helguvíkur: álver, háspennulínur, virkjanir. Skammsýni pólitíkusa skal ekki endalaust leiða okkur í ógöngur... Íslendingar þurfa að vita að hverju þeir eru að ganga.
Álverin spretta eins og gorkúlur um land allt, ný eða sífellt stærri, og helst í næsta nágrenni við byggð. Tveimur nýjum álverum er þröngvað í gegn sem undarleg tímaskekkja og ógnun við mannlíf og umhverfi.
Ætla mætti að ekki verði gengið fram hjá skuldbindingum Íslands á sviði umhverfisverndar, minni loftmengunar eða einfaldlega rétti einstaklinga til að lifa í heilbrigðu umhverfi.
Álverið í Helguvík sem upphaflega var áætlað 250 þús. tonn á ári hefur stækkað um 90 þús. tonn og er því orðið allt að 340 þúsund tonn... og orkuþörfin því enn meiri...
Það ætti að vera sjálfsagt að meta sameiginleg áhrif allra þátta, þ.e. álver, háspennulínur, virkjanir.
Umhverfismál | Breytt 6.3.2009 kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 19:09
Má bjóða þér umhverfisáhrif?
Áhrif álvers, háspennulína og virkjana í nágrenni Húsavíkur.
Drög að tillögum um hvað verði kannað (sjá pdf-skjal).
Hvað veldur helst áhyggjum? Hefur eitthvað gleymst?
Frestur til að senda athugasemdir eða ábendingar til 6. mars 2009.
Ferskvatn? Jú, vatnsöflun fyrir vatnsveitu jarðgufuvirkjana, frárennsli frá borholum við borun og prófanir geta haft áhrif á vatn.
Grunnvatn? Jú, áhrif geta orðið á rekstrartíma jarðgufuvirkjana tengt losun affallsvatns.
Útivist og ferðaþjónusta? Áhrif athuguð... Sérstök skýrsla vegna álvers um útivist og ferðaþjónustu, þar með talin hvalaskoðun.
Jú, á Húsavík er hvalasafn og hvalaskoðun. Fyrst geta hvalveiðar, á langreyði (fyrirtæki eins manns) og hrefnu (hinir), sett strik í reikninginn en síðan er það mengun frá álveri í sjó...
Hvalir? Áhrif á hvali verða metin með tilliti til ýmissa þátta tengdum álveri, s.s. dreifing efna frá álveri í sjó.
Sjór? Vokvetniskolefni (PAH) er í frárennsli frá álveri í sjó. Truflanir á skipaumferð vegna hafíss og hættu á bráðamengun sjávar vegna aukinnar skipaumferðar.
Loftgæði? Jú, jarðgufuvirkjanir losa brennisteinsvetni (H2S) - og snefil af hinu og þessu - út í andrúmsloftið. Hvað er í útblæstri frá álveri? Jú, brennisteinstvíoxíð (SO2), loftkenndur flúor (HF), svifryk (PM10), vokvetniskolefni (B(a)P), koltvíoxíð (CO2).
"Vinnsla jarðhita hefur áhrif á losun jarðhitalofttegunda út í andrúmsloft á jarðhitasvæðum. Jarðhitalofttegundir berast einnig tímabundið út í loftið við prófanir vinnsluhola. Losunin getur haft áhrif á loftgæði og vinnslan getur hugsanlega haft áhrif á náttúrulegt útstreymi á jarðhitasvæðinu. Umfang losunar og hlutfall gastegunda í gufunni er breytilegt og fer eftir staðsetningu, dýpi og vermi borhola. Tími vinnslu og prófana hefur að sjálfsögðu einnig áhrif þar á."
"Vegna áforma um aukna orkuvinnslu við Kröflu og Þeistareyki verður reiknuð dreifing brennisteinsvetnis (H2S) sem áætlað er að verði losað frá núverandi Kröflustöð, Kröfluvirkjun II, Þeistareykjavirkjun og fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun. Niðurstöður reikninga verða sýndar með myndrænum hætti. Metin verður styrkaukning í byggð, fjöldi daga sem lykt getur fundist og hæstu mögulegu toppar. Metið verður hvort sammögnunaráhrifa gæti. Greint verður frá útstreymi lofttegunda frá álveri á Bakka. Metið verður hvort sameiginlegra áhrifa gæti með öðrum framkvæmdum sem heyra undir þetta mat."
Losunarkvóti, hva, útstreymi frá álverum er jú háð honum en losun frá jarðgufuvirkjunum ekki... enda síðastnefnda mengunin lítið auglýst út um hinn víða heim.
Þynningarsvæði (það svæði sem mesta mengunin nær til). Skyldi Húsavík vera innan þess eða verður línan rétt við ysta hús... Það eru jú kannski einhverjir bændur í Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi sem þurfa að hætta búskap? Hva, "tilgangur með verkefnunum fjórum er að nýta þá orku sem er í jörðu á þessu svæði til að byggja upp öfluga undirstöðuatvinnugrein á Norðausturlandi og styrkja þannig stoðir byggðar í landshlutanum"...
Áhrifin geta verið á fornleifar, verndarsvæði, hljóðvist (hávaði frá háspennulínum, borholum í blæstri, álveri í rekstri), gróður, dýralíf, samfélag...
"Vinnsla jarðhita hefur áhrif á jarðhitageyminn. Jafnframt getur losun affallsvatns frá virkjuninni með niðurrennsli í djúpar borholur (djúpförgun) haft áhrif á geyminn ef sú förgunarleið verður valin."
Háspennumöstur? Áætluð gildi raf‐ og segulsviðs, sjónræn áhrif, hindranir fyrir fugla (áflug), áhrif á farleiðir fugla.
Sjónræn áhrif allra mannvirkja verða einnig metin í drögum að tillögu að matsáætlun í sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík.
Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar fyrir 6. mars 2009.
Fjöldi manns hjá eftirfarandi stofnunum hefur atvinnu af sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum: dr. J. Scire, Ferðamálasetur Íslands, Fornleifastofnun Íslands, Háskólinn á Akureyri, HRV, Íslenskar orkurannsóknir, Jarðfræðistofan Stapi, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, KMS Technologies, Mannvit hf., Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Austurlands, Náttúrustofa Norðausturlands, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA), Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði, Vatnaskil, Veðurstofa Íslands, Veiðimálastofnun.
"... að fullnægjandi umhverfisvernd sé undirstaða þess að menn geti notið grundvallarmannréttinda tengd þeirri hugmynd að hver einstaklingur eigi rétt á að lifa í heilbrigðu umhverfi og honum beri skylda til að vernda umhverfið..." Úr Árósasamningnum.
Umhverfismál | Breytt 10.3.2009 kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2009 | 12:21
Styrking suðvesturlínanna í boði hvers?
Nokkuð er augljóst að í styrkingu suðvesturlína, eða raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi skal "á Suðvesturlandi" lesast "til Helguvíkur". Margar athugasemdanna (pdf-skjal) miða að því að fá framkvæmdaraðila til að segja sannleikann, sem djúpt er á. Ekki verður séð að framkvæmdaraðili svari þar t.d. athugasemdum Landverndar.
Skal almenningur enn á ný þurfa að styrkja álfyrirtækið með þessum framkvæmdum að styrkingu suðvesturlína? Til viðbótar sé því boðið skattaafsláttur, rafmagnsafsláttur, umhverfisspjöll á landi vor og hvaðeina, allt á kostnað eða í boði almennings í landinu samkvæmt ákvörðun pólitíkusa, án þess að sá sami almenningur hafi nokkuð um það að segja, sem fyrr. Skiptimyntin sem veifað er sem þungt ryk í augu fólks og enn frekar í skjóli krísutíma, störfin, sem verða þjóðarbúinu ansi dýr...
En einn sjónvarpsspyrillinn sagði jú á krísudögum (6. október 2008): "Já, það er sem sagt alveg innstæða fyrir því að það eru miklar náttúruauðlindir hérna í landinu og það verður vafalítið minni mótstaða fyrir því að virkja þær með einum eða öðrum hætti."
Þetta sagði sjónvarpsspyrillinn eftir að pólitíkus/blaðamaður, sem býður sig nú fram... í Suðvesturkjördæmi, hafði beinlínis sagt: "Ég held til dæmis að það eigi að afnema lög um umhverfismat þannig að það sé hægt að taka ákvörðun um að ráðast í stórvirkjanir og álver..."
Atvikið á alþingi 13. október 2008 var einnig lýsandi.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 22:00
Umhverfisráðherrar vinsælustu ráðherrarnir?
Alveg merkilegt hvað Íslendingar eru ónæmir fyrir íslenskri náttúru, þeir vilja jú hafa hana stórfenglega þegar þeir ferðast um landið en fórna henni án þess að hika ef einhverjum kallastörfum er lofað... Verktakafyrirtæki og orkufyrirtæki skreyta sig með fallegum náttúrumyndum, ferðaiðnaðurinn einnig og þjóðsöngurinn í ríkissjónvarpinu líka...
Þórunn er önnur af tveimur þingkonum Samfylkingar sem greiddu atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun og álverinu í Reyðarfirði á eldfimum tímum, hin var Rannveig Guðmundsdóttir. Kann vel við þær.
Þórunn stefnir að forystusæti í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2009 | 21:42
Til hamingju með...
... að lífríki Ísafjarðardjúps skuli rannsakað og það án þess að rannsóknirnar séu borgaðar af hagsmunaaðilum, sem ætla sér eitthvað ákveðið, samkvæmt formúlunni: rannsaka fyrst og eyðileggja svo. Mætti vera meira um óháða vísindastyrki, en hvaðan annars kemur hann?
Lífríki Ísafjarðardjúps kannað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 28.2.2009 kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 18:42
Sameiginlegt mat - álver, jarðgufuvirkjanir og háspennulínur
Alcoa, Þeistareykir ehf., Landsvirkjun og Landsnet hf., kynna sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru í Norðurþingi, Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi.
Samkvæmt úrskurði umhverfisráðherra frá 31. júlí 2008 eru framkvæmdirnar háðar sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum, í samræmi við 2. mgr. 5. greinar í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Matsvinnan er hafin og frá 20. febrúar má nálgast drög að tillögu að matsáætlun á heimasíðum Alcoa, Þeistareykja ehf., Landsvirkjunar, Landsnets hf. og Mannvits hf.
Frestur til að gera athugasemdir er til föstudagsins 6. mars 2009.
Sömuleiðis Drög að tillögu að matsáætlun vegna Kröfluvirkjunar II
"Landsvirkjun hafði áður lagt fram tillögu að matsáætlun Kröfluvirkjunar II, sem var dregin til baka þann 6. nóvember 2008."
Frestur til að gera athugasemdir er til föstudagsins 6. mars 2009.
Umhverfismál | Breytt 28.2.2009 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 17:48
Jarðvarmaorkuver og jarðgufuvirkjanir
"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt. Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.
"Þorsteinn benti á að við raforkuframleiðslu með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands] ". Mbl. 18. okt. 2007.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 14:00
Mótmæli Helguvíkurálveri
... og tilheyrandi virkjunum, sem liggja óljóst í loftinu...
Sex frumvörp afgreidd á ríkisstjórnarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 28.2.2009 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2009 | 21:16
Hinn sólríki maídagur Björgvins G.
Mikið erum við heppin að þingmaður þessi er ekki lengur við völd...
Ráðherrarnir voru tveir, fyrrverandi viðskiptaráðherra (Samfylkingar) og fyrrverandi fjármálaráðherra (Sjálfstæðisflokks) sem tóku fyrstu skóflustunguna í Helguvík 6. júní 2008 að enn einni álbræðslunni þótt hún hefði hvorki fengið starfsleyfi né losunarheimildir... og sætti þess utan stjórnsýslukæru vegna útgáfu byggingarleyfis, að ekki sé talað um orkuna...