Hefur ein siðanefndin fjallað um notkun skoðanakannana?

Framkvæmd þeirra er auðveld, þú bara hringir og spyrð og segir svo sjálfur frá... eins og þér sýnist og lætur boðin síðan berast eftir því sem þér hentar eða þínum stóra vini.

Tímasetning skoðanakannana er ekki alveg saklaus, framkvæmd þeirra ekkert vesen og laus við allt regluverk (símakönnunin þín) og tíðni sömuleiðis lítið mál, krakkarnir hringja bara fyrir þig, þau eru jú þegar á þínum vegum og kosta því ekkert.

Skoðanakannanir fyrir kosningar eru sérstaklega skemmtilegar, kjósendur vita jú ekkert hvernig á að kjósa og því gott að þeir viti (helst daglega) hvert meirihlutinn stefnir eða hættir við að stefna ekki. Seint verður það skafið af þeim blessuðum, áhrifunum sem hrífa ólíklegustu öfl.

Skoðanakannanir eru álitnar kosningaáróður og því bannaðar með öðrum áróðri síðustu vikuna fyrir kosningar, alla vega sums staðar. Hugsunin er eflaust sú að kjósandinn eigi að fá frið til að gera upp hug sinn. 

Hver tekur ákvörðun um skoðanakönnun? Þegar um hagsmunamál einhverra er að ræða, spyrðu bara rétt og á réttum tíma, þú ert ekkert að flækja þetta og úrvinnslan hreint eins og étin kaka.
Hver vill álver í Helguvík samkvæmt símakönnun Fréttablaðsins frá því á þriðjudag? Má bjóða þér nýjar hugmyndir og lausnir? Helgarblaðið? Draumalandið? Þig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Tek undir þetta með þér.  Skoðanakannanir eru oft rangfærsla á staðreyndum.  Og eru spurningarnar þannig að svarið getur bara verið eitt.  Ég man eftir einni sem ég lenti.  Spurt var:  Telur þú rétt að sækja um aðild að Evrópusambandinu, ef Íslendingar fá hagstæða samninga, þar sem tekið er tillit til fiskveiðhagsmuna þjóðarinnar?  Ég er alveg viss um að einhverjir voru tilbúnir að svara þessu neitandi, en í ljós kom að 80 eða 90% þjóðarinnar sögðu já.

Mér finnst að banna eigi skoðanakannanir í hálfan mánuð fyrir kosningar.  Bæði að framkvæma þær og birta.  Mér finnst einnig að birta eigi niðurstöður eftir "fyrstu spurningu", þ.e. ekki eigi að birta niðurstöður "en hvað heldurðu að þú munir kjósa" eða "hvort er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða ekki".  Þessar seinni tvær spurningar falla undir kosningaspár, ekki skoðunarkönnun og á því ekki að birta undir formerkjum skoðunarkönnunar.

Marinó G. Njálsson, 11.4.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband