Áróðursmeistari Alcoa Íslandsvinur?

Stenst ekki mátið, eruð þið að grínast? Þetta er svona svipað og góðkunningjar löggunnar... Þarf að segja meir?
mbl.is Íslandsvinur í stjórn Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjalli Geir

"Fréttamennskan" á mbl finnur sér sífellt nýjar lægðir.

Snjalli Geir, 11.5.2009 kl. 07:52

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Mér hefur fundist mbl.is bara hafa staðið sig nokkuð vel og fréttaskot Sjónvarps mbl.is eru náttúrlega gæðavinna.

Ég hef hins vegar ekki séð Moggann sjálfan né nennt að fletta netútgáfu Fréttablaðsins enda finnst mér í hæsta máti óeðlilegt að fyrrverandi forsætisráðherra (1987-1988) sé þar ritstjóri.

Ég er þér sammála, meðhöndlun þessarar fréttar er lágkúra.

Kærar þakkir fyrir innlitið.

GRÆNA LOPPAN, 11.5.2009 kl. 08:47

3 Smámynd: Hlédís

Þetta er meiriháttar "Íslandsvinar"-frétt

Hlédís, 11.5.2009 kl. 09:12

4 identicon

Eru þá allir útlendingar sem stíga á eyjuna, þ.m.t. þeir sem koma hingað til að fremja glæpi (svo dæmi sé tekið), ,,Íslandsvinir"? Afsakið neiðkvæðan tóninn í innleggi mínu en þetta orð, Íslandsvinur, er orðið gamaldags og hallærislegt. Samkvæmt þessu þá eru allir þeir sem lenda á flugvelli Í Bandaríkjunum ,,Bandaríkjavinir", þeir sem lenda á flugvelli í Englandi ,,Englandsvinir", þeir sem lenda á flugvelli í Kína ,,Kínavinir" o.s.frv. Ég er ekki viss um að íbúar ofangreindra landa samþykki hugtakið.

Íslendingur (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:37

5 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Fyrirsögn fréttarinnar er móðgun.

För íslenskrar fjárfestinganefndar til New York til viðræðna við bandaríska álrisann Alcoa þegar Norsk Hydro hætti við fyrir austan í mars 2002 hefur mér alltaf fundist niðurlæging. Þangað fóru þessir Íslendingar bókstaflega á hnjánum. Hneisuför. Atkvæðagreiðslan á Alþingi 8. apríl 2002 var formsatriði jáþingmönnum til skammar.

Ef viðkomandi kom svo oft til Íslands var þess vandlega gætt að við fengjum ekkert um það að vita... kannski svo greyið yrði ekki vart við nein mótmæli...

Bankasalan og offjárfesting í virkjunarframkvæmdum vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði er upphafið að óförunum sem dembst hafa yfir okkur undanfarið.

Íslandsvinur hvað?

GRÆNA LOPPAN, 11.5.2009 kl. 14:24

6 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Þið verðið að fyrirgefa en ég er rasandi yfir leyndinni sem hvíldi yfir stærstu framkvæmd Íslandssögunnar, upplýsingaskortinum, lýðræðishallanum, þægð fjölmiðla, frekjunni, vanvirðingu við fólkið í landinu... eins og ég segi, rasandi !

Íslandsvinir, huh...  En þakka ykkur fyrir innlitið.

GRÆNA LOPPAN, 11.5.2009 kl. 14:53

7 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Næst fáum við kannski að heyra að álfyrirtækin stundi hér sérstaka góðgerðastarfsemi... sem Íslandsvinir auðvitað...

GRÆNA LOPPAN, 11.5.2009 kl. 19:46

8 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Mengun frá álverum er margvísleg...

Andvaraleysið er algjört gagnvart þungum þrýstingi ÁLRISANNA, og sömuleiðis reyndar orkufyrirtækja - þrýstingi í gegnum lúmskan áróður, "stuðning", "styrki", trjáhríslupot og hvað ekki... sem er nuddað inn um hvern glugga... nú eða á ungmennabringur...

Ekkert er þeim heilagt, hvorki menntakerfið, menningarstofnanir, alþingi né stjórnarskrá ! Lágt lagðist sérnefnd um stjórnarskrármál undir forystu Álgerðar.

Þetta samspil herjar síðan kerfisbundið á alla umhverfisráðherra. 

Fjölmiðlar láta þeir fara með sig? Mér sýnist sumir afar hlýðnir Alcoa t.d. ...

Meira að segja Jóhanna er farin að svara: "Allt er ekki stóriðja !"

Betra seint en aldrei.

GRÆNA LOPPAN, 14.5.2009 kl. 09:01

9 Smámynd: Hlédís

Allt er ekki stóriðja! Hvað er meint með þeirri setningu?

Var það etv: Stóriðja er ekki allt?

Hlédís, 14.5.2009 kl. 09:47

10 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

... jamm, að svarið við öllu er ekki stóriðja.

Með öðrum orðum Íslendingar eru ekki svo hugmyndasnauðir að... þeim detti ekkert annað í hug.

GRÆNA LOPPAN, 14.5.2009 kl. 10:11

11 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Mér þótti þetta svo merkilegt að ég sleit það úr sambandi. Jóhanna sagði: Það er ekki allt bara stóriðja, að því er varðar orkustefnuna og orkumálin...

Þetta var í Kastljósi á mánudaginn var, undir lokin.

Forsætisráðherra lenti þar í eins konar spurningagelti. Helgi notar þar svipaða tækni og Agnes nokkur: að éta viðmælandann lifandi - með gelti.

Útkoman er fremur þreytandi. Allt er fyrirfram ómögulegt og það sem sagt er gert tortryggilegt. Spurningageltið sífellt.

Dónaskapurinn er þvílíkur að hlustandinn endar á því að tortryggja spyrjandann...

GRÆNA LOPPAN, 14.5.2009 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband