Já, já, liggjum marflöt fyrir álfyrirtækjum

Það er ekkert íslenskt við þetta og spurning hvort þessi þingmeirihluti endurspegli nokkuð annað en undirlægjuhátt. 36 þingmenn af 63 vilja spúandi og mengandi Ísland sem þó er frægt um alla heimsbyggðina fyrir náttúrufegurð og gott fólk ! Öðru vísi mér áður brá. Hvar er samviska þingmanna? Að þið skulið ekki skammast ykkar!

Siv var jú aldrei umhverfisráðherra öðru vísi en að nafninu til. Mikil eru sivjarspjöllin.

"Í fimmta lagi ... Rétt er að hafa í huga að framleiðsla áls þar sem jarðefnaeldsneyti er notað til orkugjafar veldur sex til átta sinnum meiri mengun en hlýst af framleiðslu áls þar sem hreinir endurnýjanlegir orkugjafar eru notaðir, eins og gert er hér á landi."

Já, já, fórnum íslenskri náttúru á altari alheimsmengunar með alíslenskri lygi, hvítri auðvitað. Hversu langt geta Íslendingar gengið með því að hagræða sannleikanum?

Jarðgufuvirkjanir eru ekki eins endurnýjanlegar og af er látið. Þær losa m.a. mikið magn brennisteinsvetnis (H2S) út í andrúmsloftið sem er ekki reiknað í mengunarkvótanum.

Síðan er það: "Vinnsla jarðhita hefur áhrif á jarðhitageyminn. Jafnframt getur losun affallsvatns frá virkjuninni með niðurrennsli í djúpar borholur (djúpförgun) haft áhrif á geyminn ef sú förgunarleið verður valin."

Ferskvatn? Jú, vatnsöflun fyrir vatnsveitu jarðgufuvirkjana, frárennsli frá borholum við borun og prófanir geta haft áhrif á vatn.

Grunnvatn? Jú, áhrif geta orðið á rekstrartíma jarðgufuvirkjana tengt losun affallsvatns.

Loftgæði? Jú, jarðgufuvirkjanir losa brennisteinsvetni (H2S) - og snefil af hinu og þessu - út í andrúmsloftið. Hvað er í útblæstri frá álveri? Jú, brennisteinstvíoxíð (SO2), loftkenndur flúor (HF), svifryk (PM10), vokvetniskolefni (B(a)P), koltvíoxíð (CO2).

"Þorsteinn benti á að við raforkuframleiðslu með jarðhita nýtist um 12% af orkunni sem kemur úr iðrum jarðar. Hin 88% fari út í umhverfið, fyrst og fremst í mynd varmaorku. "Mér finnst þetta ekki forsvaranleg nýting á auðlindinni," sagði Þorsteinn [Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands] ". Mbl. 18. okt. 2007.

"Jarðvarmaorkuver eru hagkvæmari en jarðgufuvirkjanir. Í þeim fyrrnefndu er framleitt bæði heitt vatn til upphitunar og raforka, sbr. orkuverin í Svartsengi og á Nesjavöllum, og þá er auðlindin líka best nýtt og á sem umhverfisvænastan hátt. Jarðgufuvirkjanir eins og þær í Kröflu, á Hellisheiði og Reykjanesi framleiða eingöngu raforku, nýta varmaorkuna mun verr og eru ekki eins vistvænar." Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði og hefur starfað að jarðhitarannsóknum og -nýtingu í 40 ár. Fbl. 18. okt. 2007, bls. 32.

Jafnvel Íslendingar eiga rétt á heilbrigðu umhverfi !

10. mars 2009 á ruv.is : Óttast flúor í hrossum í nágrenni stóriðjunnar á Grundartanga

10. mars 2009 á ruv.is : Mosakemmdir raktar til jarðgufuvirkjunar Orkuveitunnar á Hellisheiði (kvikasilfur, bór og arsen)

14. ágúst 2008 í Morgunblaðinu : Áhrif loftmengunar á heilsuna


mbl.is Vilja standa vörð um íslenska ákvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband