Hátt hlutfall kennara við háskólana eru stundakennarar. Fastráðnir stundakennarar við Háskóla Íslands urðu adjunktar um árið en kenna alltaf jafnmikið. Háskólastarf snýst um rannsóknir og kennslu. Besta leiðin til að halda adjunktum á mottunni er kennslan sem er mest hjá þeim en minnst hjá prófessorum.
Málið er að kennarar vinna ekki bara á virkum dögum. Vegna kennslunnar verða virkir dagar ekki nýttir til rannsókna né helgar og frí til hvíldar ef stunda skal rannsóknir og skrif. Jafnvel þótt rannsóknir adjunkta séu ekki metnar til launa næst framgangur í starfi aðeins með rannsóknum og fræðiskrifum ásamt jú kennslunni... Adjunktar verða síðan að bíða eftir auglýsingu um lektorsstöðu til að fá framgang í starfi. Það er svo aftur háskólapólitík sem ákvarðar hversu lengi adjunktar marínera. En þar sem allur tími adjunkta fer í undirbúning undir kennslu og kennslu sem gildir þó ekki til jafns við rannsóknir og skrif við framgang í starfi sem aftur er vitað að þeir hafa ekki tíma til að sinna vegna hárrar kennsluskyldu er útkoman nokkuð ljós. Mottan. Þar sem kennsla gildir minna eða minnst í framgangi adjunkta eiga þeir aftur lítinn sjens þegar loks er auglýst lektorsstaða í sérgrein þeirra...
Þrepin eru fjögur: adjunkt, lektor, dósent og prófessor. Prófessorarnir eru langfjölmennastir í tveimur deildum hugvísindasviðs: íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild.
Hm, skoðum landslagið. Deildirnar eru fjórar á hugvísindasviði. Enginn deildarforseti er kvenkyns. Af 36 prófessorum eru 7 konur. Af 25 dósentum eru 8 konur. Af 24 lektorum eru 15 konur. Af 19 adjunktum eru 12 konur. Athyglisvert ekki satt?
VIÐBÓT :
Langflestir prófessorar eru karlar
(vantar reyndar dósenta í fréttina á rúv)
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 11.9.2009 kl. 12:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.